Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?

ÞV

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna.

Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tugþúsundum ára. Það voru auðvitað þessir menn sem „fundu“ Ameríku en þetta var löngu áður en sögur hófust sem kallað er, það er að segja löngu áður en menn lærðu að lesa og skrifa og fóru að gera texta og rit um það sem gerðist kringum þá.

Leifur heppni og félagar hans voru bara fyrstu Evrópumennirnir sem stigu fæti á Ameríku. Í kjölfar þeirra komu býsna fáir og byggð norrænna manna í Ameríku dó út aftur þannig að þetta hafði lítil áhrif á mannkynssöguna. Hins vegar kom mikið flóð af fólki frá Evrópu tll Ameríku eftir að Kólumbus „fann“ Ameríku aftur árið 1492, og núna er mikill meirihluti af íbúum Ameríku af evrópsku bergi brotinn.

Svo er enn annað skrýtið við þessa sögu, að við skulum kalla fólkið sem var þarna á undan Kólumbusi „Indíána“. Skýringin á því er sú að Kólumbus ætlaði sér að fara til Indlands; hann hafði ekki hugmynd um að Ameríka væri þarna í veginum og hélt að hann væri kominn til Asíu. Þess vegna kallaði hann íbúana Indíána og það nafn festist þrátt fyrir misskilninginn sem upplýstist ekki endanlega fyrr en eftir að Kólumbus dó.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.5.2004

Spyrjandi

Dagur Gíslason

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4269.

ÞV. (2004, 25. maí). Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4269

ÞV. „Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna.

Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tugþúsundum ára. Það voru auðvitað þessir menn sem „fundu“ Ameríku en þetta var löngu áður en sögur hófust sem kallað er, það er að segja löngu áður en menn lærðu að lesa og skrifa og fóru að gera texta og rit um það sem gerðist kringum þá.

Leifur heppni og félagar hans voru bara fyrstu Evrópumennirnir sem stigu fæti á Ameríku. Í kjölfar þeirra komu býsna fáir og byggð norrænna manna í Ameríku dó út aftur þannig að þetta hafði lítil áhrif á mannkynssöguna. Hins vegar kom mikið flóð af fólki frá Evrópu tll Ameríku eftir að Kólumbus „fann“ Ameríku aftur árið 1492, og núna er mikill meirihluti af íbúum Ameríku af evrópsku bergi brotinn.

Svo er enn annað skrýtið við þessa sögu, að við skulum kalla fólkið sem var þarna á undan Kólumbusi „Indíána“. Skýringin á því er sú að Kólumbus ætlaði sér að fara til Indlands; hann hafði ekki hugmynd um að Ameríka væri þarna í veginum og hélt að hann væri kominn til Asíu. Þess vegna kallaði hann íbúana Indíána og það nafn festist þrátt fyrir misskilninginn sem upplýstist ekki endanlega fyrr en eftir að Kólumbus dó.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...