Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi staðfesti hins vegar veru þeirra í Norður-Ameríku um árið 1000.

Fornleifum þessum ber því saman við ritaðar heimildir sem segja að norrænir menn hafi stigið fæti á lítt þekkta (við getum ekki talað um óþekkta) heimsálfu á svipuðum tíma. Er þar um að ræða Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða auk eldra rits þýska prestsins Adams frá Brimum.

Í stuttu máli sagt eru engar áþreifanlegar sannanir til um að Leifur heppni hafi „fundið“ Ameríku. Við Íslendingar höfum þó það val, og tilhneigingu, að taka mark á heimildum rituðum 1-2 öldum eftir að landafundurinn átti sér stað.

Áhugasömum lesendum skal bent á Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu á vefsetri Netútgáfunnar

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

8.7.2003

Spyrjandi

Tómas Guðmundsson, f. 1988

Tilvísun

UÁ. „Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2003. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3566.

UÁ. (2003, 8. júlí). Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3566

UÁ. „Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2003. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3566>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi staðfesti hins vegar veru þeirra í Norður-Ameríku um árið 1000.

Fornleifum þessum ber því saman við ritaðar heimildir sem segja að norrænir menn hafi stigið fæti á lítt þekkta (við getum ekki talað um óþekkta) heimsálfu á svipuðum tíma. Er þar um að ræða Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða auk eldra rits þýska prestsins Adams frá Brimum.

Í stuttu máli sagt eru engar áþreifanlegar sannanir til um að Leifur heppni hafi „fundið“ Ameríku. Við Íslendingar höfum þó það val, og tilhneigingu, að taka mark á heimildum rituðum 1-2 öldum eftir að landafundurinn átti sér stað.

Áhugasömum lesendum skal bent á Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu á vefsetri Netútgáfunnar

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...