Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?

Konráð Pálmason

Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng.

Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna má aronsvönd (vex til dæmis við Mývatn) og ljósalyng sem er þó afar sjaldgæft. Ýmsar pottaplöntur, sem algengar eru á heimilum, einnig fjölærar plöntur, tré og runnar í görðum, geta þó borið eitruð ber og eru jafnvel allir hlutar plantnanna eitraðir.

Nánari upplýsingar um skaðlegar jurtir má finna á vef Lýðheilsustöðvar. Hægt er að fá ýmsar upplýsingar um villt ber í íslenskri náttúru, tínslu þeirra og nýtingu á vefnum berjavinir.com.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Flickr. Höfundur myndar: Álfheiður Magnúsdóttir. Sótt 14.9.2010.

Höfundur

áhugamaður um ber og nýtingu þeirra

Útgáfudagur

16.9.2010

Spyrjandi

Tinna Ósk Kristjánsdóttir

Tilvísun

Konráð Pálmason. „Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn, 16. september 2010, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57140.

Konráð Pálmason. (2010, 16. september). Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57140

Konráð Pálmason. „Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2010. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57140>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?
Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng.

Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna má aronsvönd (vex til dæmis við Mývatn) og ljósalyng sem er þó afar sjaldgæft. Ýmsar pottaplöntur, sem algengar eru á heimilum, einnig fjölærar plöntur, tré og runnar í görðum, geta þó borið eitruð ber og eru jafnvel allir hlutar plantnanna eitraðir.

Nánari upplýsingar um skaðlegar jurtir má finna á vef Lýðheilsustöðvar. Hægt er að fá ýmsar upplýsingar um villt ber í íslenskri náttúru, tínslu þeirra og nýtingu á vefnum berjavinir.com.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Flickr. Höfundur myndar: Álfheiður Magnúsdóttir. Sótt 14.9.2010....