Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madagaskar og hugsanlega til Austur-Afríku allt að 400 árum fyrir Krist. Líklega bárust bananar ekki til Miðausturlanda fyrr en með múslímum á miðöldum. Þaðan dreifðust þeir síðan til Evrópu. Fljótlega eftir að Evrópumenn uppgötvuðu Ameríku var farið að rækta banana á eyjum Karíbahafsins og seinna í allri Mið-Ameríku.

Bananar hafa verið ræktaðir í mörg þúsund ár og margs konar yrki hafa þróast, jafnvel allt að 1000. Uppruna flestra er þó hægt að rekja til tveggja tegunda.

Bananar sem við höfum aðgang að á mörkuðum og í verslunum nú á dögum eru mestmegnis komnir af tveimur villtum tegundum, það er Musa acuminata og Musa balbisiana. Af þessum tegundum hafa verið ræktuð fjölmörg afbrigði eða yrki en einnig hafa þessar tegundir verið krossræktaðar þannig að útkoman er blendingsyrki. Heildarfjöldi ræktunarafbrigða er ekki þekktur en áætlað er að þau geti verið á bilinu 300-1000. Eins og gefur að skilja eru þessi fjölmörgu yrki mismunandi. Stundum er þeim einfaldlega skipt í tvo hópa, annars vegar þessa mjúku sætu banana sem við þekkjum best og hins vegar þá sem kallast á sumum erlendum málum plantains eða mjölbanana. Þeir eru frekar notaðir til matargerðar. Þessi tvískipting er hins vegar mikil einföldun.

Bananar sem eru til sölu í verslunum víðast á Vesturlöndum eru aðallega af einu yrki sem kallast Cavendish. Það kemur upprunalega frá Kína. Í ágætri grein um banana í Bændablaðinu eftir Vilmund Hansen garðyrkjufræðing segir meðal annars um þetta Cavendish-yrkið:

Ræktun þess var almenn um 1950 og tók það við af yrkinu Gros Michel sem var óræktunarhæft vegna sveppasýkingar sem lagðist á rætur plantnanna og kallast Panamaveiki. Cavendish-bananar þykja ekki jafn bragðgóðir og Gros Michel en líf- og geymslutími þess er lengri.

Yrkið Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan er Fusarium-sveppur sem hefur breiðst hratt út og drepur plönturnar. Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Fiji-eyjum um Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Sveppurinn, sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4, hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Taívan. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni og yfir til Mið-Ameríku.

Á sama tíma og sýking vegna sveppsins breiðist út hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðinn fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish.

Þessi sveppur sem ógnar bananaframleiðslu í heiminum getur haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega fyrir fátækari lönd heims því samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru bananar fjórða mikilvægasta matvaran í þróunarríkjum heimsins.

Cavendish-bananar eru þeir bananar sem við þekkjum best.

Bananaplöntur eru ræktaðar í yfir 100 löndum og þá ekki aðeins vegna ávaxtanna heldur einnig sem skrautjurtir, plönturnar eru trefjakenndar og trefjarnar eru notaðar til framleiðslu ýmissa hluta en einnig eru bananaplöntur ræktaðar til vín- og bjórframleiðslu. Árið 2013 var heimsframleiðslan á banönum um 144 milljón tonn. Indverjar rækta mest allar, með um 19% en þar á eftir koma Kínverjar með um 8%. Aðeins um 15% heimsframleiðslunnar fer á alþjóðlegan markað. Helstu útflytjendur banana eru Ameríkuríkin Ekvador, Gvatemala, Kosta Ríka og Kólumbía, auk Filippseyja.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.7.2016

Spyrjandi

Frosti Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2016, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71763.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 22. júlí). Hvað eru til margar bananategundir í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71763

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2016. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71763>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?
Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madagaskar og hugsanlega til Austur-Afríku allt að 400 árum fyrir Krist. Líklega bárust bananar ekki til Miðausturlanda fyrr en með múslímum á miðöldum. Þaðan dreifðust þeir síðan til Evrópu. Fljótlega eftir að Evrópumenn uppgötvuðu Ameríku var farið að rækta banana á eyjum Karíbahafsins og seinna í allri Mið-Ameríku.

Bananar hafa verið ræktaðir í mörg þúsund ár og margs konar yrki hafa þróast, jafnvel allt að 1000. Uppruna flestra er þó hægt að rekja til tveggja tegunda.

Bananar sem við höfum aðgang að á mörkuðum og í verslunum nú á dögum eru mestmegnis komnir af tveimur villtum tegundum, það er Musa acuminata og Musa balbisiana. Af þessum tegundum hafa verið ræktuð fjölmörg afbrigði eða yrki en einnig hafa þessar tegundir verið krossræktaðar þannig að útkoman er blendingsyrki. Heildarfjöldi ræktunarafbrigða er ekki þekktur en áætlað er að þau geti verið á bilinu 300-1000. Eins og gefur að skilja eru þessi fjölmörgu yrki mismunandi. Stundum er þeim einfaldlega skipt í tvo hópa, annars vegar þessa mjúku sætu banana sem við þekkjum best og hins vegar þá sem kallast á sumum erlendum málum plantains eða mjölbanana. Þeir eru frekar notaðir til matargerðar. Þessi tvískipting er hins vegar mikil einföldun.

Bananar sem eru til sölu í verslunum víðast á Vesturlöndum eru aðallega af einu yrki sem kallast Cavendish. Það kemur upprunalega frá Kína. Í ágætri grein um banana í Bændablaðinu eftir Vilmund Hansen garðyrkjufræðing segir meðal annars um þetta Cavendish-yrkið:

Ræktun þess var almenn um 1950 og tók það við af yrkinu Gros Michel sem var óræktunarhæft vegna sveppasýkingar sem lagðist á rætur plantnanna og kallast Panamaveiki. Cavendish-bananar þykja ekki jafn bragðgóðir og Gros Michel en líf- og geymslutími þess er lengri.

Yrkið Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan er Fusarium-sveppur sem hefur breiðst hratt út og drepur plönturnar. Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Fiji-eyjum um Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Sveppurinn, sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4, hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Taívan. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni og yfir til Mið-Ameríku.

Á sama tíma og sýking vegna sveppsins breiðist út hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðinn fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish.

Þessi sveppur sem ógnar bananaframleiðslu í heiminum getur haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega fyrir fátækari lönd heims því samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru bananar fjórða mikilvægasta matvaran í þróunarríkjum heimsins.

Cavendish-bananar eru þeir bananar sem við þekkjum best.

Bananaplöntur eru ræktaðar í yfir 100 löndum og þá ekki aðeins vegna ávaxtanna heldur einnig sem skrautjurtir, plönturnar eru trefjakenndar og trefjarnar eru notaðar til framleiðslu ýmissa hluta en einnig eru bananaplöntur ræktaðar til vín- og bjórframleiðslu. Árið 2013 var heimsframleiðslan á banönum um 144 milljón tonn. Indverjar rækta mest allar, með um 19% en þar á eftir koma Kínverjar með um 8%. Aðeins um 15% heimsframleiðslunnar fer á alþjóðlegan markað. Helstu útflytjendur banana eru Ameríkuríkin Ekvador, Gvatemala, Kosta Ríka og Kólumbía, auk Filippseyja.

Heimildir og myndir:

...