Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?

Sigurður Steinþórsson

Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn haustið 1787 án þess að ljúka prófi. Ástæðan var sennilega sú, að ári áður gekk bólusótt á Suðurlandi og sendi Sveinn föður sínum á Steinsstöðum bóluvessa úr sýktu fólki og ráðlagði honum að bólusetja systkini sín til varnar veikinni. (Þetta var 10 árum áður en enski læknirinn Edward Jenner sýndi fram á gagnsemi bólusetningar gegn kúabólu.) Þegar bólusótt kom svo upp í Skagafirði seinna um sumarið var hún rakin til sendingar Sveins og hann kærður fyrir stiftamtmanni. Sveinn var að lokum sýknaður, en ýmsir þeirra sem að málarekstrinum gegn honum stóðu hefðu verið prófdómarar við læknapróf hans. Því þótti landlækni og fleiri velunnurum Sveins að ráði að hann sigldi próflaus.

Í Kaupmannahöfn opnaðist Sveini ný veröld fegurðar og unaðar — leikhús, sönglist, málverkasöfn, bókhlöður — sem hann þó gat minna stundað en hann vildi sökum fátæktar, og harmaði það alla ævi. En jafnframt fékk hann brennandi áhuga á náttúruvísindum sem hann kynntist að hluta gegnum læknanámið (einkum grasa- og steinafræði). Læknanámið stundaði hann samt af kappi, en þegar styrktíma hans lauk vorið 1791 sá hann ekki fram á að geta þraukað í Höfn ár í viðbót til að ljúka því námi. Því fór hann að ráði náttúrufræðikennara síns og lauk prófi í steina- og grasafræði frá Hafnarháskóla, fyrstur manna í Danmörku. Þar réð nokkru von um kennarastarf við latínuskólann í Reykjavík, en ekki síður að nýstofnað (1789) náttúrufræðifélag, Naturhistorie Selskabet, lofaði honum fjögurra ára ferðastyrk til Íslands að prófinu loknu.

Sveinn kom til Reykjavíkur síðsumars 1791 með von í brjósti að eiga afturkvæmt til Hafnar að ljúka læknanáminu. Ekki gekk það eftir, en í hönd fóru rannsóknaferðir í fjögur sumur. Vetursetu fékk hann hjá Skúla landfógeta í Viðey; ekkert færi lét hann ónotað til náttúruskoðunar en sinnti einnig lækningum, því margir leituðu til hans, og var svo jafnan á ferðum hans.

Sumrin 1791-94 ferðaðist Sveinn um mikinn hluta landsins, frá Mýrum suður og austur um Djúpavog, Fljótsdal og Mývatnssveit til Skagafjarðar, og þaðan fjallvegi suður. Snæfellsnes, Vestfirði og Húnavatnssýslu skoðaði hann ekki, né heldur NA-hornið. Árlega sendi hann fjölda náttúrugripa — plöntur, dýr og steina — sem og skýrslur um ferðir sínar til Náttúrufræðifélagsins og voru tvær þær fyrstu prentaðar í skýrslu félagsins, en síðan fékk hann ekki staf prentaðan hjá því né öðrum.

Haustið 1794 var lokið náttúrufræðiferðum Sveins fyrir utan nokkrar minni ferðir á eigin vegum. En alla ævi hafði hann opin augu fyrir náttúrunni, og skrifaði margt í dagbækur sínar sem hann hélt nánast til dauðadags 1840. Ferðirnar höfðu þó orðið Sveini örðugri og árangursminni en ella hefði verið vegna vanefna Náttúrufræðifélagsins danska við greiðslu styrkjanna, og ekki bætti úr skák öfund ýmissa Íslendinga og rógmæli um Svein við stjórn félagsins. Allt um það telja menn að hróður Ferðabókar Sveins, hefði hún komið út á sínum tíma, hefði orðið engu minni en Ferðabókar Eggerts og Bjarna aldarþriðjungi fyrr.

Veturinn eftir síðustu ferðina (1794-95) og næsta sumar bjó Sveinn hjá Vigfúsi sýslumanni Þórarinssyni á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þar var þá Þórunn, dóttir Bjarna Pálssonar landlæknis og dótturdóttir Skúla fógeta, en kærleikar höfðu tekist með þeim Sveini meðan þau voru bæði saman í Viðey. Nú varð Sveinn að ákveða hvort hann kvæntist eða freistaði þess að ljúka læknanámi í Höfn, og varð hið fyrrnefnda ofan á — Þórunn var þá tæpra 19 ára en Sveinn 33ja. Þau Þórunn bjuggu 12 ár að Kotmúla í Fljótshlíð en síðan í Vík í Mýrdal, eignuðust 15 börn og komust 7 til fullorðinsára.



Í Vík í Mýrdal bjó Sveinn í nágrenni eldfjalla og jökla.

Árið 1799 var Sveini veitt nýstofnað læknishérað sem náði yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja. Svo mikið orð fór þó af læknisdómum Sveins að hann var sóttur allt frá Reykjavík til Djúpavogs, og eins og nærri má geta kom það sér vel að Sveinn var annálað hraustmenni og ferðamaður. Launin voru svo lág að til að framfleyta fjölskyldu sinni mátti hann, eftir því sem friður fékkst frá læknisstörfum, stunda sjóróðra og búskap, en kona hans var þó slíkur skörungur að hún sá um búskapinn meðan hann var fjarverandi. Sveinn var skipaður landlæknir eitt ár eftir Jón Sveinsson en fékk þó ekki embættið heldur danskættaður maður, Tomas Klog, sem hafði læknaprófið umfram Svein. Sveinn lét af embætti 1833 og lést 1840, á síðasta degi 78. aldursárs síns. Hann var grafinn að Reyniskirkju í Mýrdal.

Sveinn Pálsson var afkastamikill rithöfundur, allt frá námsárum sínum í Kaupmannahöfn, og var sískrifandi hvenær sem næði gafst. Prentað frá hans hendi, auk tveggja fyrrnefndra ferðaskýrslna, eru ýmsar greinar um læknisfræði og náttúrufræði í Ritum Lærdómslistafélagsins í Höfn og í Klausturpósti og fleiri ritum sem Magnús Stephensen gaf út. Þá voru prentaðar tvær þýðingar hans á ritum um læknisfræði og ævisögur Bjarna Pálssonar landlæknis og Jóns Eiríkssonar konferensráðs.

En höfuðrit Sveins, Ferðabókin ásamt fylgiritgerðum hennar Jöklariti og Eldriti kom ekki út fyrr en 1945, þýdd á íslensku af Jóni Eyþórssyni, Pálma Hannessyni og Steindóri Steindórssyni. Handritið keypti Jónas Hallgrímsson handa Bókmenntafélaginu af erfingjum Sveins árið 1840, á leið Jónasar um Vík austur á land. „Er mælt að Jónas fengi litlar þakkir fyrir, og hefir þó því ágæta félagi sennilega fátt borist jafngott, og því síður betra,“ segir Steindór Steindórsson. En þótt handriti Sveins væri borgið, þá lá það gleymt fram yfir 1880 er Þorvaldur Thoroddsen tók það til meðferðar og ritaði rækilega um það og Svein í Landfræðissögu sinni. Norskur maður, Amund Helland, birti síðan Eldritið og kafla úr Jöklaritinu í Turistforeningens årbog 1882 og 1883.

Sveinn gekk á nokkur hæstu fjöll landsins, Eyjafjallajökul 16. ágúst 1793 og síðan Heklu 22. ágúst. Árið eftir gekk hann á Öræfajökul fyrstur manna, 11. ágúst 1794, og í þeirri göngu opnaðist honum skilningur á eðli skriðjökla, er hann horfði yfir Kvíárjökul.

Yfirborð hans sýndist allt vera alsett bogadregnum rákum, er lágu þvert yfir jökulinn, einkum uppi við meginjökulinn, og vissu bogakúpurnar fram að láglendinu, alveg eins og fjalljökull þessi hefði runnið fram hálfbráðinn eða sem þykkt seigfljótandi efni. Skyldi þetta ekki vera nokkur sönnun þess, að ísinn sé í eðli sínu — án þess að bráðna — fljótandi að nokkru leyti líkt og ýmsar tegundir af harpixi.



Kvíárjökull séð til norðvesturs, Hvannadalshnúkur i baksýni.

Um Jöklaritið skrifar Jón Eyþórsson:

Hefði ritgerð Sveins Pálssonar verið prentuð um 1795, mundi hún hafa staðið sem óumdeilt öndvegisrit við hliðina á ritum de Saussures um hálfa öld, uns þeir Agassiz, Forbes, Tyndall o.fl. hófust handa um skipulegar jöklarannsóknir. Um íslenzka jökla var engri teljandi þekkingu bætt við, unz Þorvaldur Thoroddsen hóf rannsóknir sínar, um 100 árum eftir að Sveinn samdi Jöklarit sitt.

Í Eldritinu lýsti Sveinn eldfjöllum og jók mörgu við þekkinguna á þeim. Í ferðinni 1794 fór hann upp að Lakagígum og sá að hraunin höfðu ekki komið úr fjallinu Laka, eins og Magnús Stephensen og Sæmundur Hólm höfðu haldið fram, heldur úr gígaröð sem stefndi suðvestur-norðaustur. Virtist honum sem hraunelfan sem kom niður Skaftárgljúfur hefði komið úr gígum vestan við Laka, en hraunið sem kom niður Hverfisfljót úr gígum austan við Laka. Enn fremur gerir hann þar grein fyrir aðaleldfjallasvæði landsins og bendir þar á – fyrstur manna – að eldfjallabeltið liggi þvert yfir landið frá SV til NA.

Einnig lýsti Sveinn Kötlugosinu 1823 nákvæmlega.
Hann lýsir blágrýtisfjöllum betur og af meiri skilningi en áður var . . . og halla blágrýtislaganna í átt að miðju landsins og ætlar hann til kominn við það að miðbik landsins hafi sigið. Hann rannsakaði fornar sjávarminjar og fann margt nýtt í þeim efnum og leiddi fyrstur manna rök að því, að Suðurlandsundirlendið hefði allt verið undir sjó á sínum tíma. Margar athuganir gerði hann á laugum og hverum og margt mætti fleira telja. Merkilegastar eru þó jöklarannsóknir hans. Hann gerði uppdrátt af fjórum mestu jöklum landsins betri en áður þekktist. Hann varð fyrstur manna í heimi til að skilja hið rétta eðli skriðjökla, sem áður er getið, og hann lýsir eðli og áhrifum jökla til landmótunar allnákvæmlega. Fyrstur manna fann hann gabbró hér á landi á Breiðamerkursandi og hyggur það vera undirstöðu landsins. Auk þess safnaði hann skýrslum um breytingar skriðjöklanna, jökulhlaup og eyðingu byggða og öðru því er snerti sögu jöklanna,
skrifar Steindór Steindórsson.

Í grasafræði gerði Sveinn margar athuganir sem koma víða fram í Ferðabók og dagbókum. Hann samdi grasafræðikver sem hét Grundvöllur grasafræðinnar en ekkert varð úr prentun og telur Þorvaldur Thoroddsen að handritið hafi tapast. Einnig safnaði hann plöntum fyrir enska grasafræðinginn Hooker, og er þeirra og athugunum Sveins getið í ferðabók Hookers.

Heimildir og myndir:

  • Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Snælandsútgáfan. Reykjavík 1945.
  • Jón Eyþórsson. Um höfundinn og verk hans. Formáli að Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Snælandsútgáfan. Reykjavík 1945.
  • Steindór Steindórsson. Íslenskir náttúrufræðingar 1600-1900. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1981.
  • Mynd af Sveini Pálssyni er frá 1797 og eftir Sæmund Hólm. Sótt á Mbl.is 25. 2. 2011.
  • Myndir frá Vík í Mýrdal og af Kvíárjökli: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 25. 2 .2011.


Hér er einnig svarað fyrirspurninni:
Mig langar til að biðja um helstu upplýsingar um

Svein Pálsson lækni í Vík.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.2.2011

Spyrjandi

M.G., ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58694.

Sigurður Steinþórsson. (2011, 25. febrúar). Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58694

Sigurður Steinþórsson. „Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58694>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?
Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn haustið 1787 án þess að ljúka prófi. Ástæðan var sennilega sú, að ári áður gekk bólusótt á Suðurlandi og sendi Sveinn föður sínum á Steinsstöðum bóluvessa úr sýktu fólki og ráðlagði honum að bólusetja systkini sín til varnar veikinni. (Þetta var 10 árum áður en enski læknirinn Edward Jenner sýndi fram á gagnsemi bólusetningar gegn kúabólu.) Þegar bólusótt kom svo upp í Skagafirði seinna um sumarið var hún rakin til sendingar Sveins og hann kærður fyrir stiftamtmanni. Sveinn var að lokum sýknaður, en ýmsir þeirra sem að málarekstrinum gegn honum stóðu hefðu verið prófdómarar við læknapróf hans. Því þótti landlækni og fleiri velunnurum Sveins að ráði að hann sigldi próflaus.

Í Kaupmannahöfn opnaðist Sveini ný veröld fegurðar og unaðar — leikhús, sönglist, málverkasöfn, bókhlöður — sem hann þó gat minna stundað en hann vildi sökum fátæktar, og harmaði það alla ævi. En jafnframt fékk hann brennandi áhuga á náttúruvísindum sem hann kynntist að hluta gegnum læknanámið (einkum grasa- og steinafræði). Læknanámið stundaði hann samt af kappi, en þegar styrktíma hans lauk vorið 1791 sá hann ekki fram á að geta þraukað í Höfn ár í viðbót til að ljúka því námi. Því fór hann að ráði náttúrufræðikennara síns og lauk prófi í steina- og grasafræði frá Hafnarháskóla, fyrstur manna í Danmörku. Þar réð nokkru von um kennarastarf við latínuskólann í Reykjavík, en ekki síður að nýstofnað (1789) náttúrufræðifélag, Naturhistorie Selskabet, lofaði honum fjögurra ára ferðastyrk til Íslands að prófinu loknu.

Sveinn kom til Reykjavíkur síðsumars 1791 með von í brjósti að eiga afturkvæmt til Hafnar að ljúka læknanáminu. Ekki gekk það eftir, en í hönd fóru rannsóknaferðir í fjögur sumur. Vetursetu fékk hann hjá Skúla landfógeta í Viðey; ekkert færi lét hann ónotað til náttúruskoðunar en sinnti einnig lækningum, því margir leituðu til hans, og var svo jafnan á ferðum hans.

Sumrin 1791-94 ferðaðist Sveinn um mikinn hluta landsins, frá Mýrum suður og austur um Djúpavog, Fljótsdal og Mývatnssveit til Skagafjarðar, og þaðan fjallvegi suður. Snæfellsnes, Vestfirði og Húnavatnssýslu skoðaði hann ekki, né heldur NA-hornið. Árlega sendi hann fjölda náttúrugripa — plöntur, dýr og steina — sem og skýrslur um ferðir sínar til Náttúrufræðifélagsins og voru tvær þær fyrstu prentaðar í skýrslu félagsins, en síðan fékk hann ekki staf prentaðan hjá því né öðrum.

Haustið 1794 var lokið náttúrufræðiferðum Sveins fyrir utan nokkrar minni ferðir á eigin vegum. En alla ævi hafði hann opin augu fyrir náttúrunni, og skrifaði margt í dagbækur sínar sem hann hélt nánast til dauðadags 1840. Ferðirnar höfðu þó orðið Sveini örðugri og árangursminni en ella hefði verið vegna vanefna Náttúrufræðifélagsins danska við greiðslu styrkjanna, og ekki bætti úr skák öfund ýmissa Íslendinga og rógmæli um Svein við stjórn félagsins. Allt um það telja menn að hróður Ferðabókar Sveins, hefði hún komið út á sínum tíma, hefði orðið engu minni en Ferðabókar Eggerts og Bjarna aldarþriðjungi fyrr.

Veturinn eftir síðustu ferðina (1794-95) og næsta sumar bjó Sveinn hjá Vigfúsi sýslumanni Þórarinssyni á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þar var þá Þórunn, dóttir Bjarna Pálssonar landlæknis og dótturdóttir Skúla fógeta, en kærleikar höfðu tekist með þeim Sveini meðan þau voru bæði saman í Viðey. Nú varð Sveinn að ákveða hvort hann kvæntist eða freistaði þess að ljúka læknanámi í Höfn, og varð hið fyrrnefnda ofan á — Þórunn var þá tæpra 19 ára en Sveinn 33ja. Þau Þórunn bjuggu 12 ár að Kotmúla í Fljótshlíð en síðan í Vík í Mýrdal, eignuðust 15 börn og komust 7 til fullorðinsára.



Í Vík í Mýrdal bjó Sveinn í nágrenni eldfjalla og jökla.

Árið 1799 var Sveini veitt nýstofnað læknishérað sem náði yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja. Svo mikið orð fór þó af læknisdómum Sveins að hann var sóttur allt frá Reykjavík til Djúpavogs, og eins og nærri má geta kom það sér vel að Sveinn var annálað hraustmenni og ferðamaður. Launin voru svo lág að til að framfleyta fjölskyldu sinni mátti hann, eftir því sem friður fékkst frá læknisstörfum, stunda sjóróðra og búskap, en kona hans var þó slíkur skörungur að hún sá um búskapinn meðan hann var fjarverandi. Sveinn var skipaður landlæknir eitt ár eftir Jón Sveinsson en fékk þó ekki embættið heldur danskættaður maður, Tomas Klog, sem hafði læknaprófið umfram Svein. Sveinn lét af embætti 1833 og lést 1840, á síðasta degi 78. aldursárs síns. Hann var grafinn að Reyniskirkju í Mýrdal.

Sveinn Pálsson var afkastamikill rithöfundur, allt frá námsárum sínum í Kaupmannahöfn, og var sískrifandi hvenær sem næði gafst. Prentað frá hans hendi, auk tveggja fyrrnefndra ferðaskýrslna, eru ýmsar greinar um læknisfræði og náttúrufræði í Ritum Lærdómslistafélagsins í Höfn og í Klausturpósti og fleiri ritum sem Magnús Stephensen gaf út. Þá voru prentaðar tvær þýðingar hans á ritum um læknisfræði og ævisögur Bjarna Pálssonar landlæknis og Jóns Eiríkssonar konferensráðs.

En höfuðrit Sveins, Ferðabókin ásamt fylgiritgerðum hennar Jöklariti og Eldriti kom ekki út fyrr en 1945, þýdd á íslensku af Jóni Eyþórssyni, Pálma Hannessyni og Steindóri Steindórssyni. Handritið keypti Jónas Hallgrímsson handa Bókmenntafélaginu af erfingjum Sveins árið 1840, á leið Jónasar um Vík austur á land. „Er mælt að Jónas fengi litlar þakkir fyrir, og hefir þó því ágæta félagi sennilega fátt borist jafngott, og því síður betra,“ segir Steindór Steindórsson. En þótt handriti Sveins væri borgið, þá lá það gleymt fram yfir 1880 er Þorvaldur Thoroddsen tók það til meðferðar og ritaði rækilega um það og Svein í Landfræðissögu sinni. Norskur maður, Amund Helland, birti síðan Eldritið og kafla úr Jöklaritinu í Turistforeningens årbog 1882 og 1883.

Sveinn gekk á nokkur hæstu fjöll landsins, Eyjafjallajökul 16. ágúst 1793 og síðan Heklu 22. ágúst. Árið eftir gekk hann á Öræfajökul fyrstur manna, 11. ágúst 1794, og í þeirri göngu opnaðist honum skilningur á eðli skriðjökla, er hann horfði yfir Kvíárjökul.

Yfirborð hans sýndist allt vera alsett bogadregnum rákum, er lágu þvert yfir jökulinn, einkum uppi við meginjökulinn, og vissu bogakúpurnar fram að láglendinu, alveg eins og fjalljökull þessi hefði runnið fram hálfbráðinn eða sem þykkt seigfljótandi efni. Skyldi þetta ekki vera nokkur sönnun þess, að ísinn sé í eðli sínu — án þess að bráðna — fljótandi að nokkru leyti líkt og ýmsar tegundir af harpixi.



Kvíárjökull séð til norðvesturs, Hvannadalshnúkur i baksýni.

Um Jöklaritið skrifar Jón Eyþórsson:

Hefði ritgerð Sveins Pálssonar verið prentuð um 1795, mundi hún hafa staðið sem óumdeilt öndvegisrit við hliðina á ritum de Saussures um hálfa öld, uns þeir Agassiz, Forbes, Tyndall o.fl. hófust handa um skipulegar jöklarannsóknir. Um íslenzka jökla var engri teljandi þekkingu bætt við, unz Þorvaldur Thoroddsen hóf rannsóknir sínar, um 100 árum eftir að Sveinn samdi Jöklarit sitt.

Í Eldritinu lýsti Sveinn eldfjöllum og jók mörgu við þekkinguna á þeim. Í ferðinni 1794 fór hann upp að Lakagígum og sá að hraunin höfðu ekki komið úr fjallinu Laka, eins og Magnús Stephensen og Sæmundur Hólm höfðu haldið fram, heldur úr gígaröð sem stefndi suðvestur-norðaustur. Virtist honum sem hraunelfan sem kom niður Skaftárgljúfur hefði komið úr gígum vestan við Laka, en hraunið sem kom niður Hverfisfljót úr gígum austan við Laka. Enn fremur gerir hann þar grein fyrir aðaleldfjallasvæði landsins og bendir þar á – fyrstur manna – að eldfjallabeltið liggi þvert yfir landið frá SV til NA.

Einnig lýsti Sveinn Kötlugosinu 1823 nákvæmlega.
Hann lýsir blágrýtisfjöllum betur og af meiri skilningi en áður var . . . og halla blágrýtislaganna í átt að miðju landsins og ætlar hann til kominn við það að miðbik landsins hafi sigið. Hann rannsakaði fornar sjávarminjar og fann margt nýtt í þeim efnum og leiddi fyrstur manna rök að því, að Suðurlandsundirlendið hefði allt verið undir sjó á sínum tíma. Margar athuganir gerði hann á laugum og hverum og margt mætti fleira telja. Merkilegastar eru þó jöklarannsóknir hans. Hann gerði uppdrátt af fjórum mestu jöklum landsins betri en áður þekktist. Hann varð fyrstur manna í heimi til að skilja hið rétta eðli skriðjökla, sem áður er getið, og hann lýsir eðli og áhrifum jökla til landmótunar allnákvæmlega. Fyrstur manna fann hann gabbró hér á landi á Breiðamerkursandi og hyggur það vera undirstöðu landsins. Auk þess safnaði hann skýrslum um breytingar skriðjöklanna, jökulhlaup og eyðingu byggða og öðru því er snerti sögu jöklanna,
skrifar Steindór Steindórsson.

Í grasafræði gerði Sveinn margar athuganir sem koma víða fram í Ferðabók og dagbókum. Hann samdi grasafræðikver sem hét Grundvöllur grasafræðinnar en ekkert varð úr prentun og telur Þorvaldur Thoroddsen að handritið hafi tapast. Einnig safnaði hann plöntum fyrir enska grasafræðinginn Hooker, og er þeirra og athugunum Sveins getið í ferðabók Hookers.

Heimildir og myndir:

  • Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Snælandsútgáfan. Reykjavík 1945.
  • Jón Eyþórsson. Um höfundinn og verk hans. Formáli að Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Snælandsútgáfan. Reykjavík 1945.
  • Steindór Steindórsson. Íslenskir náttúrufræðingar 1600-1900. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1981.
  • Mynd af Sveini Pálssyni er frá 1797 og eftir Sæmund Hólm. Sótt á Mbl.is 25. 2. 2011.
  • Myndir frá Vík í Mýrdal og af Kvíárjökli: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 25. 2 .2011.


Hér er einnig svarað fyrirspurninni:
Mig langar til að biðja um helstu upplýsingar um

Svein Pálsson lækni í Vík.
...