Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Steinþórsson

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf en jarðfræðin tók æ meira af tíma hans og orku uns hann sneri sér alfarið að henni árið 1827. Áður hafði hann farið allvíða í jarðfræðilegum tilgangi, 1823 til Frakklands þar sem hann hitti meðal annarra náttúrufræðingana Cuvier (1769-1832) og Humboldt (1769-1859), og um Skotland ári síðar með Buckland þeim sem kveikt hafði í honum jarðfræðiáhugann í Oxford. Árið 1828 skoðaði hann eldfjallasvæðin í Auvergne í Frakklandi ásamt Murchison (1792-1871), öðrum frægum jarðfræðingi, og hélt síðan til Ítalíu til að rannsaka tertíer-setlög. Þar datt honum í hug að skipta tertíer-tímabilinu í þrjár deildir á grundvelli skeljasteingervinga. Deildirnar nefndi hann eósen, míósen og plíósen, nöfn sem enn eru notuð.

Um þessar mundir var Lyell byrjaður að vinna að frægasta verki sínu, The Principles of Geology, Lögmál jarðfræðinnar, sem út kom í þremur bindum á árunum 1830-1833. Bókin varð feikilega áhrifamikil og kom út 11 sinnum, aukin og endurbætt, meðan Lyell lifði. Með bókinni þótti höfundur bera til sigurs sístöðuhyggju (e. uniformitarianism) landa síns, Skotans James Huttons (1726-1797), og lýst var með orðunum „nútíminn er lykill að fortíðinni“ (e. The present is a key to the past). Reyndar var sístöðuhyggjan falin í undirtitli bókarinnar: Tilraun til að skýra fyrri breytingar yfirborðs jarðar með ferlum sem enn eru að verki.

Sú kenning, sem þarna var kveðin niður, heitir hamfarahyggja (e. catastrophism), og þá var talsvert útbreidd meðal jarðfræðinga: Að jarðlögin hafi myndast og mótast við hamfarir sem nú eigi sér engar líkar, allt líf þurrkast út mörgum sinnum og fullkomnari tegundir skapaðar í staðinn. Nóaflóðið var talið vera síðasta hrinan af þessu tagi og ýmsar jökulminjar raktar til þess. Þá datt fáum í hug að ísaldarjöklar hefðu fyrrum hulið löndin, þannig að fyrirbæri eins og grettistök gat verið erfitt að skýra. Þegar Lyell frétti af fyrirhugaðri ferð HMS Beagle til Suður-Ameríku og áfram kringum heiminn, bað hann FitzRoy skipstjóra að svipast um eftir grettistökum. Og rétt áður en skipið lagði upp í ferðina 27. desember 1831 gaf FitzRoy hinum unga Charles Darwin (1809-1882) eintak af fyrsta hefti Lögmáls jarðfræðinnar, en Darwin átti að vera náttúrufræðingur leiðangursins. Annað heftið fékk hann svo sent til Chile þremur árum seinna, en þar er talsvert fjallað um þróunarkenningu Lamarcks (1744-1829), sem Lyell hafnaði. Bókin hafði mjög mótandi áhrif á Darwin, enda gerði hann ýmsar merkar jarðfræðiathuganir í ferðinni og tvær bækur skildi hann aldrei við sig: Lögmál Lyells og Kosmos Humboldts.



Lögmál jarðfræðinnar kom út í þremur bindum á árunum 1830-1833 og hafði mikil áhrif á hugmyndir manna um jarðfræði.

Árið 1834 fór Lyell til Danmerkur og Svíþjóðar og aftur til Danmerkur og Noregs 1837. Í fyrri ferðinni kynntist hann Johan Forchhammer (1794-1865), jarðfræðikennara Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og síðan skrifuðust þeir á. Þá voru öll þrjú bindi Lögmáls jarðfræðinnar komin út, en illu heilli bendir ekkert til þess að Jónas hafi haft fréttir frá kennara sínum af bókinni eða þeim Hutton og Lyell. Og enska var minna útbreidd þá en síðar varð.

Lyell lagði upp í heils árs ferð um Bandaríkin og Kanada 1841 og kom víða við eins og jafnan. Meðal annars reyndi hann að meta hve hratt Niagara-fossarnir lengja gljúfur sitt og hversu mikið set fellur út árlega í óseyrum Mississippi-fljóts. Einnig rannsakaði hann bindingu lífmassa í „Fenjasvæðinu ógurlega“ (e. the Great Dismal Swamp) í Virginíufylki sem hann síðar notaði til að skýra myndun steinkola.

Þrátt fyrir ferðalögin var Lyell sískrifandi, hann gaf út fjölda vísindagreina auk allmargra bóka. Langfrægust þeirra og áhrifamest var þó Lögmál jarðfræðinnar sem hann endurskoðaði fyrir hverja nýja útgáfu í ljósi eigin reynslu og annarra. Darwin og ýmsir fleiri vinir hans töldu þó fyrstu útgáfuna best samda. Lyell naut mikillar virðingar í lífinu, var aðlaður og loks lagður til hinstu hvílu í Westminster Abbey.

Wikipedia telur tvö fjöll sem nefnd eru eftir honum, í Kaliforníu og Kanada, eitt „land“ á Grænlandi, tvo skriðjökla í Bandaríkjunum og loks gíg á tunglinu.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

20.6.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2011, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58244.

Sigurður Steinþórsson. (2011, 20. júní). Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58244

Sigurður Steinþórsson. „Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2011. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58244>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf en jarðfræðin tók æ meira af tíma hans og orku uns hann sneri sér alfarið að henni árið 1827. Áður hafði hann farið allvíða í jarðfræðilegum tilgangi, 1823 til Frakklands þar sem hann hitti meðal annarra náttúrufræðingana Cuvier (1769-1832) og Humboldt (1769-1859), og um Skotland ári síðar með Buckland þeim sem kveikt hafði í honum jarðfræðiáhugann í Oxford. Árið 1828 skoðaði hann eldfjallasvæðin í Auvergne í Frakklandi ásamt Murchison (1792-1871), öðrum frægum jarðfræðingi, og hélt síðan til Ítalíu til að rannsaka tertíer-setlög. Þar datt honum í hug að skipta tertíer-tímabilinu í þrjár deildir á grundvelli skeljasteingervinga. Deildirnar nefndi hann eósen, míósen og plíósen, nöfn sem enn eru notuð.

Um þessar mundir var Lyell byrjaður að vinna að frægasta verki sínu, The Principles of Geology, Lögmál jarðfræðinnar, sem út kom í þremur bindum á árunum 1830-1833. Bókin varð feikilega áhrifamikil og kom út 11 sinnum, aukin og endurbætt, meðan Lyell lifði. Með bókinni þótti höfundur bera til sigurs sístöðuhyggju (e. uniformitarianism) landa síns, Skotans James Huttons (1726-1797), og lýst var með orðunum „nútíminn er lykill að fortíðinni“ (e. The present is a key to the past). Reyndar var sístöðuhyggjan falin í undirtitli bókarinnar: Tilraun til að skýra fyrri breytingar yfirborðs jarðar með ferlum sem enn eru að verki.

Sú kenning, sem þarna var kveðin niður, heitir hamfarahyggja (e. catastrophism), og þá var talsvert útbreidd meðal jarðfræðinga: Að jarðlögin hafi myndast og mótast við hamfarir sem nú eigi sér engar líkar, allt líf þurrkast út mörgum sinnum og fullkomnari tegundir skapaðar í staðinn. Nóaflóðið var talið vera síðasta hrinan af þessu tagi og ýmsar jökulminjar raktar til þess. Þá datt fáum í hug að ísaldarjöklar hefðu fyrrum hulið löndin, þannig að fyrirbæri eins og grettistök gat verið erfitt að skýra. Þegar Lyell frétti af fyrirhugaðri ferð HMS Beagle til Suður-Ameríku og áfram kringum heiminn, bað hann FitzRoy skipstjóra að svipast um eftir grettistökum. Og rétt áður en skipið lagði upp í ferðina 27. desember 1831 gaf FitzRoy hinum unga Charles Darwin (1809-1882) eintak af fyrsta hefti Lögmáls jarðfræðinnar, en Darwin átti að vera náttúrufræðingur leiðangursins. Annað heftið fékk hann svo sent til Chile þremur árum seinna, en þar er talsvert fjallað um þróunarkenningu Lamarcks (1744-1829), sem Lyell hafnaði. Bókin hafði mjög mótandi áhrif á Darwin, enda gerði hann ýmsar merkar jarðfræðiathuganir í ferðinni og tvær bækur skildi hann aldrei við sig: Lögmál Lyells og Kosmos Humboldts.



Lögmál jarðfræðinnar kom út í þremur bindum á árunum 1830-1833 og hafði mikil áhrif á hugmyndir manna um jarðfræði.

Árið 1834 fór Lyell til Danmerkur og Svíþjóðar og aftur til Danmerkur og Noregs 1837. Í fyrri ferðinni kynntist hann Johan Forchhammer (1794-1865), jarðfræðikennara Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og síðan skrifuðust þeir á. Þá voru öll þrjú bindi Lögmáls jarðfræðinnar komin út, en illu heilli bendir ekkert til þess að Jónas hafi haft fréttir frá kennara sínum af bókinni eða þeim Hutton og Lyell. Og enska var minna útbreidd þá en síðar varð.

Lyell lagði upp í heils árs ferð um Bandaríkin og Kanada 1841 og kom víða við eins og jafnan. Meðal annars reyndi hann að meta hve hratt Niagara-fossarnir lengja gljúfur sitt og hversu mikið set fellur út árlega í óseyrum Mississippi-fljóts. Einnig rannsakaði hann bindingu lífmassa í „Fenjasvæðinu ógurlega“ (e. the Great Dismal Swamp) í Virginíufylki sem hann síðar notaði til að skýra myndun steinkola.

Þrátt fyrir ferðalögin var Lyell sískrifandi, hann gaf út fjölda vísindagreina auk allmargra bóka. Langfrægust þeirra og áhrifamest var þó Lögmál jarðfræðinnar sem hann endurskoðaði fyrir hverja nýja útgáfu í ljósi eigin reynslu og annarra. Darwin og ýmsir fleiri vinir hans töldu þó fyrstu útgáfuna best samda. Lyell naut mikillar virðingar í lífinu, var aðlaður og loks lagður til hinstu hvílu í Westminster Abbey.

Wikipedia telur tvö fjöll sem nefnd eru eftir honum, í Kaliforníu og Kanada, eitt „land“ á Grænlandi, tvo skriðjökla í Bandaríkjunum og loks gíg á tunglinu.

Myndir:...