Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?

Guðrún Kvaran

Í Gylfaginningu segir:
Körmt og Örmt

og Kerlaugar tvær,

þær skal Þór vaða

dag hvern

er hann dæma fer

að aski Yggdrasils,

því að Ásbrú

brenn öll loga,

heilug vötn hlóa.

Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir í Gylfaginningu.

Merking sagnarinnar er óljós þar sem um stakdæmi er að ræða. Helst er giskað á merkinguna ‛sjóða, vera heitur’. Sögnin gæti verið tengd lýsingarorðinu hlár í merkingunni ‛þíður, volgur’ og lýsingarorðinu hlær ‛hlýr, volgur, þíðviðrasamur’. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir einnig á hugsanleg tengsl við jötunheitið Hlói í þulum sem talið er skylt fornensku sögninni hlōwan, fornháþýsku hluoen ‛öskra’ (Íslensk orðsifjabók 1989:341).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.1.2012

Spyrjandi

Freysteinn Viðar Viðarsson, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2012. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61158.

Guðrún Kvaran. (2012, 16. janúar). Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61158

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2012. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61158>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?
Í Gylfaginningu segir:

Körmt og Örmt

og Kerlaugar tvær,

þær skal Þór vaða

dag hvern

er hann dæma fer

að aski Yggdrasils,

því að Ásbrú

brenn öll loga,

heilug vötn hlóa.

Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir í Gylfaginningu.

Merking sagnarinnar er óljós þar sem um stakdæmi er að ræða. Helst er giskað á merkinguna ‛sjóða, vera heitur’. Sögnin gæti verið tengd lýsingarorðinu hlár í merkingunni ‛þíður, volgur’ og lýsingarorðinu hlær ‛hlýr, volgur, þíðviðrasamur’. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir einnig á hugsanleg tengsl við jötunheitið Hlói í þulum sem talið er skylt fornensku sögninni hlōwan, fornháþýsku hluoen ‛öskra’ (Íslensk orðsifjabók 1989:341).

Mynd:...