Sólin Sólin Rís 04:48 • sest 22:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:56 • Sest 16:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík

Ert þú útlenskur?

HMS

Allir eru auðvitað útlenskir í einhvers augum. Þegar starfsmenn Vísindavefsins fara utan verða þeir væntanlega útlendingar í viðkomandi landi. Hér á Íslandi teljast þeir samt líklega íslenskir. Reyndar má nefna að allmargir menn af erlendu bergi brotnu hafa skrifað fyrir Vísindavefinn, þótt þeir teljist ekki fastir starfsmenn hans.

En auðvitað vakna vangaveltur um hvað skilji á milli útlendinga og Íslendinga. Höfundur þessa svars fæddist til dæmis í Svíþjóð, þótt hann eigi foreldra fædda á Íslandi, bjó þar lengi og talar ágæta sænsku. Ætti höfundur þá ef til vill að teljast útlenskur?

Einn fræðimaður sem skrifað hefur allnokkrar greinar á Vísindavefinn er svo fæddur og uppalinn á Bretlandi en hefur lengi búið á Íslandi og talar nær óaðfinnanlega íslensku. Ætti hann kannski að teljast íslenskur? Og hvað með einhvern sem hefur íslenskan ríkisborgararétt en hefur nær alla sína æfi búið utan landsteinanna?

Það er því ef til vill að vissu leyti skilgreiningaratriði hvort maður sé íslenskur eða útlenskur.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Sebastian Maciek Kaczynski, f. 1995

Tilvísun

HMS. „Ert þú útlenskur?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 4. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6264.

HMS. (2006, 6. október). Ert þú útlenskur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6264

HMS. „Ert þú útlenskur?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 4. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6264>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ert þú útlenskur?
Allir eru auðvitað útlenskir í einhvers augum. Þegar starfsmenn Vísindavefsins fara utan verða þeir væntanlega útlendingar í viðkomandi landi. Hér á Íslandi teljast þeir samt líklega íslenskir. Reyndar má nefna að allmargir menn af erlendu bergi brotnu hafa skrifað fyrir Vísindavefinn, þótt þeir teljist ekki fastir starfsmenn hans.

En auðvitað vakna vangaveltur um hvað skilji á milli útlendinga og Íslendinga. Höfundur þessa svars fæddist til dæmis í Svíþjóð, þótt hann eigi foreldra fædda á Íslandi, bjó þar lengi og talar ágæta sænsku. Ætti höfundur þá ef til vill að teljast útlenskur?

Einn fræðimaður sem skrifað hefur allnokkrar greinar á Vísindavefinn er svo fæddur og uppalinn á Bretlandi en hefur lengi búið á Íslandi og talar nær óaðfinnanlega íslensku. Ætti hann kannski að teljast íslenskur? Og hvað með einhvern sem hefur íslenskan ríkisborgararétt en hefur nær alla sína æfi búið utan landsteinanna?

Það er því ef til vill að vissu leyti skilgreiningaratriði hvort maður sé íslenskur eða útlenskur.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....