Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland.

Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðnum greini, til dæmis: ‚ég er í útlandinu‘. Þetta gæti verið ástæða spurningarinnar. Þegar menn eru komnir til útlanda, þá er engin sérstök ástæða að tiltaka nánar að nú fari þeir úr einu útlandi yfir í það næsta og síðan kannski til þriðja, fjórða og fimmta útlandsins. Útlönd eru einfaldlega safnheiti yfir öll önnur lönd en heimalandið og hugtakið er sjaldnast haft um stök lönd. Þess vegna finnst líka flestum það vera eðlilegt mál að segjast vera á leið til útlanda, þó ætlunin sé bara að fara til eins lands áður en snúið er aftur heim. Þá er merkingin sú að fara frá heimalandinu.

Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Myndin sýnir ferðamann og heimamann á Balí.

Svo má einnig nefna að við notum ekki rökrétta andheitið innland um heimalandið. Þegar dvöl okkar í útlöndum er lokið þá fara flestir aftur heim en ekki til ‚innlandsins‘ og við notum atviksorðið innanlands en ekki ‚innlands‘ (né ,innlendis'), þegar við ferðumst um heimalandið.

Mynd:

Höfundur þakkar Ara Páli Kristinssyni, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2020

Spyrjandi

Jóhannes Eggertsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?“ Vísindavefurinn, 2. september 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79914.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 2. september). Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79914

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?
Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland.

Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðnum greini, til dæmis: ‚ég er í útlandinu‘. Þetta gæti verið ástæða spurningarinnar. Þegar menn eru komnir til útlanda, þá er engin sérstök ástæða að tiltaka nánar að nú fari þeir úr einu útlandi yfir í það næsta og síðan kannski til þriðja, fjórða og fimmta útlandsins. Útlönd eru einfaldlega safnheiti yfir öll önnur lönd en heimalandið og hugtakið er sjaldnast haft um stök lönd. Þess vegna finnst líka flestum það vera eðlilegt mál að segjast vera á leið til útlanda, þó ætlunin sé bara að fara til eins lands áður en snúið er aftur heim. Þá er merkingin sú að fara frá heimalandinu.

Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Myndin sýnir ferðamann og heimamann á Balí.

Svo má einnig nefna að við notum ekki rökrétta andheitið innland um heimalandið. Þegar dvöl okkar í útlöndum er lokið þá fara flestir aftur heim en ekki til ‚innlandsins‘ og við notum atviksorðið innanlands en ekki ‚innlands‘ (né ,innlendis'), þegar við ferðumst um heimalandið.

Mynd:

Höfundur þakkar Ara Páli Kristinssyni, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir....