Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að vera af erlendu bergi brotinn er notað um að eiga rætur að rekja til útlanda. Það er til í ýmsum öðrum gerðum, til dæmis vera af góðu bergi brotinn og er merkingin þá að vera af góðu fólki kominn, vera af illu bergi brotinn, það er af vondu fólki og vera af sama bergi brotinn (og einhver annar), það er eiga rætur að rekja til sama lands eða sams konar fólks og einhver annar. Einnig er hægt að nota að vera af því (þess háttar) bergi brotinn bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu, til dæmis ,,Hann er af því bergi brotinn að ekki var við öðru en góðu að búast“ eða ,,Hann er af þess háttar bergi brotinn að hann hlaut að lenda í vandræðum.“


Líkingin í orðasambandinu að vera af erlendu bergi brotinn er sennilega sótt til grjóthöggs.

Orðasambandið þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1600. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr riti sem gefið var út árið 1600 á Hólum og er þýðing á verki eftir Lúther. Lýsingarhátturinn brotinn er af sögninni að brjóta og líkingin er sennilega sótt til grjóthöggs. Halldór Halldórsson bendir á í Íslenzkum orðtökum (1954:120) að í fornritum sé minnst á grjóthögg og var það kallað að brjóta upp berg. Hann taldi ólíklegt að leita uppruna orðtaksins í biblíumáli en benti þó á spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu (51.1). Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er þetta vers svona (stafsetningu breytt): ,,Lítið á það hellubjargið sem þér eruð af höggnir“. Í nýju biblíuþýðingunni sem kom út 2007 er versið svona: ,,Lítið á klettinn sem þér voruð höggnir af.“ Í Íslenzku orðtakasafni (1968:61) hallast Halldór að þeirri skoðun að orðasambandið eigi rætur að rekja til biblíulegra hugmynda og að líkingin sé sótt til grjóthöggs og er sú skýring sennileg.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.1.2008

Spyrjandi

Kristbjörg Pálsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2008. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6978.

Guðrún Kvaran. (2008, 2. janúar). Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6978

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2008. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6978>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn?
Orðasambandið að vera af erlendu bergi brotinn er notað um að eiga rætur að rekja til útlanda. Það er til í ýmsum öðrum gerðum, til dæmis vera af góðu bergi brotinn og er merkingin þá að vera af góðu fólki kominn, vera af illu bergi brotinn, það er af vondu fólki og vera af sama bergi brotinn (og einhver annar), það er eiga rætur að rekja til sama lands eða sams konar fólks og einhver annar. Einnig er hægt að nota að vera af því (þess háttar) bergi brotinn bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu, til dæmis ,,Hann er af því bergi brotinn að ekki var við öðru en góðu að búast“ eða ,,Hann er af þess háttar bergi brotinn að hann hlaut að lenda í vandræðum.“


Líkingin í orðasambandinu að vera af erlendu bergi brotinn er sennilega sótt til grjóthöggs.

Orðasambandið þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1600. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr riti sem gefið var út árið 1600 á Hólum og er þýðing á verki eftir Lúther. Lýsingarhátturinn brotinn er af sögninni að brjóta og líkingin er sennilega sótt til grjóthöggs. Halldór Halldórsson bendir á í Íslenzkum orðtökum (1954:120) að í fornritum sé minnst á grjóthögg og var það kallað að brjóta upp berg. Hann taldi ólíklegt að leita uppruna orðtaksins í biblíumáli en benti þó á spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu (51.1). Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er þetta vers svona (stafsetningu breytt): ,,Lítið á það hellubjargið sem þér eruð af höggnir“. Í nýju biblíuþýðingunni sem kom út 2007 er versið svona: ,,Lítið á klettinn sem þér voruð höggnir af.“ Í Íslenzku orðtakasafni (1968:61) hallast Halldór að þeirri skoðun að orðasambandið eigi rætur að rekja til biblíulegra hugmynda og að líkingin sé sótt til grjóthöggs og er sú skýring sennileg.

Mynd: