Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni?

Hvorugkynsorðið kreik merkir 'hægur gangur, hæg hreyfing, rölt'. Elsta dæmi úr söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr kvæðinu „Þórhildarleikur“ þar sem stendur:

Helzt er von því heim mig langi
úr hrakningssömu kreiki
í Þórhildarleiki.

Kreik er einkum notað í samböndunum fara/komast/færast/hafa sig á kreik og að vera á kreiki. Sögnin að kreika 'staulast, rölta; ganga (hratt), iða, hreyfast fram og aftur' er einnig þekkt allt frá 17. öld. Hún er ekki mikið notuð og eru flest dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar úr kveðskap.

Hér sjást börn á kreiki, en það merkir að 'staulast, rölta; ganga (hratt), iða, hreyfast fram og aftur'.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:503) er í nýnorsku til sögnin kreika 'ganga hægt og varlega' og í hjaltlensku sögnin krek 'staulast, skreiðast áfram'. Sömuleiðis er í sænskri mállýsku til sögnin krika 'reika, staulast áfram'. Uppruninn virðist því norrænn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Kvæði og dansleikir. 1964. Jón Samsonarson gaf út. Bls. 316. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.12.2015

Spyrjandi

Ólöf Helga Arnalds, Eggert Þorvarðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2015. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63635.

Guðrún Kvaran. (2015, 3. desember). Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63635

Guðrún Kvaran. „Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2015. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni?

Hvorugkynsorðið kreik merkir 'hægur gangur, hæg hreyfing, rölt'. Elsta dæmi úr söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr kvæðinu „Þórhildarleikur“ þar sem stendur:

Helzt er von því heim mig langi
úr hrakningssömu kreiki
í Þórhildarleiki.

Kreik er einkum notað í samböndunum fara/komast/færast/hafa sig á kreik og að vera á kreiki. Sögnin að kreika 'staulast, rölta; ganga (hratt), iða, hreyfast fram og aftur' er einnig þekkt allt frá 17. öld. Hún er ekki mikið notuð og eru flest dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar úr kveðskap.

Hér sjást börn á kreiki, en það merkir að 'staulast, rölta; ganga (hratt), iða, hreyfast fram og aftur'.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:503) er í nýnorsku til sögnin kreika 'ganga hægt og varlega' og í hjaltlensku sögnin krek 'staulast, skreiðast áfram'. Sömuleiðis er í sænskri mállýsku til sögnin krika 'reika, staulast áfram'. Uppruninn virðist því norrænn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Kvæði og dansleikir. 1964. Jón Samsonarson gaf út. Bls. 316. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...