Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband

Hjálmtýr Hafsteinsson

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að greina milli 10 mismunandi styrkleika straums. Þannig væri tölustafurinn 0 enginn straumur, stafurinn 1 væri örlítill straumur, 2 væri aðeins meiri straumur og svo framvegis. Mun meiri hætta væri á að gögn í tölvunni skemmdust með þessari aðferð. Lítið má út af bregða til að eitt gildi breytist í annað með svipaðan straumstyrkleika (eða sömu spennu), til dæmis 4 yfir í 5, eða 8 yfir í 7.

Hægt er að lesa meira um tölvur og tvíundakerfi í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2013

Spyrjandi

Ársæll Jónsson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2013. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66152.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2013, 1. nóvember). Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66152

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2013. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að greina milli 10 mismunandi styrkleika straums. Þannig væri tölustafurinn 0 enginn straumur, stafurinn 1 væri örlítill straumur, 2 væri aðeins meiri straumur og svo framvegis. Mun meiri hætta væri á að gögn í tölvunni skemmdust með þessari aðferð. Lítið má út af bregða til að eitt gildi breytist í annað með svipaðan straumstyrkleika (eða sömu spennu), til dæmis 4 yfir í 5, eða 8 yfir í 7.

Hægt er að lesa meira um tölvur og tvíundakerfi í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

...