Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?

Einar Örn Þorvaldsson og Hildur Guðmundsdóttir

Hex er stytting á enska orðinu hexadecimal sem notað er yfir talnakerfi með grunntöluna sextán. Kerfið nefnist sextándakerfi á íslensku.

Grunntala talnakerfis segir okkur hvernig tala breytist þegar hún er færð um eitt sæti. Þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu í tugakerfinu, breytum til dæmis 23 í 230, þá erum við að margfalda með tölunni tíu. Í sextándakerfinu erum við hins vegar að margfalda með sextán þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu.

Í tugakerfinu notum við tölustafina 0 til 9 og setjum þá í rétt sæti til að sýna hversu oft eigi að margfalda með tíu. Svipað á við um önnur talnakerfi. Við margföldum töluna í hverju sæti með grunntölunni í því veldi sem sætið segir til um. Nánar er fjallað um talnakerfi í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Tökum dæmi úr tugakerfinu og skoðum töluna 2398. Tölustafurinn 8 er í núllta sæti og því margöldum við 8 með 1 (1 = 100), margföldum 9 með 10 (10 = 101) og svo framvegis:

2·103 + 3·102 + 9·101 + 8·100


= 2000 + 300 + 90 + 8 = 2398

Til að tákna sextán fyrstu tölurnar í sextándakerfinu eru notaðir tölustafirnir 0-9 úr tugakerfinu ásamt bókstöfunum A-F. Bókstafirnir tákna tölurnar 10 til 15 (A er 10, B er 11,...) en einnig er þekkt að nota táknin ~, !, @, #, $ og % í stað bókstafa.

Ef við skoðum aftur töluna 2398 þá má rita hana í sextándakerfinu sem 95E. Bókstafurinn E táknar töluna 14 í sextándakerfinu og því fæst
95Esextán = 9·162+ 5·161 + 14·160 = 2398
Sextándakerfið er helst notað í forritun vegna þess hversu auðveldlega það tengist tvíundakerfinu sem tölvum er eiginlegt að nota. Til að sjá þetta betur setjum við upp töflu með stærðum í tvíundakerfi, sextándakerfi og tugakerfi:

TvíundakerfiSextándakerfiTugakerfi
000000
000111
001022
001133
010044
010155
011066
011177
100088
100199
1010A10
1011B11
1100C12
1101D13
1110E14
1111F15

Tökum nú töluna 179 sem dæmi í því talnakerfi sem við þekkjum best, tugakerfinu. Sú tala er táknuð með 1011 0011 í tvíundakerfinu því:
1·27+0·26+1·25+1·24+0·23+0·22+1·21+1·20
= 128 + 0 + 32 + 16 + 0 + 0 + 2 + 1 = 179.
Auðvelt er núna að breyta 1011 0011tví yfir í sextándakerfið með því að breyta fjórum stöfum í einu. Þannig verður 1011tví = Bsextán og 0011tví = 3sextán eða 1011 0011tví = B3sextán.

Á þennan hátt má tákna eitt bæti, grunneiningu í tölvunarfræði, með tveimur stöfum í sextándakerfinu.

  • Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis? eftir Kristínu Bjarnadóttur
  • Heimild og frekara lesefni: Grein um sextándakerfið á Wikipedia.org.

    Höfundar

    Einar Örn Þorvaldsson

    háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

    eðlisfræðinemi

    Útgáfudagur

    14.7.2004

    Spyrjandi

    Fjölnir Ásgeirsson

    Tilvísun

    Einar Örn Þorvaldsson og Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4404.

    Einar Örn Þorvaldsson og Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 14. júlí). Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4404

    Einar Örn Þorvaldsson og Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4404>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?
    Hex er stytting á enska orðinu hexadecimal sem notað er yfir talnakerfi með grunntöluna sextán. Kerfið nefnist sextándakerfi á íslensku.

    Grunntala talnakerfis segir okkur hvernig tala breytist þegar hún er færð um eitt sæti. Þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu í tugakerfinu, breytum til dæmis 23 í 230, þá erum við að margfalda með tölunni tíu. Í sextándakerfinu erum við hins vegar að margfalda með sextán þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu.

    Í tugakerfinu notum við tölustafina 0 til 9 og setjum þá í rétt sæti til að sýna hversu oft eigi að margfalda með tíu. Svipað á við um önnur talnakerfi. Við margföldum töluna í hverju sæti með grunntölunni í því veldi sem sætið segir til um. Nánar er fjallað um talnakerfi í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

    Tökum dæmi úr tugakerfinu og skoðum töluna 2398. Tölustafurinn 8 er í núllta sæti og því margöldum við 8 með 1 (1 = 100), margföldum 9 með 10 (10 = 101) og svo framvegis:

    2·103 + 3·102 + 9·101 + 8·100


    = 2000 + 300 + 90 + 8 = 2398

    Til að tákna sextán fyrstu tölurnar í sextándakerfinu eru notaðir tölustafirnir 0-9 úr tugakerfinu ásamt bókstöfunum A-F. Bókstafirnir tákna tölurnar 10 til 15 (A er 10, B er 11,...) en einnig er þekkt að nota táknin ~, !, @, #, $ og % í stað bókstafa.

    Ef við skoðum aftur töluna 2398 þá má rita hana í sextándakerfinu sem 95E. Bókstafurinn E táknar töluna 14 í sextándakerfinu og því fæst
    95Esextán = 9·162+ 5·161 + 14·160 = 2398
    Sextándakerfið er helst notað í forritun vegna þess hversu auðveldlega það tengist tvíundakerfinu sem tölvum er eiginlegt að nota. Til að sjá þetta betur setjum við upp töflu með stærðum í tvíundakerfi, sextándakerfi og tugakerfi:

    TvíundakerfiSextándakerfiTugakerfi
    000000
    000111
    001022
    001133
    010044
    010155
    011066
    011177
    100088
    100199
    1010A10
    1011B11
    1100C12
    1101D13
    1110E14
    1111F15

    Tökum nú töluna 179 sem dæmi í því talnakerfi sem við þekkjum best, tugakerfinu. Sú tala er táknuð með 1011 0011 í tvíundakerfinu því:
    1·27+0·26+1·25+1·24+0·23+0·22+1·21+1·20
    = 128 + 0 + 32 + 16 + 0 + 0 + 2 + 1 = 179.
    Auðvelt er núna að breyta 1011 0011tví yfir í sextándakerfið með því að breyta fjórum stöfum í einu. Þannig verður 1011tví = Bsextán og 0011tví = 3sextán eða 1011 0011tví = B3sextán.

    Á þennan hátt má tákna eitt bæti, grunneiningu í tölvunarfræði, með tveimur stöfum í sextándakerfinu.

  • Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis? eftir Kristínu Bjarnadóttur
  • Heimild og frekara lesefni: Grein um sextándakerfið á Wikipedia.org....