Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0?

ÍDÞ

Tvíundakerfið (e. binary code) er talnakerfi sem byggir einungis á tölunum 0 og 1. Til samanburðar samanstendur tugakerfið af tug talna, 0-9.

Tölvur eru byggðar upp á tvíundakerfi en ástæðan fyrir því að það kerfi er notað fremur en tugakerfið er tæknileg. Mjög auðvelt er að greina á milli hvort straumur sé í straumrás tölvunnar ef einungis eru notaður tvær tölur, það er 0 (enginn straumur) og 1 (straumur). Ef við ætluðum að nota tugakerfið þyrfti þá að hafa 0 (enginn straumur), 1 (örlítill straumur), 2 (aðeins meiri straumur) og svo framvegis. Þannig væri erfiðara um vik að greina á milli mismunandi straumstyrks.

Tugakerfið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9
Tvíundakerfið 0 1 10 11 100 101 110 111 1000 1001

Líkja mætti tvíundakerfinu við Morse-kóðann. Þar eru notuð tvö tákn, langt strik og stutt strik. Sama ástæða liggur að baki notkun Morse-kóðans og tvíundakerfisins og af hverju þar sé einungis notast við tvö tákn. Mun minni líkur eru á villum séu einungis notuð tvö tákn sem eru ólík.

En þrátt fyrir að tölvur séu byggðar upp á 0 og 1 getum við svo látið þau tákn tákna fyrir það sem er hentugast hverju sinni, hvort sem það eru tölustafir, bókstafir eða eitthvað allt annað.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Aron Snær Fannarsson, f. 1996

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59360.

ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59360

ÍDÞ. „Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59360>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0?
Tvíundakerfið (e. binary code) er talnakerfi sem byggir einungis á tölunum 0 og 1. Til samanburðar samanstendur tugakerfið af tug talna, 0-9.

Tölvur eru byggðar upp á tvíundakerfi en ástæðan fyrir því að það kerfi er notað fremur en tugakerfið er tæknileg. Mjög auðvelt er að greina á milli hvort straumur sé í straumrás tölvunnar ef einungis eru notaður tvær tölur, það er 0 (enginn straumur) og 1 (straumur). Ef við ætluðum að nota tugakerfið þyrfti þá að hafa 0 (enginn straumur), 1 (örlítill straumur), 2 (aðeins meiri straumur) og svo framvegis. Þannig væri erfiðara um vik að greina á milli mismunandi straumstyrks.

Tugakerfið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9
Tvíundakerfið 0 1 10 11 100 101 110 111 1000 1001

Líkja mætti tvíundakerfinu við Morse-kóðann. Þar eru notuð tvö tákn, langt strik og stutt strik. Sama ástæða liggur að baki notkun Morse-kóðans og tvíundakerfisins og af hverju þar sé einungis notast við tvö tákn. Mun minni líkur eru á villum séu einungis notuð tvö tákn sem eru ólík.

En þrátt fyrir að tölvur séu byggðar upp á 0 og 1 getum við svo látið þau tákn tákna fyrir það sem er hentugast hverju sinni, hvort sem það eru tölustafir, bókstafir eða eitthvað allt annað.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....