Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvernig verða fjöllin til?

Berglind Ósk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöflin hafa leikið þau í gegnum aldir og árþúsundir.

Stærstu fjallgarðar heims eru fellingafjöll. Þau verða til þar sem tveir jarðskorpuflekar kýtast saman og jarðlögin leggjast í fellingar sem rísa upp. Þetta er svipað og þegar tveimur handklæðum er ýtt saman svo þau krumpast þar sem þau mætast og kuðlast upp. Það er hægt að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll?

Fjöll geta líka myndast við eldgos, ýmist stök fjöll eða fjallhryggir. Mörg fjöll á Íslandi hafa orðið til við eldgos. Sum þessar fjalla eru virk sem þýðir að ennþá er talinn möguleiki á eldgosum þar, en önnur er kulnuð eins og lesa má í svari við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?


Fúsíjama í Japan er dæmi um eldkeilu.

Fjöll sem myndast við eldgos geta verið margskonar. Ef gosið stendur yfir mánuðum eða árum saman og upp kemur mikið þunnfljótandi hraun myndast dyngja, sem er flatur hraunskjöldur en ekki hátt fjall. Skjaldbreiður er stærsta dyngjan á Íslandi. Eldkeilur, eins og Öræfajökull og Snæfellsjökull, eru dæmi um aðra tegund eldfjalla. Eldkeilur myndast þegar oft gýs á sama staðnum en þá hlaðast upp strýtulaga eldfjöll þar sem hraun- og gjóskulög eru á víxl. Þetta er nánar útskýrt í svari við spurningunni Hvernig verða eldkeilur til?

Jöklar geta líka myndað fjöll eða réttara sagt þá geta þeir grafið í sléttlendi (sem hefur myndast þegar hraun rann í eldgosum) og breytt því í fjöll og firði. Þannig hafa til dæmis firðirnir og fjöllin á Aust- og Vestfjörðum myndast. Hægt er að fræðast meira um þetta í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Jöklar koma líka við sögu við myndun móbergsstapa, eins og til dæmis Herðubreiðar, því móbergsstapar og móbergshryggir myndast við eldgos undir jökli eins og fram kemur í svarinu Voru eldgos algeng á ísöld?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.10.2007

Spyrjandi

Árni Dagur Guðmundsson, f. 2000
Kjartan Páll, f. 1997
Bjarki Þór og Egill, f. 1997
Deividas Deltuvas, f. 1996
Jón Einar Ólason

Tilvísun

Berglind Ósk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig verða fjöllin til?“ Vísindavefurinn, 25. október 2007. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6868.

Berglind Ósk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 25. október). Hvernig verða fjöllin til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6868

Berglind Ósk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig verða fjöllin til?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2007. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða fjöllin til?
Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöflin hafa leikið þau í gegnum aldir og árþúsundir.

Stærstu fjallgarðar heims eru fellingafjöll. Þau verða til þar sem tveir jarðskorpuflekar kýtast saman og jarðlögin leggjast í fellingar sem rísa upp. Þetta er svipað og þegar tveimur handklæðum er ýtt saman svo þau krumpast þar sem þau mætast og kuðlast upp. Það er hægt að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll?

Fjöll geta líka myndast við eldgos, ýmist stök fjöll eða fjallhryggir. Mörg fjöll á Íslandi hafa orðið til við eldgos. Sum þessar fjalla eru virk sem þýðir að ennþá er talinn möguleiki á eldgosum þar, en önnur er kulnuð eins og lesa má í svari við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?


Fúsíjama í Japan er dæmi um eldkeilu.

Fjöll sem myndast við eldgos geta verið margskonar. Ef gosið stendur yfir mánuðum eða árum saman og upp kemur mikið þunnfljótandi hraun myndast dyngja, sem er flatur hraunskjöldur en ekki hátt fjall. Skjaldbreiður er stærsta dyngjan á Íslandi. Eldkeilur, eins og Öræfajökull og Snæfellsjökull, eru dæmi um aðra tegund eldfjalla. Eldkeilur myndast þegar oft gýs á sama staðnum en þá hlaðast upp strýtulaga eldfjöll þar sem hraun- og gjóskulög eru á víxl. Þetta er nánar útskýrt í svari við spurningunni Hvernig verða eldkeilur til?

Jöklar geta líka myndað fjöll eða réttara sagt þá geta þeir grafið í sléttlendi (sem hefur myndast þegar hraun rann í eldgosum) og breytt því í fjöll og firði. Þannig hafa til dæmis firðirnir og fjöllin á Aust- og Vestfjörðum myndast. Hægt er að fræðast meira um þetta í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Jöklar koma líka við sögu við myndun móbergsstapa, eins og til dæmis Herðubreiðar, því móbergsstapar og móbergshryggir myndast við eldgos undir jökli eins og fram kemur í svarinu Voru eldgos algeng á ísöld?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....