Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?

Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir

Upprunalega spurnignin hljóðaði svona:
Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð?

Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og jafnvel kæfu. Fólk hætti svo að borða lungu á fyrri hluta 20. aldar, hugsanlega hefur mæðiveikin sem herjaði á sauðféð á fjórða áratugnum haft þar einhver áhrif, en eitthvað lengur þekktist að sjóða kinda- og lambalungu og gefa hundum.

Því miður fundust ekki myndir af matreiddum íslenskum lambalungum en hér eru Paru goreng, steikt kýrlungu - réttur frá Indónesíu.

Rétturinn lungnamús (eða lungnamósa) var þekktur á Íslandi á 19. öld og nefndur í matreiðslubókum. Af heimildum í þjóðháttadeild Þjóðminjasafns að dæma hefur lungnamúsin verið vel þekkt á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Í þeim rétti voru soðin lungu brytjuð út í hvíta sósu, rúgmjöls- eða hveitijafning.

Einnig var rétturinn grjúpán vel þekktur, eins konar pylsa, að mestu leyti gerð úr hökkuðum lambalungum sem mör var bætt í og léttreykt. Soðin og borðuð heit.

Helstu heimildir:
  • Hallgerður Gísladóttir: Íslensk matarhefð. Reykjavík 1999.
  • Stefán Aðalsteinsson: Sauðkindin, landið og þjóðin. Reykjavík 1981.

Mynd:

Höfundar

Jón Jónsson

þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum

Ester Sigfúsdóttir

forstöðumaður Sauðfjárseturs á Ströndum

Útgáfudagur

28.10.2016

Spyrjandi

Guðmundur Finnbjarnarson

Tilvísun

Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir. „Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?“ Vísindavefurinn, 28. október 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68750.

Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir. (2016, 28. október). Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68750

Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir. „Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68750>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?
Upprunalega spurnignin hljóðaði svona:

Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð?

Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og jafnvel kæfu. Fólk hætti svo að borða lungu á fyrri hluta 20. aldar, hugsanlega hefur mæðiveikin sem herjaði á sauðféð á fjórða áratugnum haft þar einhver áhrif, en eitthvað lengur þekktist að sjóða kinda- og lambalungu og gefa hundum.

Því miður fundust ekki myndir af matreiddum íslenskum lambalungum en hér eru Paru goreng, steikt kýrlungu - réttur frá Indónesíu.

Rétturinn lungnamús (eða lungnamósa) var þekktur á Íslandi á 19. öld og nefndur í matreiðslubókum. Af heimildum í þjóðháttadeild Þjóðminjasafns að dæma hefur lungnamúsin verið vel þekkt á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Í þeim rétti voru soðin lungu brytjuð út í hvíta sósu, rúgmjöls- eða hveitijafning.

Einnig var rétturinn grjúpán vel þekktur, eins konar pylsa, að mestu leyti gerð úr hökkuðum lambalungum sem mör var bætt í og léttreykt. Soðin og borðuð heit.

Helstu heimildir:
  • Hallgerður Gísladóttir: Íslensk matarhefð. Reykjavík 1999.
  • Stefán Aðalsteinsson: Sauðkindin, landið og þjóðin. Reykjavík 1981.

Mynd:

...