Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Árni Björnsson

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur.



Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, súrsaðir hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör og harðfiskur er meðal þess sem er á boðstólum á þorrablótum.

Stórveislur á þorra þekktust ekki svo vitað sé fyrr en farið var að leyfa að halda þorrablót opinberlega á veitingahúsum, á seinasta fjórðungi 19. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild: Árni Björnsson. Þorrablót. Rv. 2008.

Mynd: Íslendingafélagið í Þrándheimi

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

18.1.2008

Spyrjandi

Sigrún Bjarnadóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7015.

Árni Björnsson. (2008, 18. janúar). Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7015

Árni Björnsson. „Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7015>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?
Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur.



Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, súrsaðir hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör og harðfiskur er meðal þess sem er á boðstólum á þorrablótum.

Stórveislur á þorra þekktust ekki svo vitað sé fyrr en farið var að leyfa að halda þorrablót opinberlega á veitingahúsum, á seinasta fjórðungi 19. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild: Árni Björnsson. Þorrablót. Rv. 2008.

Mynd: Íslendingafélagið í Þrándheimi

...