Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Voru til strigaskór 1918?

EDS

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag.

Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní 1894 segir til að mynda:
er nú til sölu: mjög sterkir kvennskór á 7 kr., Möhel Plusches-morgunskór í þrem litum á 4 kr., strigaskór fyrir drengi frá 1,50 til 6 kr., og yfir höfuð stórar byrgðir af allskonar skófatnaði handa konum, körlum og börnum.

Strigaskór eru til í alls konar útfærslum og til notkunar við ýmiskonar tækifæri.

Og í Ísafold árið 1901 auglýsir Skófatnaðarverslunin Ingólfsstræti 3 strigaskó (Turistaskór) af fjórum tegundum. Árin þar á eftir eru reglulega auglýstir strigaskór í íslenskum skóverslunum. Þetta hafa líklega fyrst og fremst verið sumarskór enda auglýsingarnar að langmestu leyti birtar yfir sumarmánuðina.

Líklega hafa þessir strigaskór sem auglýstir voru í upphafi 20. aldar þó ekki verið eins og skórnir sem við þekkjum í dag. Eins og nafnið gefur til kynna voru strigaskór upphaflega gerðir úr striga en í dag notum þetta heiti yfir skó úr ýmiskonar öðru efni. Á ensku eru nokkur heiti notuð yfir slíka skó, svo sem plimsoles, canvas shoes, sneakers og trainers.

Ein elsta íslenska dagblaðaauglýsingin þar sem strigaskór eru auglýstir með mynd (Tíminn, 16.4.1907).

Strigaskór komu fyrst fram í Bretlandi á 19. öld. Sumar heimildir telja að þeir hafi í fyrstu verið notað sem strandskór en samkvæmt öðrum heimildum voru fyrstu strigaskórnir notaðir við tennis- og krikketleik. Þetta þóttu þægilegir skór og vinsældir þeirra jukust smám saman. Strigaskórnir hentuðu í alls konar útivist og voru einnig þróaðir sérstaklega að hinum ýmsu íþróttagreinum, svo sem hlaupaskór, körfuboltaskór, innanhússkór og svo framvegis.

Heimildir og myndir:

Spurningu Ingvars er hér svarað að hluta.

Höfundur

Útgáfudagur

5.11.2018

Spyrjandi

Ingvar S.

Tilvísun

EDS. „Voru til strigaskór 1918?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2018. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75842.

EDS. (2018, 5. nóvember). Voru til strigaskór 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75842

EDS. „Voru til strigaskór 1918?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2018. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75842>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru til strigaskór 1918?
Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag.

Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní 1894 segir til að mynda:
er nú til sölu: mjög sterkir kvennskór á 7 kr., Möhel Plusches-morgunskór í þrem litum á 4 kr., strigaskór fyrir drengi frá 1,50 til 6 kr., og yfir höfuð stórar byrgðir af allskonar skófatnaði handa konum, körlum og börnum.

Strigaskór eru til í alls konar útfærslum og til notkunar við ýmiskonar tækifæri.

Og í Ísafold árið 1901 auglýsir Skófatnaðarverslunin Ingólfsstræti 3 strigaskó (Turistaskór) af fjórum tegundum. Árin þar á eftir eru reglulega auglýstir strigaskór í íslenskum skóverslunum. Þetta hafa líklega fyrst og fremst verið sumarskór enda auglýsingarnar að langmestu leyti birtar yfir sumarmánuðina.

Líklega hafa þessir strigaskór sem auglýstir voru í upphafi 20. aldar þó ekki verið eins og skórnir sem við þekkjum í dag. Eins og nafnið gefur til kynna voru strigaskór upphaflega gerðir úr striga en í dag notum þetta heiti yfir skó úr ýmiskonar öðru efni. Á ensku eru nokkur heiti notuð yfir slíka skó, svo sem plimsoles, canvas shoes, sneakers og trainers.

Ein elsta íslenska dagblaðaauglýsingin þar sem strigaskór eru auglýstir með mynd (Tíminn, 16.4.1907).

Strigaskór komu fyrst fram í Bretlandi á 19. öld. Sumar heimildir telja að þeir hafi í fyrstu verið notað sem strandskór en samkvæmt öðrum heimildum voru fyrstu strigaskórnir notaðir við tennis- og krikketleik. Þetta þóttu þægilegir skór og vinsældir þeirra jukust smám saman. Strigaskórnir hentuðu í alls konar útivist og voru einnig þróaðir sérstaklega að hinum ýmsu íþróttagreinum, svo sem hlaupaskór, körfuboltaskór, innanhússkór og svo framvegis.

Heimildir og myndir:

Spurningu Ingvars er hér svarað að hluta.

...