Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvél" sem sögð eru ómissand í snjóbleytum og hálku. Í janúar árið eftir auglýsir verslunin Liverpool sjóstígvél úr leðri og gúmmíi í sama blaði.

Gúmmístígvél auglýst til sölu í Ísafold 12. desember 1903.

Það er því ljóst að einhverjir Íslendingar voru í gúmmístígvélum árið 1918. Útbreiðsla þeirra hefur þó ekki verið orðin almenn á þeim tíma ef marka má það sem fram kemur í bók Þorleifs Friðrikssonar um sögu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930. Þar segir á bls. 111:
Hverjum dettur í hug að gúmmístígvél séu ekki sjálfsögð þegar unnið er í bleytu og slabbi? Raunin er samt sú að það var fyrst undir lok annars eða á öndverðum þriðja áratug 20. aldar sem gúmmístígvél fóru að verja fætur íslensk verkafólks. Skóverslunin Hvannbergsbræður hóf ekki að selja gúmmístígvél fyrr en 1923 og í vörulista verslunarinnar Ellingsen frá 31. janúar 1918 er getið um „1 Par Gummistøvler“ (verð 28 kr.).

Í bók Þorleifs kemur fram að tilkoma gúmmístígvéla hafi líklega verið ein stærsta breytingin á vinnuklæðnaði verkafólks á fyrri hluta 20 aldar og höfðu þau „gríðarlega jákvæðar breytingar í för með sér fyrir heilsu og vellíðan verkafólks“ (bls. 114).

Wellington-stígvél þóttu vel hæf til notkunar í samkvæmislífinu. Þessi eru frá því um 1845.

Eins og gildir um svo margt annað þá tengist þróun og útbreiðsla gúmmístígvéla hernaði á vissan hátt. Stígvél, það er eða segja skótau sem nær upp fyrir ökkla, hafa verið þekkt í margar aldir eða árþúsundir. Vinsældir þeirra og útbreiðsla meðal almennings nær þó ekki aftar en til 19. aldar. Í byrjun 19. aldar voru svokölluð Hessian-stígvél, hnéhá og támjó reiðstígvél úr leðri, algengt skótau hermanna, sérstaklega riddara. Upp úr aldarmótunum 1800 fékk Arthur Wellesley (1769–1852) hertogi af Wellington skósmið sinn til þess að breyta Hessing-stígvélum þannig að þau hentuðu betur til annarra nota en reiðmennsku, þau voru þrengd og náðu aðeins upp á miðja kálfa. Breytingin þótti takast vel, stígvélin náðu fljótt miklum vinsældum og þóttu það fín að vel mátt nota þau í samkvæmislífinu. Fljótlega var farið að nefna stígvélin eftir hertoganum og kalla þau "Wellington boots" eða Wellingtons á ensku, iðulega stytt sem Wellies. Enn þann dag í dag ganga stígvél undir þessu heiti.

Bandarískir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni á óþekktum stað í Frakklandi. Sá lengst til vinstri og sá í miðjunni eru í háum gúmmístígvélum (klofstígvélum) sem brett hafa verið niður.

Um miðja 19. öldina fékk maður að nafni Hiram Hutchinson (1808–1869) einkaleyfi á að framleiða skótau úr gúmmíi. Hann setti á fót fyrirtæki í Frakklandi og hóf framleiðslu stígvéla sem að einhverju leyti voru byggð á Wellington-stígvélunum. Þessi nýjung náði fljótt nokkrum vinsældum en margir kynntust gúmmístígvélum þó fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem þau þóttu afar heppilegur fótabúnaður í bleytu og drullu skotgrafanna. Milljónir para af gúmmístígvélum voru framleidd fyrir hermenn á vígstöðvunum. Eftir stríðið náðu gúmmístígvélin enn meiri útbreiðslu þegar hermenn tóku gúmmístígvél með sér heim og kynntu fyrir öðrum hversu hentugt þetta skótau væri til dæmis við sveitastörf og aðrar aðstæður þar sem mikilvægt er að verjast bleytu.

Hróður gúmmístígvéla óx smám saman en tók kipp í heimsstyrjöldinni síðari þar sem þau þóttu aftur afbragðs skótau fyrir hermenn sem þurftu að athafna sig í blautu umhverfi. Að stríðinu loknu voru stígvél orðin vinsæll skóbúnaður, ekki bara karla heldur líka kvenna og barna.

Stígvél í ýmsum stærðum og gerðum.

Í dag eru gúmmístígvél ekki bara nytsamleg í bleytu heldur líka tískuvara sem hægt er að fá í ýmsum útfærslum og öllum regnbogans litum. Íslendingarnir sem keyptu sér stígvél hjá Th. Thorsteinsson 1918 höfðu ekki það val en hafa kannski kunnað betur að meta þægindin sem fylgdu því að vera þurr í fæturna heldur en við sem alltaf höfum þekkt gúmmístígvél.

Heimildir og myndir:


Upphaflega var spurt "Hver fann upp á stígvélum?" og er þeirri spurningu svarað að hluta hér.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.9.2018

Spyrjandi

Helga Dís Jakobsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?“ Vísindavefurinn, 3. september 2018, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75840.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2018, 3. september). Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75840

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2018. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75840>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvél" sem sögð eru ómissand í snjóbleytum og hálku. Í janúar árið eftir auglýsir verslunin Liverpool sjóstígvél úr leðri og gúmmíi í sama blaði.

Gúmmístígvél auglýst til sölu í Ísafold 12. desember 1903.

Það er því ljóst að einhverjir Íslendingar voru í gúmmístígvélum árið 1918. Útbreiðsla þeirra hefur þó ekki verið orðin almenn á þeim tíma ef marka má það sem fram kemur í bók Þorleifs Friðrikssonar um sögu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930. Þar segir á bls. 111:
Hverjum dettur í hug að gúmmístígvél séu ekki sjálfsögð þegar unnið er í bleytu og slabbi? Raunin er samt sú að það var fyrst undir lok annars eða á öndverðum þriðja áratug 20. aldar sem gúmmístígvél fóru að verja fætur íslensk verkafólks. Skóverslunin Hvannbergsbræður hóf ekki að selja gúmmístígvél fyrr en 1923 og í vörulista verslunarinnar Ellingsen frá 31. janúar 1918 er getið um „1 Par Gummistøvler“ (verð 28 kr.).

Í bók Þorleifs kemur fram að tilkoma gúmmístígvéla hafi líklega verið ein stærsta breytingin á vinnuklæðnaði verkafólks á fyrri hluta 20 aldar og höfðu þau „gríðarlega jákvæðar breytingar í för með sér fyrir heilsu og vellíðan verkafólks“ (bls. 114).

Wellington-stígvél þóttu vel hæf til notkunar í samkvæmislífinu. Þessi eru frá því um 1845.

Eins og gildir um svo margt annað þá tengist þróun og útbreiðsla gúmmístígvéla hernaði á vissan hátt. Stígvél, það er eða segja skótau sem nær upp fyrir ökkla, hafa verið þekkt í margar aldir eða árþúsundir. Vinsældir þeirra og útbreiðsla meðal almennings nær þó ekki aftar en til 19. aldar. Í byrjun 19. aldar voru svokölluð Hessian-stígvél, hnéhá og támjó reiðstígvél úr leðri, algengt skótau hermanna, sérstaklega riddara. Upp úr aldarmótunum 1800 fékk Arthur Wellesley (1769–1852) hertogi af Wellington skósmið sinn til þess að breyta Hessing-stígvélum þannig að þau hentuðu betur til annarra nota en reiðmennsku, þau voru þrengd og náðu aðeins upp á miðja kálfa. Breytingin þótti takast vel, stígvélin náðu fljótt miklum vinsældum og þóttu það fín að vel mátt nota þau í samkvæmislífinu. Fljótlega var farið að nefna stígvélin eftir hertoganum og kalla þau "Wellington boots" eða Wellingtons á ensku, iðulega stytt sem Wellies. Enn þann dag í dag ganga stígvél undir þessu heiti.

Bandarískir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni á óþekktum stað í Frakklandi. Sá lengst til vinstri og sá í miðjunni eru í háum gúmmístígvélum (klofstígvélum) sem brett hafa verið niður.

Um miðja 19. öldina fékk maður að nafni Hiram Hutchinson (1808–1869) einkaleyfi á að framleiða skótau úr gúmmíi. Hann setti á fót fyrirtæki í Frakklandi og hóf framleiðslu stígvéla sem að einhverju leyti voru byggð á Wellington-stígvélunum. Þessi nýjung náði fljótt nokkrum vinsældum en margir kynntust gúmmístígvélum þó fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem þau þóttu afar heppilegur fótabúnaður í bleytu og drullu skotgrafanna. Milljónir para af gúmmístígvélum voru framleidd fyrir hermenn á vígstöðvunum. Eftir stríðið náðu gúmmístígvélin enn meiri útbreiðslu þegar hermenn tóku gúmmístígvél með sér heim og kynntu fyrir öðrum hversu hentugt þetta skótau væri til dæmis við sveitastörf og aðrar aðstæður þar sem mikilvægt er að verjast bleytu.

Hróður gúmmístígvéla óx smám saman en tók kipp í heimsstyrjöldinni síðari þar sem þau þóttu aftur afbragðs skótau fyrir hermenn sem þurftu að athafna sig í blautu umhverfi. Að stríðinu loknu voru stígvél orðin vinsæll skóbúnaður, ekki bara karla heldur líka kvenna og barna.

Stígvél í ýmsum stærðum og gerðum.

Í dag eru gúmmístígvél ekki bara nytsamleg í bleytu heldur líka tískuvara sem hægt er að fá í ýmsum útfærslum og öllum regnbogans litum. Íslendingarnir sem keyptu sér stígvél hjá Th. Thorsteinsson 1918 höfðu ekki það val en hafa kannski kunnað betur að meta þægindin sem fylgdu því að vera þurr í fæturna heldur en við sem alltaf höfum þekkt gúmmístígvél.

Heimildir og myndir:


Upphaflega var spurt "Hver fann upp á stígvélum?" og er þeirri spurningu svarað að hluta hér....