Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á stígvélum?

Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur.

Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 1000 f.Kr. Vitað er að á síðari hluta miðalda, um 1200-1500 e.Kr., fóru hirðingjar í Austur-Asíu að klæðast ökklaháum leðurstígvélum. Á 18. öld komu hin svokölluðu Hessian-stígvél til sögunnar en þau voru hnéhá, með lágum hæl og oddmjórri tá. Upphaflega voru Hessian-stígvélin notuð af riddurum en urðu vinsæl meðal almennings á 19. öld.

Hessian-stígvél komu til sögunnar á 18. öld. Hessian-stígvélin á myndinni eru ensk og líklega frá fyrri hluta 19. aldar.

Hertoginn af Wellington, Arthur Wellesley (1769-1852), bað skógerðarmann sinn að breyta Hessian-stígvélunum. Nýju stígvélin, kölluð Wellington-stígvél, voru þrengri og náðu einungis upp á miðjan kálfann. Þau voru gerð úr mjúku kálfskinni. Stígvélin hentuðu jafnt til reiðmennsku og sem hluti af óformlegum kvöldklæðnaði.

Sumir vilja rekja sögu stígvélanna aftur til ársins 1000 f.Kr. en fyrstu gúmmístígvélin voru framleidd í Frakklandi eftir miðja 19. öld.

Bandaríkjamaðurinn Hiram Hutchinson (1808-1869) átti heiðurinn af fyrstu gúmmístígvélunum en þau voru framleidd í Frakklandi eftir miðja 19. öld. Gúmmístígvélin voru byggð á Wellington-stígvélunum. Framleiðsla á gúmmístígvélunum tók kipp í fyrri heimsstyrjöldinni (1914-1918) og voru yfir milljón stígvél framleidd fyrir breska herinn. Svipað var uppi á teningnum í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945) en við lok hennar fóru stígvélin að verða vinsæl meðal almennings á votviðrisdögum. Á Íslandi fóru gúmmístígvél fyrst að sjást rétt eftir aldamótin 1900 og þóttu mikil bylting.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Útgáfudagur

30.6.2016

Spyrjandi

Helga Dís Jakobsdóttir, f. 1991

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Sigrún Björg Halldórsdóttir, Yrsa Tryggvadóttir og Þorgerður Ósk Jónsdóttir. „Hver fann upp á stígvélum?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2016. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=10382.

Sigrún Björg Halldórsdóttir, Yrsa Tryggvadóttir og Þorgerður Ósk Jónsdóttir. (2016, 30. júní). Hver fann upp á stígvélum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10382

Sigrún Björg Halldórsdóttir, Yrsa Tryggvadóttir og Þorgerður Ósk Jónsdóttir. „Hver fann upp á stígvélum?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2016. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10382>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.