Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Pétur Dam Leifsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svo :
Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"?

Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982, er þar í nokkuð einfaldaðri útgáfu lýst sem ofbeldisaðgerð manna á sjóræningjaskipi gagnvart öðru skipi á úthafinu eða í öllu falli utan lögsögu einstakra strandríkja. Sérstaða sjóráns felst samkvæmt þessu í því að þó svo að viðkomandi brot eigi sér þannig stað á úthafinu eða utan lögsögu ríkja þá hafa ríki almennt að þjóðarétti skyldu til að reyna að sporna við sjóráni. Öllum ríkjum er því heimilt að taka sjóræningjaskip og ákæra og dæma sjóræningjana eftir eigin landslögum.

Sjóráni er í þjóðarrétti lýst sem ofbeldisaðgerð manna á sjóræningjaskipi gagnvart öðru skipi á úthafinu eða í öllu falli utan lögsögu einstakra strandríkja.

Slík heimild er frávik frá almennum reglum þjóðaréttar um töku skipa á úthafinu sem og eftir atvikum frá almennum sjónarmiðum þjóðaréttar um refsilögsögu. Byggir framangreind sérregla um sjórán á fornri venju þess efnis að sjóræningjar væru óvinir alls mannkyns (l. hostis humani generis) sem er í grunninn að segja má einkum praktísk hagkvæmnisregla í þágu sameiginlegra hagsmuna ríkja.

Sérstaða sjóráns eins og því er þannig lýst að þjóðarétti helgast þó alls ekki af því að ríki geti ekki eða vilji almennt ekki gera sambærilega hegðun refsiverða innan sinnar eigin landhelgi eða lögsögu, því sú er auðvitað almennt raunin og myndi ríki almennt ótvírætt bregðast við slíku sams konar athæfi innan lögsögu sinnar. Í þeim tilvikum nefnist brotið, það er hin sama háttsemi sem yrði þá skilgreind sem brot í landsrétti viðkomandi ríkis í skjóli forráðasvæðislögsögu þess, almennt ekki „sjórán“ í þjóðréttarlegum skilningi. Hið rétta svar er því það að íslensk stjórnvöld myndu ótvírætt bregðast við viðlíka brotum og sjóráni sem ættu sér stað í landhelgi Íslands í skjóli þeirra ákvæða almennra hegningarlaga og sérlaga sem við eiga hverju sinni, með því að taka viðkomandi skip, ákæra og dæma slíka brotamenn.

Engin lög, hvorki alþjóðalög né landslög, „heimila“ háttsemi viðlíka og sjórán, hvort heldur sem er innan eða utan íslenskrar landhelgi.

Sérstök vandamál geta hins vegar komið upp að þjóðarétti þegar viðkomandi strandríki skortir getu eða vilja til að halda uppi lögsögu í landhelgi gagnvart slíkri háttsemi, þar sem eru alþjóðlegar siglingaleiðir, til dæmis ástandið undan ströndum Sómalíu. Fór þar svo að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfti að samþykkja sérstakar ályktanir, sbr. nr. 1814/2008 og síðari ályktanir, til að tryggja það að bregðast mætti við háttsemi viðlíka og sjóráni í landhelgi Sómalíu þá sýnt þótti að annað dygði ekki til.

Svarið er því það að engin lög, hvorki alþjóðalög né landslög, „heimila“ háttsemi viðlíka og sjórán, hvort heldur sem er innan eða utan íslenskrar landhelgi, og íslensk stjórnvöld myndu ótvírætt geta brugðist við slíkum brotum er ættu sér stað innan íslenskrar landhelgi, og einnig eftir atvikum utan landhelginnar á grundvelli þjóðaréttar. En hvað varðar hins vegar mögulega refsilögsögu hérlendis fyrir sjórán á úthafinu þá virðist hún samkvæmt íslenskum lögum vera bundin við það að brotið hafi með einhverjum hætti beinst að íslenskum hagsmunum og má því segja að Ísland hafi til þessa ekki talið þörf á að taka sér hér eins rúma lögsögu og unnt væri.

Myndir:

Höfundur

Pétur Dam Leifsson

dósent á sviði þjóðarréttar við Lagadeild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.10.2019

Spyrjandi

Maggi og Óli Víglunds.

Tilvísun

Pétur Dam Leifsson. „Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?“ Vísindavefurinn, 4. október 2019. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77900.

Pétur Dam Leifsson. (2019, 4. október). Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77900

Pétur Dam Leifsson. „Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2019. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77900>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo :

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"?

Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982, er þar í nokkuð einfaldaðri útgáfu lýst sem ofbeldisaðgerð manna á sjóræningjaskipi gagnvart öðru skipi á úthafinu eða í öllu falli utan lögsögu einstakra strandríkja. Sérstaða sjóráns felst samkvæmt þessu í því að þó svo að viðkomandi brot eigi sér þannig stað á úthafinu eða utan lögsögu ríkja þá hafa ríki almennt að þjóðarétti skyldu til að reyna að sporna við sjóráni. Öllum ríkjum er því heimilt að taka sjóræningjaskip og ákæra og dæma sjóræningjana eftir eigin landslögum.

Sjóráni er í þjóðarrétti lýst sem ofbeldisaðgerð manna á sjóræningjaskipi gagnvart öðru skipi á úthafinu eða í öllu falli utan lögsögu einstakra strandríkja.

Slík heimild er frávik frá almennum reglum þjóðaréttar um töku skipa á úthafinu sem og eftir atvikum frá almennum sjónarmiðum þjóðaréttar um refsilögsögu. Byggir framangreind sérregla um sjórán á fornri venju þess efnis að sjóræningjar væru óvinir alls mannkyns (l. hostis humani generis) sem er í grunninn að segja má einkum praktísk hagkvæmnisregla í þágu sameiginlegra hagsmuna ríkja.

Sérstaða sjóráns eins og því er þannig lýst að þjóðarétti helgast þó alls ekki af því að ríki geti ekki eða vilji almennt ekki gera sambærilega hegðun refsiverða innan sinnar eigin landhelgi eða lögsögu, því sú er auðvitað almennt raunin og myndi ríki almennt ótvírætt bregðast við slíku sams konar athæfi innan lögsögu sinnar. Í þeim tilvikum nefnist brotið, það er hin sama háttsemi sem yrði þá skilgreind sem brot í landsrétti viðkomandi ríkis í skjóli forráðasvæðislögsögu þess, almennt ekki „sjórán“ í þjóðréttarlegum skilningi. Hið rétta svar er því það að íslensk stjórnvöld myndu ótvírætt bregðast við viðlíka brotum og sjóráni sem ættu sér stað í landhelgi Íslands í skjóli þeirra ákvæða almennra hegningarlaga og sérlaga sem við eiga hverju sinni, með því að taka viðkomandi skip, ákæra og dæma slíka brotamenn.

Engin lög, hvorki alþjóðalög né landslög, „heimila“ háttsemi viðlíka og sjórán, hvort heldur sem er innan eða utan íslenskrar landhelgi.

Sérstök vandamál geta hins vegar komið upp að þjóðarétti þegar viðkomandi strandríki skortir getu eða vilja til að halda uppi lögsögu í landhelgi gagnvart slíkri háttsemi, þar sem eru alþjóðlegar siglingaleiðir, til dæmis ástandið undan ströndum Sómalíu. Fór þar svo að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfti að samþykkja sérstakar ályktanir, sbr. nr. 1814/2008 og síðari ályktanir, til að tryggja það að bregðast mætti við háttsemi viðlíka og sjóráni í landhelgi Sómalíu þá sýnt þótti að annað dygði ekki til.

Svarið er því það að engin lög, hvorki alþjóðalög né landslög, „heimila“ háttsemi viðlíka og sjórán, hvort heldur sem er innan eða utan íslenskrar landhelgi, og íslensk stjórnvöld myndu ótvírætt geta brugðist við slíkum brotum er ættu sér stað innan íslenskrar landhelgi, og einnig eftir atvikum utan landhelginnar á grundvelli þjóðaréttar. En hvað varðar hins vegar mögulega refsilögsögu hérlendis fyrir sjórán á úthafinu þá virðist hún samkvæmt íslenskum lögum vera bundin við það að brotið hafi með einhverjum hætti beinst að íslenskum hagsmunum og má því segja að Ísland hafi til þessa ekki talið þörf á að taka sér hér eins rúma lögsögu og unnt væri.

Myndir: