Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:

Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti?

Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda.

Í 3. gr. fjölmiðlalaga er tiltekið að lögin gildi um alla fjölmiðla sem dreifa efni sem er ætlað almenningi til móttöku og lýtur ritstjórn. Talsmenn pírataútvarps þyrftu því að sannfæra yfirvöld um að útvarpsstöðin væri ekki fjölmiðill. Slíkt gæti reynst erfitt ef forsvarsmenn stöðvarinnar hyggjast útvarpa dagskrá á FM-tíðni. Skilgreining fjölmiðlalaganna er nokkuð víðtæk en aðalskilyrðin eru að ritstjórn starfi á miðlinum og að efnið sé ætlað almenningi.

Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda.

Sé sendirinn sem útvarpar efninu stærri en 2W og þjónustusvæðið nær til fleiri en 100 íbúa, þarf að auki að sækja um FM-tíðni hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sé það ekki gert getur stofnunin lagt dagsektir á stöðina, allt frá 50 og upp í 500 þúsund krónur.

Þó stöðin kæmist undan því að vera skilgreind sem fjölmiðill í skilningi fjölmiðlalaga þýðir það þó ekki að pírataútvarpið mætti senda út höfundaréttarvarna tónlist. Í 2. gr. höfundalaga kemur fram að opinber flutningur á verki teljist þegar verk er flutt í útvarpi, eða útvarpað á vinnustað í stórum hátalara. Því gæti sjóræningjaútvarpið ekki fetað í fótspor velþekktrar erlendrar stöðvar sem kallast Piratebay. Ef það væri reynt væri hætta á að forsvarsmenn stöðvarinnar þyrftu að sæta refsingu á grundvelli 55. gr. höfundalaga. Markhópur stöðvarinnar eða kraftur útsendingarinnar skiptir í þessu samhengi engu máli.

Niðurstaða svarsins er því eftirfarandi: Til þess að komast undan skráningarskyldu þyrfti sendir pítataútarpsins að vera aflminni en 2W, íbúar þess svæðis sem útvarpað er á þyrftu að vera færri en 100 og dagskráin mætti ekki ritstýrð eða ætluð almenningi. Að auki væri ekki hægt að útvarpa höfundaréttuvörðu efni.

Heimildir og mynd:
  • Höfundalög 73/1972. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
  • Lög um fjölmiðla 38/2011. Alþingi.is. Sótt 21.04.2020.
  • Lög um Póst- og fjarskiptastofnun 69/2003. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
  • Radio station WJAZ, Chicago. Sótt 21.04.2020 af Wikimedia Commons.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

2.10.2020

Spyrjandi

Kjartan Hrafnkelsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?“ Vísindavefurinn, 2. október 2020, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78670.

Baldur S. Blöndal. (2020, 2. október). Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78670

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2020. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78670>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?
Upprunalega spurningin var:

Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti?

Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda.

Í 3. gr. fjölmiðlalaga er tiltekið að lögin gildi um alla fjölmiðla sem dreifa efni sem er ætlað almenningi til móttöku og lýtur ritstjórn. Talsmenn pírataútvarps þyrftu því að sannfæra yfirvöld um að útvarpsstöðin væri ekki fjölmiðill. Slíkt gæti reynst erfitt ef forsvarsmenn stöðvarinnar hyggjast útvarpa dagskrá á FM-tíðni. Skilgreining fjölmiðlalaganna er nokkuð víðtæk en aðalskilyrðin eru að ritstjórn starfi á miðlinum og að efnið sé ætlað almenningi.

Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum eins og lágri tíðni eða útvarpssendum utan lögsögu yfirvalda.

Sé sendirinn sem útvarpar efninu stærri en 2W og þjónustusvæðið nær til fleiri en 100 íbúa, þarf að auki að sækja um FM-tíðni hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Sé það ekki gert getur stofnunin lagt dagsektir á stöðina, allt frá 50 og upp í 500 þúsund krónur.

Þó stöðin kæmist undan því að vera skilgreind sem fjölmiðill í skilningi fjölmiðlalaga þýðir það þó ekki að pírataútvarpið mætti senda út höfundaréttarvarna tónlist. Í 2. gr. höfundalaga kemur fram að opinber flutningur á verki teljist þegar verk er flutt í útvarpi, eða útvarpað á vinnustað í stórum hátalara. Því gæti sjóræningjaútvarpið ekki fetað í fótspor velþekktrar erlendrar stöðvar sem kallast Piratebay. Ef það væri reynt væri hætta á að forsvarsmenn stöðvarinnar þyrftu að sæta refsingu á grundvelli 55. gr. höfundalaga. Markhópur stöðvarinnar eða kraftur útsendingarinnar skiptir í þessu samhengi engu máli.

Niðurstaða svarsins er því eftirfarandi: Til þess að komast undan skráningarskyldu þyrfti sendir pítataútarpsins að vera aflminni en 2W, íbúar þess svæðis sem útvarpað er á þyrftu að vera færri en 100 og dagskráin mætti ekki ritstýrð eða ætluð almenningi. Að auki væri ekki hægt að útvarpa höfundaréttuvörðu efni.

Heimildir og mynd:
  • Höfundalög 73/1972. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
  • Lög um fjölmiðla 38/2011. Alþingi.is. Sótt 21.04.2020.
  • Lög um Póst- og fjarskiptastofnun 69/2003. Alþingi.is. Sótt 16.06.2020.
  • Radio station WJAZ, Chicago. Sótt 21.04.2020 af Wikimedia Commons.
  • ...