Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?

JGÞ

Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina.

Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna. Til þess að skynja útvarpsbylgjurnar þurfum við þess vegna á útvarpsviðtæki að halda. Það tekur við bylgjunum og breytir merki þeirra í hljóð sem við skynjum.


Vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim, nema þeir hafi útvarp við höndina.

Þegar við heyrum hljóðið hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans.

Munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum er margvíslegur. Útvarpsbylgjur geta til dæmis borist um tómarúm og ýmis efni, til dæmis loft. Hljóðbylgjur geta ekki borist um tómarúm en þær berast um loft og önnur efni. Hægt er að lesa meira um muninn á bylgjunum tveimur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.3.2009

Spyrjandi

N.N., f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2009. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51867.

JGÞ. (2009, 10. mars). Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51867

JGÞ. „Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2009. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?
Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina.

Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna. Til þess að skynja útvarpsbylgjurnar þurfum við þess vegna á útvarpsviðtæki að halda. Það tekur við bylgjunum og breytir merki þeirra í hljóð sem við skynjum.


Vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim, nema þeir hafi útvarp við höndina.

Þegar við heyrum hljóðið hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans.

Munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum er margvíslegur. Útvarpsbylgjur geta til dæmis borist um tómarúm og ýmis efni, til dæmis loft. Hljóðbylgjur geta ekki borist um tómarúm en þær berast um loft og önnur efni. Hægt er að lesa meira um muninn á bylgjunum tveimur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...