Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?

Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er sagður hafa klæðst blóðrauðum frakka, borið tvö sverð um mitti sér, og haft á sér fjölmargar skammbyssur og hnífa.

Árið 1716 fóru fyrst að heyrast sögur af Svartskeggi sjóræningja. Árið 1717 er hann svo sagður hafa náð frönsku verslunarskipi og breytt því í flaggskip sitt. Skipið var nefnt Queen Anne's Revenge, eða Hefnd Önnu drottningar, og hafði 40 fallbyssur innanborðs. Svartskeggur herjaði síðan á skip í Karíbahafi og við strendur Virginíu og Karólínu í Norður-Ameríku, og rændi af þeim öllu eigulegu, svo sem siglingatækjum, vopnum og rommi. Að lokum var konunglegi sjóherinn sendur eftir honum og mönnum hans árið 1718, og Svartskeggur var drepinn í blóðugum bardaga þar sem hann er sagður hafa fengið 20 sverðstungur og fimm skotsár. Lík hans var að lokum afhausað og höfuðið hengt á bugspjót skipsins.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Jens Pétur Clausen, f. 1994

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

HMS. „Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006. Sótt 25. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5798.

HMS. (2006, 6. apríl). Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5798

HMS. „Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 25. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5798>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Erla Björnsdóttir

1982

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum.