Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna.

Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, hafa það fram yfir ljósvakamiðlana að geta gefið fréttum mun meira rými en útvarp og sjónvarp. Í dagblaði geta verið 30 - 40 dálkar af fréttum en í 10 mínútna fréttatíma í útvarpi er um það bil einn og hálfur dálkur af fréttum. Því er ljóst að umfjöllun dagblaða um einstök málefni er oft á tíðum mun rækilegri en umfjöllun ljósvakamiðlanna enda hefur því oft verið haldið fram að talmiðlarnir, sérstaklega sjónvarp, séu eingöngu með fyrirsagnir.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að fólk sem aflar sér frétta að mestu leyti úr dagblöðum er betur að sér um þjóðmál heldur en þeir sem leita aðallega til sjónvarps um fréttir. Einnig má benda á að þegar lesandi fær dagblað í hendur getur hann valið sjálfur hvað hann les og hvað ekki, hann getur lagt blaðið frá sér og haldið lestri áfram þegar hann hefur tíma og tækifæri til, og síðast en ekki síst getur hann lesið aftur þann fréttatexta sem honum finnst óljós.

Ljósvakamiðlarnir eru hins vegar línulegir miðlar, það er að segja að hver frétt tekur við af annarri og áhorfandanum er ekki gert kleift að velja hvað hann horfir á og hvað ekki nema að hann horfi á allan fréttatímann með öðru auganu til að missa ekki af því sem hann hefur áhuga fyrir. Ljósvakamiðlarnir, sérstaklega útvarp, eru nánast alltaf í samkeppni við það sem er í gerast í umhverfi hlustandans. Það er óalgengt nú á tímum að fólk setjist niður gagngert til að hlusta á fréttir í útvarpi. Yfirleitt er það að gera eitthvað annað á meðan, til dæmis elda eða keyra.

Fréttum í útvarpi og sjónvarpi eru settar miklar skorður því auk þess að þurfa að keppa um athygli hlustandans gefa þær honum yfirleitt aðeins eitt tækifæri til að heyra fréttina. Hann hefur enga möguleika á að heyra aftur það sem hann hefur misst af eða ekki skilið þar sem ekki hægt er að spóla til baka. Af þessum sökum er mælt með að setningar í fréttum ljósvakamiðlanna séu ekki lengri en 20-25 orð og umfram allt gagnorðar.

Vegna ofangreindra takmarkana ljósvakamiðlanna er ljóst að fréttir sem byggja á tölfræðilegum upplýsingum eiga illa heima í útvarpi og sjónvarpi. Miklar talnarunur renna inn um annað eyra hlustandans og út um hitt, og jafnvel þó að notaðar séu skýringamyndir í sjónvarpi dugar það oft ekki til því að augu áhorfenda ná ekki að nema myndirnar sem skyldi áður en þær eru farnar af skjánum aftur. Slíkum fréttum er hins vegar hægt að gera mjög góð skil í dagblöðum og öðrum prentmiðlum.

Sé frétt myndræn hefur sjónvarpið mikið forskot á pretmiðlana og útvarpið. Má í þessu tilfelli nefna til dæmis náttúruhamfarir eða þegar Tvíburaturnarnir í New York féllu þann 11. september 2001. Í slíkum tilvikum á vissulega við að ein mynd segi meira en þúsund orð. Á hinn bóginn er útvarpið mun sveigjanlegri miðill en prentmiðlarnir eða sjónvarpið því að enginn annar miðill getur komið upplýsingum eða fréttum til almennings jafnhratt og vel þegar mikið liggur við.

Yfirleitt eru dagblöðin, og útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar með sömu fréttirnar að miklu leyti. Munurinn á miðlunum liggur þá aðallega í framsetningu fréttanna en það kemur samt fyrir að fréttir sem hafa lítið eiginlegt fréttagildi rati inn í fréttir sjónvarpsstöðvanna eingöngu vegna þess hversu myndrænar þær eru. Þannig hefur hver miðill bæði sína kosti og galla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

12.6.2002

Spyrjandi

Sigríður Michelsen

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2002. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2486.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2002, 12. júní). Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2486

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2002. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?
Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna.

Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, hafa það fram yfir ljósvakamiðlana að geta gefið fréttum mun meira rými en útvarp og sjónvarp. Í dagblaði geta verið 30 - 40 dálkar af fréttum en í 10 mínútna fréttatíma í útvarpi er um það bil einn og hálfur dálkur af fréttum. Því er ljóst að umfjöllun dagblaða um einstök málefni er oft á tíðum mun rækilegri en umfjöllun ljósvakamiðlanna enda hefur því oft verið haldið fram að talmiðlarnir, sérstaklega sjónvarp, séu eingöngu með fyrirsagnir.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að fólk sem aflar sér frétta að mestu leyti úr dagblöðum er betur að sér um þjóðmál heldur en þeir sem leita aðallega til sjónvarps um fréttir. Einnig má benda á að þegar lesandi fær dagblað í hendur getur hann valið sjálfur hvað hann les og hvað ekki, hann getur lagt blaðið frá sér og haldið lestri áfram þegar hann hefur tíma og tækifæri til, og síðast en ekki síst getur hann lesið aftur þann fréttatexta sem honum finnst óljós.

Ljósvakamiðlarnir eru hins vegar línulegir miðlar, það er að segja að hver frétt tekur við af annarri og áhorfandanum er ekki gert kleift að velja hvað hann horfir á og hvað ekki nema að hann horfi á allan fréttatímann með öðru auganu til að missa ekki af því sem hann hefur áhuga fyrir. Ljósvakamiðlarnir, sérstaklega útvarp, eru nánast alltaf í samkeppni við það sem er í gerast í umhverfi hlustandans. Það er óalgengt nú á tímum að fólk setjist niður gagngert til að hlusta á fréttir í útvarpi. Yfirleitt er það að gera eitthvað annað á meðan, til dæmis elda eða keyra.

Fréttum í útvarpi og sjónvarpi eru settar miklar skorður því auk þess að þurfa að keppa um athygli hlustandans gefa þær honum yfirleitt aðeins eitt tækifæri til að heyra fréttina. Hann hefur enga möguleika á að heyra aftur það sem hann hefur misst af eða ekki skilið þar sem ekki hægt er að spóla til baka. Af þessum sökum er mælt með að setningar í fréttum ljósvakamiðlanna séu ekki lengri en 20-25 orð og umfram allt gagnorðar.

Vegna ofangreindra takmarkana ljósvakamiðlanna er ljóst að fréttir sem byggja á tölfræðilegum upplýsingum eiga illa heima í útvarpi og sjónvarpi. Miklar talnarunur renna inn um annað eyra hlustandans og út um hitt, og jafnvel þó að notaðar séu skýringamyndir í sjónvarpi dugar það oft ekki til því að augu áhorfenda ná ekki að nema myndirnar sem skyldi áður en þær eru farnar af skjánum aftur. Slíkum fréttum er hins vegar hægt að gera mjög góð skil í dagblöðum og öðrum prentmiðlum.

Sé frétt myndræn hefur sjónvarpið mikið forskot á pretmiðlana og útvarpið. Má í þessu tilfelli nefna til dæmis náttúruhamfarir eða þegar Tvíburaturnarnir í New York féllu þann 11. september 2001. Í slíkum tilvikum á vissulega við að ein mynd segi meira en þúsund orð. Á hinn bóginn er útvarpið mun sveigjanlegri miðill en prentmiðlarnir eða sjónvarpið því að enginn annar miðill getur komið upplýsingum eða fréttum til almennings jafnhratt og vel þegar mikið liggur við.

Yfirleitt eru dagblöðin, og útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar með sömu fréttirnar að miklu leyti. Munurinn á miðlunum liggur þá aðallega í framsetningu fréttanna en það kemur samt fyrir að fréttir sem hafa lítið eiginlegt fréttagildi rati inn í fréttir sjónvarpsstöðvanna eingöngu vegna þess hversu myndrænar þær eru. Þannig hefur hver miðill bæði sína kosti og galla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...