Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur orðið fyrir þeirri reynslu að farið var rangt með nafn hans í frétt í The Wall Street Journal. Í fyrstu fundust honum mistökin það léttvæg að hann nennti ekki að biðja blaðið um að leiðrétta þau en þegar hann gerði sér grein fyrir að greinin yrði í gagnabanka blaðsins snérist honum hugur. Það er skemmst frá því að segja að 15 árum eftir að Meyer fór fram á leiðréttingu hafði The Wall Street Journal enn ekki orðið við beiðni hans. Vitað er að aðeins um 10% þeirra sem finna villur í dagblaðafréttum hafa samband við dagblöðin til að láta leiðrétta villurnar.

Í rannsókn Meyers og kollega hans kom fram að tölfræðilegar villur leyndust í tæplega einni af hverjum fimm fréttum. Rangt var farið með tölur eða þær mistúlkaðar af þeim blaðamanni sem skrifaði fréttina. Staðreyndavillur voru einnig nokkrar því í 4% tilfella voru nöfn heimildarmanna röng og í 9% tilfella var rangt farið með starfsheiti fólks.

Heimildarmenn (21%) kvörtuðu einnig yfir því að farið væri rangt með tilvitnanir eða þær teknar úr samhengi. Verra var að sumir (12%) töldu að fréttir væru hreinlega ýktar eða gert meira úr þeim en efni stóðu til. Í 15% tilfella sögðu heimildarmenn að fyrirsagnir væru rangar. Tæplega einn af hverjum þremur heimildarmönnum héldu að blaðamenn hefðu farið rangt með staðreyndir þar sem þeir hefðu hreinilega ekki skilið umfjöllunarefni sitt. Aðeins 1% heimildarmanna játaði að hafa gefið blaðamanni rangar upplýsingar og sökin lægi því hjá sér. Niðurstaða Meyers var sú að í 59% af þeim fréttum sem skoðaðar voru reyndist vera farið rangt með. Eins og Meyer bendir sjálfur á þýða niðurstöðurnar að það eru meira en helmingslíkur á að villa leynist í hverri einustu frétt sem lesendur lesa.

Árið 1936 gerði Mitchell Charnley hjá Minnesótaháskóla svipaða rannsókn. Hann fann þrjár villur fyrir hverjar fjórar fréttir sem hann skoðaði.

Í ljós hefur komið að þeir sem fundið hafa villur í dagblöðum treysta þeim síður en aðrir. Þetta fólk er iðulega svokallaðir álitsgjafar sem liggja ekki á skoðunum sínum, meðal annars í garð dagblaða. Álitsgjafarnir geta því haft áhrif á skoðanir annarra á dagblöðunum. Afleiðingin er sú að dagblöðum vegnar betur ef þau kappkosta að fara rétt með staðreyndir. Að einhverju leyti geta dagblöð dregið úr villum hjá sér með því að fjölga starfsfólki og draga þar með úr álagi á starfsmenn sína.

Mynd:

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Ingólfur Hafsteinsson

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7268.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2008, 1. apríl). Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7268

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7268>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?
Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur orðið fyrir þeirri reynslu að farið var rangt með nafn hans í frétt í The Wall Street Journal. Í fyrstu fundust honum mistökin það léttvæg að hann nennti ekki að biðja blaðið um að leiðrétta þau en þegar hann gerði sér grein fyrir að greinin yrði í gagnabanka blaðsins snérist honum hugur. Það er skemmst frá því að segja að 15 árum eftir að Meyer fór fram á leiðréttingu hafði The Wall Street Journal enn ekki orðið við beiðni hans. Vitað er að aðeins um 10% þeirra sem finna villur í dagblaðafréttum hafa samband við dagblöðin til að láta leiðrétta villurnar.

Í rannsókn Meyers og kollega hans kom fram að tölfræðilegar villur leyndust í tæplega einni af hverjum fimm fréttum. Rangt var farið með tölur eða þær mistúlkaðar af þeim blaðamanni sem skrifaði fréttina. Staðreyndavillur voru einnig nokkrar því í 4% tilfella voru nöfn heimildarmanna röng og í 9% tilfella var rangt farið með starfsheiti fólks.

Heimildarmenn (21%) kvörtuðu einnig yfir því að farið væri rangt með tilvitnanir eða þær teknar úr samhengi. Verra var að sumir (12%) töldu að fréttir væru hreinlega ýktar eða gert meira úr þeim en efni stóðu til. Í 15% tilfella sögðu heimildarmenn að fyrirsagnir væru rangar. Tæplega einn af hverjum þremur heimildarmönnum héldu að blaðamenn hefðu farið rangt með staðreyndir þar sem þeir hefðu hreinilega ekki skilið umfjöllunarefni sitt. Aðeins 1% heimildarmanna játaði að hafa gefið blaðamanni rangar upplýsingar og sökin lægi því hjá sér. Niðurstaða Meyers var sú að í 59% af þeim fréttum sem skoðaðar voru reyndist vera farið rangt með. Eins og Meyer bendir sjálfur á þýða niðurstöðurnar að það eru meira en helmingslíkur á að villa leynist í hverri einustu frétt sem lesendur lesa.

Árið 1936 gerði Mitchell Charnley hjá Minnesótaháskóla svipaða rannsókn. Hann fann þrjár villur fyrir hverjar fjórar fréttir sem hann skoðaði.

Í ljós hefur komið að þeir sem fundið hafa villur í dagblöðum treysta þeim síður en aðrir. Þetta fólk er iðulega svokallaðir álitsgjafar sem liggja ekki á skoðunum sínum, meðal annars í garð dagblaða. Álitsgjafarnir geta því haft áhrif á skoðanir annarra á dagblöðunum. Afleiðingin er sú að dagblöðum vegnar betur ef þau kappkosta að fara rétt með staðreyndir. Að einhverju leyti geta dagblöð dregið úr villum hjá sér með því að fjölga starfsfólki og draga þar með úr álagi á starfsmenn sína.

Mynd: ...