Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Fara kanínur í dvala á veturna?

Jón Már Halldórsson

Ýmsar dýrategundir leggjast í dvala til þess að lifa af tímabil sem reynast þeim erfið, til dæmis vegna kulda. Þá hægist á öllum efnaskiptum, líkamshiti þeirra fellur og þau þurfa ekki að nærast.

Kanínur tilheyra héraætt (Leopridea) rétt eins og hérar. Engin þeirra um 60 tegunda sem tilheyra þeirri ætt leggst í dvala yfir veturinn. Þær tegundir ættarinnar sem finnast mjög norðarlega, svo sem snjóþrúguhérinn (Lepus americanus) og snæhérinn (Lepus arcticus), eru að jafnaði áberandi stærri en kanínur og eiga auðveldara með að lifa í svo köldu umhverfi.

Kanínur eru á ferli allan veturinn en leggjast ekki í dvala.

Engin tegund eiginlegra kanína finnst eins og norðarlega og þessar tvær tegundir héra. Í Norður-Ameríku finnst tegundin ullskotta (Sylvilagus floridanus) í austanverðum Bandaríkjunum og syðst í Kanada þar sem getur orðið nokkuð kalt. Henni vex vetrarfeldur til að takast á við vetrarhörkur á þessum slóðum.

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber og rætur. Yfir vetrartímann getur verið erfitt að ná í þessa fæðu en þar sem þær leggjast ekki í dvala verða þær að afla sér matar. Þá naga þær gjarnan trjábörk og jafnvel trjágreinar og eru dæmi þess að það hafi stórséð á trjám á afmörkuðum svæðum vegna ágangs kanína.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.12.2019

Spyrjandi

Vaka Unnarsdóttir Elsudóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Fara kanínur í dvala á veturna?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2019. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78291.

Jón Már Halldórsson. (2019, 19. desember). Fara kanínur í dvala á veturna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78291

Jón Már Halldórsson. „Fara kanínur í dvala á veturna?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2019. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78291>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fara kanínur í dvala á veturna?
Ýmsar dýrategundir leggjast í dvala til þess að lifa af tímabil sem reynast þeim erfið, til dæmis vegna kulda. Þá hægist á öllum efnaskiptum, líkamshiti þeirra fellur og þau þurfa ekki að nærast.

Kanínur tilheyra héraætt (Leopridea) rétt eins og hérar. Engin þeirra um 60 tegunda sem tilheyra þeirri ætt leggst í dvala yfir veturinn. Þær tegundir ættarinnar sem finnast mjög norðarlega, svo sem snjóþrúguhérinn (Lepus americanus) og snæhérinn (Lepus arcticus), eru að jafnaði áberandi stærri en kanínur og eiga auðveldara með að lifa í svo köldu umhverfi.

Kanínur eru á ferli allan veturinn en leggjast ekki í dvala.

Engin tegund eiginlegra kanína finnst eins og norðarlega og þessar tvær tegundir héra. Í Norður-Ameríku finnst tegundin ullskotta (Sylvilagus floridanus) í austanverðum Bandaríkjunum og syðst í Kanada þar sem getur orðið nokkuð kalt. Henni vex vetrarfeldur til að takast á við vetrarhörkur á þessum slóðum.

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber og rætur. Yfir vetrartímann getur verið erfitt að ná í þessa fæðu en þar sem þær leggjast ekki í dvala verða þær að afla sér matar. Þá naga þær gjarnan trjábörk og jafnvel trjágreinar og eru dæmi þess að það hafi stórséð á trjám á afmörkuðum svæðum vegna ágangs kanína.

Heimildir og mynd:

...