Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?

Gylfi Magnússon

Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Hvað kostar bílastæði? Hversvegna eru þau gjaldfrjáls? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á ferðavenjur? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á skipulag þéttbýlis?

Stundum er sagt að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Það sama gildir um flest annað, þar á meðal bílastæði. Það þarf almennt að fórna einhverju til að búa til bílastæði.

Í dreifbýli, þar sem umferð er lítil og rými nægt, er kostnaðurinn af hverju bílastæði kannski ekki hár, jafnvel enginn ef hægt er að leggja á landrými sem myndi ekki vera notað í neitt annað ella. Í þéttbýli er annað uppi á teningnum. Þar getur verið mjög dýrt að útbúa bílastæði, hvort sem það er gert með sérstökum mannvirkjum, það er bílastæðahúsum eða bílakjöllurum, eða með öðrum hætti. Jafnvel þótt ekkert mannvirki sé reist taka bílastæðin rými sem ekki er hægt að nýta í annað. Það getur til dæmis valdið því að byggð verður dreifðari, sem kallar á meiri samgöngur og þær kosta tíma og peninga auk þess að valda mengun í mörgum tilfellum.

Bílastæði í þéttbýli taka rými sem ekki er hægt að nýta í annað. Það getur til dæmis valdið því að byggð verður dreifðari, sem kallar á meiri samgöngur og þær kosta tíma og peninga auk þess að valda mengun í mörgum tilfellum.

Það er því ýmiss konar kostnaður sem bílastæði valda og hann fellur á einhverja, hvort sem tekið er gjald fyrir að leggja eða ekki. Þegar hið opinbera, oftast stjórnendur sveitarfélaga, taka ákvörðun um að útbúa eða leyfa bílastæði og að taka ekki gjald fyrir þau þá telst það pólitísk ákvörðun og ætti að öðru jöfnu að endurspegla tilteknar pólitískar áherslur. Það getur svo eðli máls samkvæmt breyst með tímanum eða aðstæðum. Þannig er ef til vill lítil ástæða til að innheimta gjald fyrir bílastæði í litlum bæ með fáum bílum og nægu rými en vaxi bærinn og íbúum og bílum fjölgar gætu gjöld fyrir bílastæði orðið skynsamleg.

Einkaaðilar reka oft bílastæði fyrir eigin kostnað, til dæmis við verslunarmiðstöðvar eða fjölbýlishús. Þar er yfirleitt ekki tekið gjald, þótt þess séu þó dæmi. Til dæmis gæti verslunarmiðstöð viljað laða til sín viðskiptavini með ókeypis bílastæðum. Íbúar fjölbýlishúss gætu líka litið svo á að stæðin við húsið væru hluti af því sem þyrfti til að þjóna þörfum íbúanna og taka því á sig kostnaðinn, sem væntanlega fellur fyrst og fremst til þegar lóðin er keypt og fjölbýlishúsið reist, þótt einnig falli til viðhaldskostnaður seinna. Það væri hins vegar alla jafna ódýrara að reisa fjölbýlishús með færri bílastæðum, jafnvel engum, og vitaskuld ódýrara að reisa fjölbýlishús án bílakjallara eða bílskúra en með þeim. Hér skiptir meðal annars máli hvort íbúarnir eru tilbúnir að greiða meira fyrir íbúð með aðgangi að bílastæði en með honum. Sveitarfélög hafa líka eitthvað um málið að segja enda fara þau með svokallað skipulagsvald og geta því annað hvort gert kröfu um bílastæði, hvort heldur við íbúðar- að atvinnuhúsnæði eða jafnvel bannað þau. Það er vitaskuld pólitísk ákvörðun.

Ef sveitarfélag leggur þunga áherslu á mörg bílastæði er líklegt að mikið rými fari undir þau og vegi og byggðin verði dreifð með mikilli umferð. Leggi sveitarfélagið hins vegar áherslu á fá bílastæði og öðru vísi samgöngur, til dæmis gangandi og hjólandi eða almenningssamgöngur, mun byggðin verða þéttari og mannlífið öðru vísi.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2020

Spyrjandi

Árni Davíðsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2020. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78604.

Gylfi Magnússon. (2020, 5. febrúar). Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78604

Gylfi Magnússon. „Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2020. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78604>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Hvað kostar bílastæði? Hversvegna eru þau gjaldfrjáls? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á ferðavenjur? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á skipulag þéttbýlis?

Stundum er sagt að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Það sama gildir um flest annað, þar á meðal bílastæði. Það þarf almennt að fórna einhverju til að búa til bílastæði.

Í dreifbýli, þar sem umferð er lítil og rými nægt, er kostnaðurinn af hverju bílastæði kannski ekki hár, jafnvel enginn ef hægt er að leggja á landrými sem myndi ekki vera notað í neitt annað ella. Í þéttbýli er annað uppi á teningnum. Þar getur verið mjög dýrt að útbúa bílastæði, hvort sem það er gert með sérstökum mannvirkjum, það er bílastæðahúsum eða bílakjöllurum, eða með öðrum hætti. Jafnvel þótt ekkert mannvirki sé reist taka bílastæðin rými sem ekki er hægt að nýta í annað. Það getur til dæmis valdið því að byggð verður dreifðari, sem kallar á meiri samgöngur og þær kosta tíma og peninga auk þess að valda mengun í mörgum tilfellum.

Bílastæði í þéttbýli taka rými sem ekki er hægt að nýta í annað. Það getur til dæmis valdið því að byggð verður dreifðari, sem kallar á meiri samgöngur og þær kosta tíma og peninga auk þess að valda mengun í mörgum tilfellum.

Það er því ýmiss konar kostnaður sem bílastæði valda og hann fellur á einhverja, hvort sem tekið er gjald fyrir að leggja eða ekki. Þegar hið opinbera, oftast stjórnendur sveitarfélaga, taka ákvörðun um að útbúa eða leyfa bílastæði og að taka ekki gjald fyrir þau þá telst það pólitísk ákvörðun og ætti að öðru jöfnu að endurspegla tilteknar pólitískar áherslur. Það getur svo eðli máls samkvæmt breyst með tímanum eða aðstæðum. Þannig er ef til vill lítil ástæða til að innheimta gjald fyrir bílastæði í litlum bæ með fáum bílum og nægu rými en vaxi bærinn og íbúum og bílum fjölgar gætu gjöld fyrir bílastæði orðið skynsamleg.

Einkaaðilar reka oft bílastæði fyrir eigin kostnað, til dæmis við verslunarmiðstöðvar eða fjölbýlishús. Þar er yfirleitt ekki tekið gjald, þótt þess séu þó dæmi. Til dæmis gæti verslunarmiðstöð viljað laða til sín viðskiptavini með ókeypis bílastæðum. Íbúar fjölbýlishúss gætu líka litið svo á að stæðin við húsið væru hluti af því sem þyrfti til að þjóna þörfum íbúanna og taka því á sig kostnaðinn, sem væntanlega fellur fyrst og fremst til þegar lóðin er keypt og fjölbýlishúsið reist, þótt einnig falli til viðhaldskostnaður seinna. Það væri hins vegar alla jafna ódýrara að reisa fjölbýlishús með færri bílastæðum, jafnvel engum, og vitaskuld ódýrara að reisa fjölbýlishús án bílakjallara eða bílskúra en með þeim. Hér skiptir meðal annars máli hvort íbúarnir eru tilbúnir að greiða meira fyrir íbúð með aðgangi að bílastæði en með honum. Sveitarfélög hafa líka eitthvað um málið að segja enda fara þau með svokallað skipulagsvald og geta því annað hvort gert kröfu um bílastæði, hvort heldur við íbúðar- að atvinnuhúsnæði eða jafnvel bannað þau. Það er vitaskuld pólitísk ákvörðun.

Ef sveitarfélag leggur þunga áherslu á mörg bílastæði er líklegt að mikið rými fari undir þau og vegi og byggðin verði dreifð með mikilli umferð. Leggi sveitarfélagið hins vegar áherslu á fá bílastæði og öðru vísi samgöngur, til dæmis gangandi og hjólandi eða almenningssamgöngur, mun byggðin verða þéttari og mannlífið öðru vísi.

Mynd:

...