Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Hvaða ár urðu bílar til?

HMS

Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum.

Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdinand Verbiest hafi hannað einn slíkan heilli öld áður, en líklega var þessi bíll ekki í fullri stærð.


Nokkrir þríhjóla bílar.

Elstur eða einna elstur gufuknúinna bíla var bíll franska verkfræðingsins Nicolas-Joseph Cugnot. Bíllinn var á þremur hjólum og knúinn áfram af léttri gufuvél sem Cugnot hannaði árið 1769. Segja mætti að þetta hafi verið fyrsti eiginlegi bíllinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

5.10.2006

Spyrjandi

Georg Júlíusson, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvaða ár urðu bílar til?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6253.

HMS. (2006, 5. október). Hvaða ár urðu bílar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6253

HMS. „Hvaða ár urðu bílar til?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6253>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár urðu bílar til?
Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum.

Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdinand Verbiest hafi hannað einn slíkan heilli öld áður, en líklega var þessi bíll ekki í fullri stærð.


Nokkrir þríhjóla bílar.

Elstur eða einna elstur gufuknúinna bíla var bíll franska verkfræðingsins Nicolas-Joseph Cugnot. Bíllinn var á þremur hjólum og knúinn áfram af léttri gufuvél sem Cugnot hannaði árið 1769. Segja mætti að þetta hafi verið fyrsti eiginlegi bíllinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....