Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?

Gylfi Magnússon

Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn Ransome Eli Olds (1864-1950). Þessi bíll var fyrst framleiddur árið 1901. Oldsmobile varð síðar hluti af General Motors. Fyrsti bíllinn sem framleiddur var á færibandi var hins vegar Model T frá Ford, árið 1908. Model T seldist í milljónum eintaka og var lengi vel langmest seldi bíll í heimi.Curved Dash Oldsmobile var fyrst fjöldaframleiddur árið 1901.

Aðrir bílar sem til greina koma eru Benz Velo (1894) og Duryea Motor Wagon (1893) en það voru fyrstu bílarnir sem voru staðlaðir, það er framleiddir voru margir bílar sem allir voru í grundvallaratriðum eins. Fyrir tíma þeirra var sérhver bíll sérsmíðaður og sérhannaður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.11.2007

Spyrjandi

Ásdís Ómarsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2007. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6926.

Gylfi Magnússon. (2007, 26. nóvember). Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6926

Gylfi Magnússon. „Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2007. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6926>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?
Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn Ransome Eli Olds (1864-1950). Þessi bíll var fyrst framleiddur árið 1901. Oldsmobile varð síðar hluti af General Motors. Fyrsti bíllinn sem framleiddur var á færibandi var hins vegar Model T frá Ford, árið 1908. Model T seldist í milljónum eintaka og var lengi vel langmest seldi bíll í heimi.Curved Dash Oldsmobile var fyrst fjöldaframleiddur árið 1901.

Aðrir bílar sem til greina koma eru Benz Velo (1894) og Duryea Motor Wagon (1893) en það voru fyrstu bílarnir sem voru staðlaðir, það er framleiddir voru margir bílar sem allir voru í grundvallaratriðum eins. Fyrir tíma þeirra var sérhver bíll sérsmíðaður og sérhannaður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...