Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:48 • Síðdegis: 20:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:42 • Síðdegis: 13:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:48 • Síðdegis: 20:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:42 • Síðdegis: 13:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þvagefni?

JGÞ

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss.

Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og leysist afar vel í vatni. Þegar þvagefni brotnar niður myndast meðal annars ammóníak (NH3) sem á mestan þátt í einkennandi lykt af þvagi sem hefur fengið að standa um nokkra hríð.

Þvagefni er úrgangsefni sem myndast í öllum spendýrum. Hlutverk þess er að binda ammóníak sem losnar þegar amínósýrum er sundrað, en þær eru grunneiningar prótína.

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Það var fyrsta lífefnið sem tókst að búa til á tilraunastofu. Þvagefni er lit- og lyktarlaust og leysist afar vel í vatni.

Þvagefni var fyrsta svonefnda lífefnið sem tókst að búa til á tilraunastofu. Það gerðist árið 1882 og heiðurinn að því átti þýski efnafræðingurinn Friedrich Wöhler (1800-1882). Lífefni eru lífræn efnasambönd sem myndast við efnaskipti í frumum lífvera. Það þóttu nokkur tíðindi þegar Wöhler tókst að framleiða þvagefni enda hafði áður verið talið að lífefni yrðu aðeins til í lífverum.

Á hverju ári eru framleidd hundruð þúsunda tonna af þvagefni í efnaverksmiðjum víða um heim. Rúmlega helmingur þess er notaður í tilbúinn áburð. Plöntur þurfa á nitri (N, einnig nefnt köfnunarefni) að halda til vaxtar og viðgangs og það fá þær úr ammmóníakinu sem myndast þegar þvagefni brotnar niður. Tilbúið þvagefni er einnig notað við plastframleiðslu og enn fremur er því blandað í fóðurbæti fyrir kýr. Jórturdýr geta nefnilega unnið verulega hluta af nauðsynlegu köfnunarefni úr þvagefni.

Myndir:

Hægt er að lesa meira um þvagefni í svari við spurningunni Hvað er keyta? en þetta svar byggir einmitt á því.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.5.2025

Síðast uppfært

27.5.2025

Spyrjandi

María Líf

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er þvagefni?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2025, sótt 29. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87812.

JGÞ. (2025, 26. maí). Hvað er þvagefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87812

JGÞ. „Hvað er þvagefni?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2025. Vefsíða. 29. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87812>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þvagefni?
Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss.

Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og leysist afar vel í vatni. Þegar þvagefni brotnar niður myndast meðal annars ammóníak (NH3) sem á mestan þátt í einkennandi lykt af þvagi sem hefur fengið að standa um nokkra hríð.

Þvagefni er úrgangsefni sem myndast í öllum spendýrum. Hlutverk þess er að binda ammóníak sem losnar þegar amínósýrum er sundrað, en þær eru grunneiningar prótína.

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Það var fyrsta lífefnið sem tókst að búa til á tilraunastofu. Þvagefni er lit- og lyktarlaust og leysist afar vel í vatni.

Þvagefni var fyrsta svonefnda lífefnið sem tókst að búa til á tilraunastofu. Það gerðist árið 1882 og heiðurinn að því átti þýski efnafræðingurinn Friedrich Wöhler (1800-1882). Lífefni eru lífræn efnasambönd sem myndast við efnaskipti í frumum lífvera. Það þóttu nokkur tíðindi þegar Wöhler tókst að framleiða þvagefni enda hafði áður verið talið að lífefni yrðu aðeins til í lífverum.

Á hverju ári eru framleidd hundruð þúsunda tonna af þvagefni í efnaverksmiðjum víða um heim. Rúmlega helmingur þess er notaður í tilbúinn áburð. Plöntur þurfa á nitri (N, einnig nefnt köfnunarefni) að halda til vaxtar og viðgangs og það fá þær úr ammmóníakinu sem myndast þegar þvagefni brotnar niður. Tilbúið þvagefni er einnig notað við plastframleiðslu og enn fremur er því blandað í fóðurbæti fyrir kýr. Jórturdýr geta nefnilega unnið verulega hluta af nauðsynlegu köfnunarefni úr þvagefni.

Myndir:

Hægt er að lesa meira um þvagefni í svari við spurningunni Hvað er keyta? en þetta svar byggir einmitt á því....