Sólin Sólin Rís 06:54 • sest 19:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:48 • Sest 20:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:13 • Síðdegis: 14:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:54 • sest 19:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:48 • Sest 20:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:13 • Síðdegis: 14:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er spönn og hvað er hún löng?

JGÞ

Spönn er gömul lengdareining og samsvarar um ⅓ úr einni alin. Lengd spannarinnar er yfirleitt gefin upp á bilinu 15,9-18,5 cm.

Eins og margar aðrar fornar lengdareiningar miðast spönnin við mannslíkamann, nánar tiltekið bil á milli tveggja fingra. Í þessu felst ákveðinn vandi þar fingur manna eru misstórir. Metrakerfinu var meðal annars komið á til að sporna gegn slíkum vanda við fornar lengdareiningar.

Ein spönn er bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og litla fingurs (eða þumalfingurs og vísifingurs). Enn fremur var til svonefnd langspönn og stuttspönn. Langspönn var bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og löngutangar. Stuttspönn var bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og vísifingurs.

Í dag heyrist sjaldan minnst á spönn, nema þá í föstum orðasamböndum, samanber til dæmis komast ekki spönn frá rassi (geta varla hreyft sig), sjá ekki spönn úr rassi (sjá nánast ekkert) og eiga ekki hálfa spönn til neins (eiga varla neitt).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2025

Spyrjandi

Hafliði

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er spönn og hvað er hún löng?“ Vísindavefurinn, 16. september 2025, sótt 16. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87882.

JGÞ. (2025, 16. september). Hvað er spönn og hvað er hún löng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87882

JGÞ. „Hvað er spönn og hvað er hún löng?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2025. Vefsíða. 16. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87882>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er spönn og hvað er hún löng?
Spönn er gömul lengdareining og samsvarar um ⅓ úr einni alin. Lengd spannarinnar er yfirleitt gefin upp á bilinu 15,9-18,5 cm.

Eins og margar aðrar fornar lengdareiningar miðast spönnin við mannslíkamann, nánar tiltekið bil á milli tveggja fingra. Í þessu felst ákveðinn vandi þar fingur manna eru misstórir. Metrakerfinu var meðal annars komið á til að sporna gegn slíkum vanda við fornar lengdareiningar.

Ein spönn er bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og litla fingurs (eða þumalfingurs og vísifingurs). Enn fremur var til svonefnd langspönn og stuttspönn. Langspönn var bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og löngutangar. Stuttspönn var bilið milli útglenntra góma þumalfingurs og vísifingurs.

Í dag heyrist sjaldan minnst á spönn, nema þá í föstum orðasamböndum, samanber til dæmis komast ekki spönn frá rassi (geta varla hreyft sig), sjá ekki spönn úr rassi (sjá nánast ekkert) og eiga ekki hálfa spönn til neins (eiga varla neitt).

Heimildir:

Mynd:...