Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2974 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconFöstudagssvar

Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk?

Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um háralit og ljóst er að þetta er málefni sem brennur á fólki. Nú þekkja flestir einhvern rauðhærðan einstakling, sem gengur jafnvel með gleraugu, og telja sig því geta svarað spurningunni á eigin spýtur. En þó fólk gæti komist að réttri niðurstöðu þá gleyma flestir...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?

Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?

Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...

category-iconLæknisfræði

Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?

Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Olympe de Gouges?

Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?

Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Þórsdóttir rannsakað?

Inga Þórsdóttir hefur kennt næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1989. Hún varð prófessor við námsbraut í matvælafræði í efnafræðiskor Raunvísindadeildar 1997, sem síðar varð Matvæla- og næringarfræðideild við Heilbrigðisvísindasvið skólans. Inga er forseti Heilbrigðisvísindasviðs síðan 2012. Rannsóknir Ing...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Arna H. Jónsdóttir stundað?

Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd (e. professional identities) leikskólakennara og leikskólastjóra. Rannsóknir hennar og áhugasvið tengja...

Fleiri niðurstöður