Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4352 svör fundust
Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?
Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...
Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?
Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...
Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnas...
Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að skoða staðsetningu þeirra á...
Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?
Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...
Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...
Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?
Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...
Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?Í hvaða heimsálfu er Kína? Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsá...
Hvað getið þið sagt mér um morfín?
Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...
Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...
Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...
Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Duga smokkar alltaf?
Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...