Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1928 svör fundust
Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...
Er hægt að einrækta útdauð dýr?
Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?
Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...
Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?
Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...
Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?
Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorde...
Hvað er vatnsrof?
Í kennslubók Þorleifs Einarssonar Jarðfræði: saga bergs og lands (1. útg., 1968) er skilgreint hvað átt er við með hugtökunum veðrun og rof. Þar segir:Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Venjulega verða þó bergmylsna og uppleyst efni ekki lengi kyrr á veðrunarstaðnum, heldur flytjast þau burt, t.d. me...
Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?
Galllitarefni gefa bæði þvagi og hægðum lit. Galllitarefni tengjast endurnýtingu rauðra blóðkorna eða rauðkorna. Rauðkorn lifa ekki nema í um það bil 120 daga. Þetta stafar af því að viðkvæmar frumuhimnur þeirra slitna og rifna smám saman þegar rauðkornin troða sér í gegnum háræðar. Slitin, útjöskuð rauðkorn ...
Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?
Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...
Hvað eru verðbætur?
Með verðbótum er átt við að reynt er að taka tillit til breytinga á verðlagi þegar fjárupphæðir eru reiknaðar og bæta þeim sem á að fá fé verðlagsbreytingu þannig að hann geti keypt það sama fyrir féð með verðbótum og hann hefði getað keypt fyrir féð án verðbóta ef verðlag hefði ekkert breyst. Breytingar á verðlag...
Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?
Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...
Geta vísindin spáð eldgosum?
Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...
Er sóri smitandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...
Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?
Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...