Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 133 svör fundust

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

Nánar

Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?

Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...

Nánar

Af hverju verða stökkbreytingar?

Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...

Nánar

Er vitað hvenær sameiginlegur forfaðir allra núlifandi manna var uppi?

Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til forfeðra. Þeim mun aftar eða ofar í ættartréð sem farið er, þeim mun fleiri verða forfeðurnir. En greinar ættartrjáa tengjast iðulega eftir því sem lengra er rakið aftur. Því má ímynda sér að hægt sé að rekja ættartré allra núlifandi manna til eins forföðurs...

Nánar

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

Nánar

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?

Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhve...

Nánar

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

Nánar

Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?

Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...

Nánar

Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?

Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...

Nánar

Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna. Hin...

Nánar

Fleiri niðurstöður