Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sjónhimnu þessara barna. Æðar sem fyrir voru geta einnig lokast og þá myndast gjarnan hliðaræðar til að taka við blóðflæðinu og veita því áfram. Þessar nýju æðar eru afbrigðilegar. Þær leka eggjahvítu og fituefnum út í nærliggjandi vefi sem taka að vaxa óeðlilega með bandvefsmyndun sem leitt getur til varanlegrar augnskemmdar og blindu.
Nú á dögum er þetta sjaldgæfur sjúkdómur þar sem reynt er að gefa fyrirburum súrefni í mátulegum skömmtum. Súrefniseitrun hjá fullorðnum er ákaflega sjaldgæf. Súrefni í háum skömmtum dregur æðar í sjónhimnu saman svo að blóðflæði minnkar. Til eru skýrslur um fólk sem varð varanlega blint á báðum augum eftir að að hafa fengið súrefni í mjög háum styrkleika í svæfingu. Einnig er til skýrslur um að súrefni í háum skömmtum hafi valdið blæðingum í sjónhimnu og að hluta til skertri sjón.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Ingimundur Gíslason. „Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 3. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=103.
Ingimundur Gíslason. (2000, 16. febrúar). Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=103
Ingimundur Gíslason. „Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 3. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=103>.