Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?

ÞV

Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar?

Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt. Reynsla okkar í daglegu lífi er raunar á þann veg. Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíleó Galíleí (1564-1642) taldi hins vegar að ljóshraðinn væri endanlegur og vildi mæla hann með því að láta menn skiptast á ljósmerkjum um langan veg. Þetta tókst honum ekki.

Það var ekki fyrr en árið 1676 sem danska stjörnufræðingnum Ole Rømer (1644-1710) tókst að mæla ljóshraðann og sýna þannig fram á að hann væri endanlegur. Til þess notaði hann athuganir á tunglum Júpíters og breytingar á tímanum sem það tók ljósið að fara frá Júpíter, eftir því hvar hann og jörðin væru stödd á brautum sínum, en um leið breytist að sjálfsögðu einnig fjarlægðin milli þeirra.

Sjá einnig svar sama höfundar við Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?

Mynd: postage.dk

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.3.2001

Spyrjandi

Rakel Sara Björnsdóttir, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2001. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1440.

ÞV. (2001, 30. mars). Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1440

ÞV. „Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2001. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1440>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?
Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar?

Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt. Reynsla okkar í daglegu lífi er raunar á þann veg. Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíleó Galíleí (1564-1642) taldi hins vegar að ljóshraðinn væri endanlegur og vildi mæla hann með því að láta menn skiptast á ljósmerkjum um langan veg. Þetta tókst honum ekki.

Það var ekki fyrr en árið 1676 sem danska stjörnufræðingnum Ole Rømer (1644-1710) tókst að mæla ljóshraðann og sýna þannig fram á að hann væri endanlegur. Til þess notaði hann athuganir á tunglum Júpíters og breytingar á tímanum sem það tók ljósið að fara frá Júpíter, eftir því hvar hann og jörðin væru stödd á brautum sínum, en um leið breytist að sjálfsögðu einnig fjarlægðin milli þeirra.

Sjá einnig svar sama höfundar við Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?

Mynd: postage.dk

...