Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Ritstjórn Vísindavefsins

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Ef maður ætlar að taka upp á því að ganga til Plútós þarf að koma til nokkur undirbúningur eins og í öðrum meiri háttar gönguferðum. Miklu skiptir að reikna út hvenær best er að leggja af stað. Brautir reikistjarnanna eru ekki algjörlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Þess vegna getur munað töluverðu á fjarlægð þeirra frá sólu, eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. Undirritaður myndi leggja af stað þegar jörðin væri sem fjærst sólu, því þá er hún jú nær braut Plútós. En þá er eftir að velja stefnu. Reikna þyrfti út meðalgönguhraða og finna út hvenær og hvernig maður myndi hitta á Plútó í sólnánd.

Ef við gerum ráð fyrir að gönguhraði í geimnum sé svipaður og á jörðu niðri (um 5 km á klukkustund) má reikna það út að gangan tæki 584.200.000 klukkustundir. Umreiknað í ár eru það um 66.700 ár. En þetta segir nú ekki alla söguna. Menn geta ekki gengið allan sólarhringinn. Ef við gerum ráð fyrir átta tíma svefni hvern sólarhring tekur gangan ekki minni tíma en 100.000 ár.

Við viljum ítreka að mikilvægt er að reikna nákvæmlega út staðinn þar sem mæta skal Plútó. Ef skekkja er í útreikningum og Plútó er nýfarinn framhjá áætluðum stað, yrðu það gífurleg vonbrigði. Þó að Plútó sé nokkuð hægfara fer hann samt með 4,7 km hraða á sekúndu svo að illmögulegt væri að hlaupa hann uppi. Göngumaður þyrfti þá að bíða í 248 ár eftir að Plútó væri búinn með hringinn sinn.

Við erum auðvitað vön að ganga á einhverju þegar við göngum, það er að segja til dæmis á jörðinni, á gólfi eða á færibandi í líkamsræktarstöð. Í geimnum er hins vegar ekkert til að ganga á þannig að göngumaður þarf að hugsa fyrir því áður en lagt er af stað.

Svo tekur ferðin náttúrlega miklu lengri tíma en eina mannsævi og er því líklega best að hæfilega stór hópur manna leggi af stað og eigi börn á leiðinni. Erfitt getur þó orðið að „jarða” þá sem heltast úr lestinni.

Þessar leiðbeiningar eru birtar án ábyrgðar. Vísindavefurinn eða ritstjórn hans getur ekki borið ábyrgð á skaða, beinum eða óbeinum, sem hlýst af notkun þessara leiðbeininga. Geimganga er hættuleg!

Svar þetta er samið í tilefni föstudags og þess vegna ætti að taka því með mátulegum fyrirvara.

Útgáfudagur

27.4.2001

Spyrjandi

Olga Kristín Jónsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1547.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 27. apríl). Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1547

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Ef maður ætlar að taka upp á því að ganga til Plútós þarf að koma til nokkur undirbúningur eins og í öðrum meiri háttar gönguferðum. Miklu skiptir að reikna út hvenær best er að leggja af stað. Brautir reikistjarnanna eru ekki algjörlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Þess vegna getur munað töluverðu á fjarlægð þeirra frá sólu, eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. Undirritaður myndi leggja af stað þegar jörðin væri sem fjærst sólu, því þá er hún jú nær braut Plútós. En þá er eftir að velja stefnu. Reikna þyrfti út meðalgönguhraða og finna út hvenær og hvernig maður myndi hitta á Plútó í sólnánd.

Ef við gerum ráð fyrir að gönguhraði í geimnum sé svipaður og á jörðu niðri (um 5 km á klukkustund) má reikna það út að gangan tæki 584.200.000 klukkustundir. Umreiknað í ár eru það um 66.700 ár. En þetta segir nú ekki alla söguna. Menn geta ekki gengið allan sólarhringinn. Ef við gerum ráð fyrir átta tíma svefni hvern sólarhring tekur gangan ekki minni tíma en 100.000 ár.

Við viljum ítreka að mikilvægt er að reikna nákvæmlega út staðinn þar sem mæta skal Plútó. Ef skekkja er í útreikningum og Plútó er nýfarinn framhjá áætluðum stað, yrðu það gífurleg vonbrigði. Þó að Plútó sé nokkuð hægfara fer hann samt með 4,7 km hraða á sekúndu svo að illmögulegt væri að hlaupa hann uppi. Göngumaður þyrfti þá að bíða í 248 ár eftir að Plútó væri búinn með hringinn sinn.

Við erum auðvitað vön að ganga á einhverju þegar við göngum, það er að segja til dæmis á jörðinni, á gólfi eða á færibandi í líkamsræktarstöð. Í geimnum er hins vegar ekkert til að ganga á þannig að göngumaður þarf að hugsa fyrir því áður en lagt er af stað.

Svo tekur ferðin náttúrlega miklu lengri tíma en eina mannsævi og er því líklega best að hæfilega stór hópur manna leggi af stað og eigi börn á leiðinni. Erfitt getur þó orðið að „jarða” þá sem heltast úr lestinni.

Þessar leiðbeiningar eru birtar án ábyrgðar. Vísindavefurinn eða ritstjórn hans getur ekki borið ábyrgð á skaða, beinum eða óbeinum, sem hlýst af notkun þessara leiðbeininga. Geimganga er hættuleg!

Svar þetta er samið í tilefni föstudags og þess vegna ætti að taka því með mátulegum fyrirvara....