Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?

Sóley S. Bender

Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri.

William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðurstöðum sínum í ritinu Human Sexual Response árið 1966. Þar greindu þau frá fjórum stigum kynsvörunar, það er örvunarstigi (excitement), sléttu (plateau), fullnægingarstigi (orgasm) og slökunarstigi (resolution). Fullnægingarstigið varir í stystan tíma miðað við hin stigin, yfirleitt aðeins fáar sekúndur.

Það eru aðallega tvær líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað við kynsvörun karla og kvenna; aukin blóðsókn til líffæra og aukin vöðvaspenna. Á fullnægingarstiginu hjá konum hækkar blóðþrýstingur og hjartsláttur og andardráttur verða örari. Blóðsókn eykst til líffæra, einkum kynfæra, brjósta og andlits. Samdráttur vöðva á sér stað í líkamanum en einkum í vöðvum grindarhols, umhverfis endaþarm, leggöng og legið. Taktfastur samdráttur verður í leginu. Eftir fullnæginguna fer konan á slökunarstig en er næm fyrir frekara áreiti. Í kjölfar fullnægingarstigs verða karlmenn tímabundið ónæmir fyrir frekari ertingu (refractory period). Þar sem konan fer ekki inn á þetta tímabil er hún áfram næm fyrir kynferðislegri ertingu og getur fengið fleiri fullnægingar ef kynferðisleg löngun er til staðar og örvun er nægjanleg, svokallaðar raðfullnægingar (Hyde og DeLamater, 2000).

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud hélt því fram að til væru tvær tegundir af fullnægingu hjá konum. Annars vegar fullnæging af völdum snípörvunar og hins vegar örvun um leggöng. Hann taldi að fyrri tegundin væri merki um andlegan vanþroska konunnar en hin gæfi til kynna eðlilegan kynlífsþroska hennar og væri mikilvæg til að þroska hið kvenlega eðli. Var andlegur krankleiki kvenna áður fyrr stundum talinn vera vegna þessarar óþroskuðu fullnægingar þeirra (sjá einnig svar við Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?).

Í dag er litið svo á að enginn munur sé á fullnægingu eftir örvunarleiðinni sem notuð er (snípur, leggöng, brjóst). Þetta þýðir þó alls ekki að allar fullnægingar séu eins. Þær eru mjög mismunandi. Stundum hefur komið fram sá misskilningur að fullnæging væri alltaf eins og gífurlegt sprengigos. Hið sanna er að fullnæging er mismunandi hvað styrkleika varðar, enda lýsa konur fullnægingu á mismunandi hátt. Ein minntist til dæmis á að hún gæti verið eins og smákrampi en önnur lýsti því að ef spennan næði smám saman að magnast þá gæfi það mjög góða tilfinningu (Kitzinger, 1986). Fram hefur komið að sumum konum finnist að þær fái betri fullnægingu í kjölfar sjálfsfróunar heldur en með samförum (Masters, Johnson og Kolodny, 1982).

Líffræðilegur tilgangur fullnægingarinnar er væntanlega sá að aukin blóðsókn og taugaboð séu mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi kynfæra. Jafnframt sé mikilvæg sú líkamlega og andlega slökun og vellíðan sem kemur í kjölfar þessarar miklu spennulosunar.

Jafnframt virðast rannsóknaniðurstöður benda til þess að með því að kona tímasetji fullnæginguna eftir að karlmaðurinn hefur fengið sáðlát þá haldi hún betur sáðfrumum, sem auki ef til vill líkur á getnaði (Singh, Meyer, Zambarano og Hurlbert, 1998).

Heimildir:

Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.

Kitzinger, S. (1986). Women´s experience of sex. Indiana: R.R. Donnelley and Sons Company.

Masters, W.H., Johnson, V.E., Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.

Singh, D., Meyer, W., Zambarano, R.J. og Hurlbert, D.F. (1998). „Frequency and timing of coital orgasm in women desirous of becoming pregnant”. Archives of Sexual Behavior, 27(1), 15-30.

Viðbót ritstjórnar:

Að lokum má nefna að kynlíf dýra sem viðhafa tvíkynja æxlun er að sjálfsögðu nauðsynlegt til að viðhalda tegundinni, stofnum hennar og genum, þó að það kunni jafnframt að gegna öðrum tilgangi. Fullnæging hjá körlum og konum hvetur ásamt öðru til kynlífs og er þannig mikilvæg frá sjónarmiði þróunarfræðinnar. Eini munurinn á fullnægingu karla og kvenna virðist í þessu viðfangi vera sá að mökun, sáðlát og getnaður getur orðið án þess að konan hafi fengið fullnægingu en sáðfalli karla fylgir yfirleitt fullnæging. Einnig er rétt að geta þess að eftir því sem ritstjórnin kemst næst er hlutverk fullnægingar kvenna og snípsins umdeilt meðal þróunarfræðinga.

Svo má benda á að kynlíf dýra eða hegðun í líkingu við það miðar ekki eingöngu að æxlun í hverju einstöku tilviki og talið er að mörg spendýr fái eins konar fullnægingu, að því marki sem slík fullyrðing hefur merkingu, en okkur er ekki kunnugt um að skoðanakannanir hafi farið fram á því meðal þeirra.

Sjá einnig:

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

4.5.2001

Spyrjandi

Stefán Önundarson

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1566.

Sóley S. Bender. (2001, 4. maí). Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1566

Sóley S. Bender. „Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1566>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?
Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri.

William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðurstöðum sínum í ritinu Human Sexual Response árið 1966. Þar greindu þau frá fjórum stigum kynsvörunar, það er örvunarstigi (excitement), sléttu (plateau), fullnægingarstigi (orgasm) og slökunarstigi (resolution). Fullnægingarstigið varir í stystan tíma miðað við hin stigin, yfirleitt aðeins fáar sekúndur.

Það eru aðallega tvær líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað við kynsvörun karla og kvenna; aukin blóðsókn til líffæra og aukin vöðvaspenna. Á fullnægingarstiginu hjá konum hækkar blóðþrýstingur og hjartsláttur og andardráttur verða örari. Blóðsókn eykst til líffæra, einkum kynfæra, brjósta og andlits. Samdráttur vöðva á sér stað í líkamanum en einkum í vöðvum grindarhols, umhverfis endaþarm, leggöng og legið. Taktfastur samdráttur verður í leginu. Eftir fullnæginguna fer konan á slökunarstig en er næm fyrir frekara áreiti. Í kjölfar fullnægingarstigs verða karlmenn tímabundið ónæmir fyrir frekari ertingu (refractory period). Þar sem konan fer ekki inn á þetta tímabil er hún áfram næm fyrir kynferðislegri ertingu og getur fengið fleiri fullnægingar ef kynferðisleg löngun er til staðar og örvun er nægjanleg, svokallaðar raðfullnægingar (Hyde og DeLamater, 2000).

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud hélt því fram að til væru tvær tegundir af fullnægingu hjá konum. Annars vegar fullnæging af völdum snípörvunar og hins vegar örvun um leggöng. Hann taldi að fyrri tegundin væri merki um andlegan vanþroska konunnar en hin gæfi til kynna eðlilegan kynlífsþroska hennar og væri mikilvæg til að þroska hið kvenlega eðli. Var andlegur krankleiki kvenna áður fyrr stundum talinn vera vegna þessarar óþroskuðu fullnægingar þeirra (sjá einnig svar við Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?).

Í dag er litið svo á að enginn munur sé á fullnægingu eftir örvunarleiðinni sem notuð er (snípur, leggöng, brjóst). Þetta þýðir þó alls ekki að allar fullnægingar séu eins. Þær eru mjög mismunandi. Stundum hefur komið fram sá misskilningur að fullnæging væri alltaf eins og gífurlegt sprengigos. Hið sanna er að fullnæging er mismunandi hvað styrkleika varðar, enda lýsa konur fullnægingu á mismunandi hátt. Ein minntist til dæmis á að hún gæti verið eins og smákrampi en önnur lýsti því að ef spennan næði smám saman að magnast þá gæfi það mjög góða tilfinningu (Kitzinger, 1986). Fram hefur komið að sumum konum finnist að þær fái betri fullnægingu í kjölfar sjálfsfróunar heldur en með samförum (Masters, Johnson og Kolodny, 1982).

Líffræðilegur tilgangur fullnægingarinnar er væntanlega sá að aukin blóðsókn og taugaboð séu mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi kynfæra. Jafnframt sé mikilvæg sú líkamlega og andlega slökun og vellíðan sem kemur í kjölfar þessarar miklu spennulosunar.

Jafnframt virðast rannsóknaniðurstöður benda til þess að með því að kona tímasetji fullnæginguna eftir að karlmaðurinn hefur fengið sáðlát þá haldi hún betur sáðfrumum, sem auki ef til vill líkur á getnaði (Singh, Meyer, Zambarano og Hurlbert, 1998).

Heimildir:

Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.

Kitzinger, S. (1986). Women´s experience of sex. Indiana: R.R. Donnelley and Sons Company.

Masters, W.H., Johnson, V.E., Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.

Singh, D., Meyer, W., Zambarano, R.J. og Hurlbert, D.F. (1998). „Frequency and timing of coital orgasm in women desirous of becoming pregnant”. Archives of Sexual Behavior, 27(1), 15-30.

Viðbót ritstjórnar:

Að lokum má nefna að kynlíf dýra sem viðhafa tvíkynja æxlun er að sjálfsögðu nauðsynlegt til að viðhalda tegundinni, stofnum hennar og genum, þó að það kunni jafnframt að gegna öðrum tilgangi. Fullnæging hjá körlum og konum hvetur ásamt öðru til kynlífs og er þannig mikilvæg frá sjónarmiði þróunarfræðinnar. Eini munurinn á fullnægingu karla og kvenna virðist í þessu viðfangi vera sá að mökun, sáðlát og getnaður getur orðið án þess að konan hafi fengið fullnægingu en sáðfalli karla fylgir yfirleitt fullnæging. Einnig er rétt að geta þess að eftir því sem ritstjórnin kemst næst er hlutverk fullnægingar kvenna og snípsins umdeilt meðal þróunarfræðinga.

Svo má benda á að kynlíf dýra eða hegðun í líkingu við það miðar ekki eingöngu að æxlun í hverju einstöku tilviki og talið er að mörg spendýr fái eins konar fullnægingu, að því marki sem slík fullyrðing hefur merkingu, en okkur er ekki kunnugt um að skoðanakannanir hafi farið fram á því meðal þeirra.

Sjá einnig:...