Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?

Áslaug Kristjánsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvar er G-bletturinn?
  • Er sannað að G-bletturinn sé til?

Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans.[1] Hann var í raun að rannsaka hvort eða hvaða hlutverk þvagrásin hefði í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu. Þetta var árið 1950. Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu.[2] Í kjölfarið varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn ýmist keppst við að sanna[3] eða afsanna[4] tilveru hans.[5]

Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, sem liggur meðfram þvagrásinni.

Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, sem liggur meðfram þvagrásinni. Til þess að finna hann er fingur settur inn í leggöngin og fingurgómur látinn vísa fram. Ef vilji er til að örva blettinn er fingurinn svo hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín.[6]

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði[7] og að hann sé það ekki.[8] Rannsókn Ostrzenski frá 2012 studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins.[9] Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum.[10] Höfundarnir tóku þó fram að þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, hafi þeir þeir heldur ekki afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.

Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið sem hefur verið lýst sem G-bletti, liggur þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talinn vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri.[11]

Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans.[12] Jafnvel þótt margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans sé.[13]

Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.

Tilvísanir:
  1. ^ Grafenberg, E. (1950). The role of the urethra in female orgasm. International Journal of Sexology, 3(2), 146.
  2. ^ Perry, J. D., & Whipple, B. (1981). Pelvic muscle strength of female ejaculators: Evidence in support of a new theory of orgasm. Journal of Sex Research, 17(1), 22-39.
  3. ^ Ostrzenski, A. (2012). G-spot anatomy: A new discovery. The journal of sexual medicine, 9(5), 1355-1359. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2012.02668.x
  4. ^ Hines, T. M. (2001). The G-spot: a modern gynecologic myth. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 185(2), 359-362.
  5. ^ Vieira-Baptista, P., Lima-Silva, J., Preti, M., Xavier, J., Vendeira, P., & Stockdale, C. K. (2021). G-spot: fact or fiction?: a systematic review. Sexual Medicine, 9(5), 100435. https://doi.org/10.1016/j.esxm.2021.100435
  6. ^ Jannini, E. A., Whipple, B., Kingsberg, S. A., Buisson, O., Foldès, P., & Vardi, Y. (2010). Who's afraid of the G-spot. The journal of sexual medicine, 7(1), 25-34. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2009.01613.x
  7. ^ Ostrzenski, A. (2012).
  8. ^ Hoag, N., Keast, J. R., & O'Connell, H. E. (2017). The “G-Spot” is not a structure evident on macroscopic anatomic dissection of the vaginal wall. The journal of sexual medicine, 14(12), 1524-1532. https://doi.org/10.1016/j.jsxm.2017.10.071
  9. ^ Hines, T. M. (2001).
  10. ^ Hoag, N., Keast, J. R., & O'Connell, H. E. (2017).
  11. ^ Jannini, E. A., Buisson, O., & Rubio-Casillas, A. (2014). Beyond the G-spot: clitourethrovaginal complex anatomy in female orgasm. Nature Reviews Urology, 11(9), 531-538. https://doi.org/10.1038/nrurol.2014.193
  12. ^ Kilchevsky, A., Vardi, Y., Lowenstein, L., & Gruenwald, I. (2012). Is the female G-spot truly a distinct anatomic entity?. The journal of sexual medicine, 9(3), 719-726. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2011.02623.x
  13. ^ Vieira-Baptista, P. o.fl. (2021).

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.11.2021

Spyrjandi

Bogi Árnason, Haukur Heiðarsson, Haukur Sigurðsson, Guðmundur Aðalsteinsson, Kári Guðmundsson, Guðjón Sigurður

Tilvísun

Áslaug Kristjánsdóttir. „Hvað er hinn svokallaði G-blettur?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2021. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7962.

Áslaug Kristjánsdóttir. (2021, 12. nóvember). Hvað er hinn svokallaði G-blettur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7962

Áslaug Kristjánsdóttir. „Hvað er hinn svokallaði G-blettur?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2021. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7962>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvar er G-bletturinn?
  • Er sannað að G-bletturinn sé til?

Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans.[1] Hann var í raun að rannsaka hvort eða hvaða hlutverk þvagrásin hefði í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu. Þetta var árið 1950. Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu.[2] Í kjölfarið varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn ýmist keppst við að sanna[3] eða afsanna[4] tilveru hans.[5]

Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, sem liggur meðfram þvagrásinni.

Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, sem liggur meðfram þvagrásinni. Til þess að finna hann er fingur settur inn í leggöngin og fingurgómur látinn vísa fram. Ef vilji er til að örva blettinn er fingurinn svo hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín.[6]

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði[7] og að hann sé það ekki.[8] Rannsókn Ostrzenski frá 2012 studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins.[9] Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum.[10] Höfundarnir tóku þó fram að þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, hafi þeir þeir heldur ekki afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.

Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið sem hefur verið lýst sem G-bletti, liggur þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talinn vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri.[11]

Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans.[12] Jafnvel þótt margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans sé.[13]

Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.

Tilvísanir:
  1. ^ Grafenberg, E. (1950). The role of the urethra in female orgasm. International Journal of Sexology, 3(2), 146.
  2. ^ Perry, J. D., & Whipple, B. (1981). Pelvic muscle strength of female ejaculators: Evidence in support of a new theory of orgasm. Journal of Sex Research, 17(1), 22-39.
  3. ^ Ostrzenski, A. (2012). G-spot anatomy: A new discovery. The journal of sexual medicine, 9(5), 1355-1359. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2012.02668.x
  4. ^ Hines, T. M. (2001). The G-spot: a modern gynecologic myth. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 185(2), 359-362.
  5. ^ Vieira-Baptista, P., Lima-Silva, J., Preti, M., Xavier, J., Vendeira, P., & Stockdale, C. K. (2021). G-spot: fact or fiction?: a systematic review. Sexual Medicine, 9(5), 100435. https://doi.org/10.1016/j.esxm.2021.100435
  6. ^ Jannini, E. A., Whipple, B., Kingsberg, S. A., Buisson, O., Foldès, P., & Vardi, Y. (2010). Who's afraid of the G-spot. The journal of sexual medicine, 7(1), 25-34. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2009.01613.x
  7. ^ Ostrzenski, A. (2012).
  8. ^ Hoag, N., Keast, J. R., & O'Connell, H. E. (2017). The “G-Spot” is not a structure evident on macroscopic anatomic dissection of the vaginal wall. The journal of sexual medicine, 14(12), 1524-1532. https://doi.org/10.1016/j.jsxm.2017.10.071
  9. ^ Hines, T. M. (2001).
  10. ^ Hoag, N., Keast, J. R., & O'Connell, H. E. (2017).
  11. ^ Jannini, E. A., Buisson, O., & Rubio-Casillas, A. (2014). Beyond the G-spot: clitourethrovaginal complex anatomy in female orgasm. Nature Reviews Urology, 11(9), 531-538. https://doi.org/10.1038/nrurol.2014.193
  12. ^ Kilchevsky, A., Vardi, Y., Lowenstein, L., & Gruenwald, I. (2012). Is the female G-spot truly a distinct anatomic entity?. The journal of sexual medicine, 9(3), 719-726. https://doi.org/10.1111/j.1743-6109.2011.02623.x
  13. ^ Vieira-Baptista, P. o.fl. (2021).

Mynd: ...