Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hollt að stunda kynlíf?

Sóley S. Bender

Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri vellíðan. Sú vellíðan gefur fólki orku og lífsgleði.

Hér á landi hefur umfjöllun um kynlíf mikið verið bundin við vandamálahliðar þess. Í kennslu, til dæmis í háskóla, kemur í ljós að vandamál kynlífsins reynast nemendum mun hugstæðari en hin hliðin er lýtur að heilbrigði þess. Nemendur eru sjaldnast í vandræðum með að nefna þætti eins og kynferðislegt ofbeldi, vændi, klám og kynsjúkdóma en geta vart nefnt nokkurt atriði þegar kemur að umræðu um heilbrigt kynlíf.

Miðað við umfjöllun á alþjóðlegum þingum má segja að umræða um heilbrigt kynlíf sé lengst á veg komin í Evrópu og Ameríku. Í þeirri umræðu er gjarnan lögð áhersla á kynlífs- og frjósemisheilbrigði (sexual and reproductive health) þar sem þessir tveir þættir eru nátengdir. En hvað er þá heilbrigt kynlíf? Í þessu svari verður byggt á alþjóðlegri umræðu um þetta málefni, skýrslu vinnuhóps um kynheilbrigði, leiðbeiningum frá SIECUS og reynslu af því að vinna með ungu fólki á þessu sviði.

Heilbrigt kynlíf (sexual health) felur í sér að mynda gott samband, byggt á trausti, við annan einstakling. Til þess þarf að geta tjáð sig á eðlilegan hátt og geta sagt hvað maður vill og hvað ekki og geta í því sambandi meðal annars rætt um notkun getnaðarvarna. Í því er líka fólgið að báðir aðilar virða skoðanir hvors annars. Að auki felst heilbrigt kynlíf í því að hafa stjórn á barneignum ef viðkomandi hefur ekki hug á því að eignast barn, og að koma í veg fyrir smit af völdum kynsjúkdóma. Heilbrigt kynlíf er líklegt til að stuðla að jákvæðum tilfinningum einstaklingsins og vellíðan hans.

Í spurningunni eru notuð orðin "að stunda kynlíf." Þessi hugtök eru í daglegu tali iðulega notuð yfir þann þátt kynlífsins er varðar kynmökin. Hugtakið kynlíf (sexuality) hefur hins vegar mjög víða merkingu. Það nær til alls þess sem felst í að vera kynvera. Það á við um þær tilfinningar sem einstaklingurinn hefur, hvernig hann sýnir öðrum þessar tilfinningar, hvernig hann nálgast annan einstakling og gefur af sjálfum sér sem kynvera. Miðað við þessa skilgreiningu eru kynmökin aðeins einn þáttur kynlífsins.

Maðurinn hefur þörf fyrir tilfinningalega og líkamlega nálægð við annan einstakling frá blautu barnsbeini. Einstaklingurinn er að þroskast sem kynvera frá barnæsku og til æviloka. Kynlífsþroski (sexual development) er í eðli sínu mismunandi eftir æviskeiðum.

Á unglingsárunum vakna oftast tilfinningar til annars aðila. Unglingurinn verður hrifinn af öðrum einstaklingi og þá vakna tilfinningar sem hann hefur ekki fundið fyrir áður. Þetta eru eðlilegar tilfinningar sem mikilvægt er að finna góðan farveg fyrir. Unglingurinn þarf að átta sig á því hvenær hann er tilbúinn til þess að deila sínum nánustu tilfinningum með öðrum einstaklingi. Hann þarf að mynda góð tengsl við þann aðila svo hann þurfi ekki að eiga það á hættu að vera niðurlægður daginn eftir, vera óttasleginn gagnvart hugsanlegri þungun eða hafa áhyggjur af því að smitast af völdum kynsjúkdóma.

Samkvæmt kenningu Erik H. Eriksons þá er fullorðinn einstaklingur að takast á við það að mynda náin kynni og er þetta stig nefnt Nánd í stað einangrunar (intimacy versus isolation). Hinn fullorðni byggir á fyrri reynslu og nær oftast að mynda langvarandi samband við annan einstakling; samband sem getur skapað góðar aðstæður til að lifa heilbrigðu kynlífi. William Masters, Virginia Johnson og Robert Kolodny greina frá því hversu sérstakur hver og einn er varðandi tilfinningar sínar og viðhorf til kynlífs. Eins sé reynsla hvers og eins ólík þar sem við byggjum á ólíkum þekkingar- og reynsluheimi.

Það sem hér hefur verið rakið leiðir til þeirrar niðurstöðu sem lýst er í upphafi svarsins.

Nokkrar heimildir:

Masters, W., Johnson, V.E., og Kolodny, R.C. (1982). Human Sexuality. Boston: Little Brown and Company.

Erikson, E.H. (1963) Childhood and society (2. útg.). London: WW Norton & Company.

National Guidelines Task Force (1991) Guidelines for comprehensive sexuality Education. New York: Sex Information and Education Council of the U.S. (SIECUS).

World Health Organization (1978). Concepts of sexual health. Report on a working group. Copenhagen: World Health Organization.

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

19.5.2000

Spyrjandi

Pétur Ármannsson

Efnisorð

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Er hollt að stunda kynlíf?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=443.

Sóley S. Bender. (2000, 19. maí). Er hollt að stunda kynlíf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=443

Sóley S. Bender. „Er hollt að stunda kynlíf?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=443>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hollt að stunda kynlíf?
Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri vellíðan. Sú vellíðan gefur fólki orku og lífsgleði.

Hér á landi hefur umfjöllun um kynlíf mikið verið bundin við vandamálahliðar þess. Í kennslu, til dæmis í háskóla, kemur í ljós að vandamál kynlífsins reynast nemendum mun hugstæðari en hin hliðin er lýtur að heilbrigði þess. Nemendur eru sjaldnast í vandræðum með að nefna þætti eins og kynferðislegt ofbeldi, vændi, klám og kynsjúkdóma en geta vart nefnt nokkurt atriði þegar kemur að umræðu um heilbrigt kynlíf.

Miðað við umfjöllun á alþjóðlegum þingum má segja að umræða um heilbrigt kynlíf sé lengst á veg komin í Evrópu og Ameríku. Í þeirri umræðu er gjarnan lögð áhersla á kynlífs- og frjósemisheilbrigði (sexual and reproductive health) þar sem þessir tveir þættir eru nátengdir. En hvað er þá heilbrigt kynlíf? Í þessu svari verður byggt á alþjóðlegri umræðu um þetta málefni, skýrslu vinnuhóps um kynheilbrigði, leiðbeiningum frá SIECUS og reynslu af því að vinna með ungu fólki á þessu sviði.

Heilbrigt kynlíf (sexual health) felur í sér að mynda gott samband, byggt á trausti, við annan einstakling. Til þess þarf að geta tjáð sig á eðlilegan hátt og geta sagt hvað maður vill og hvað ekki og geta í því sambandi meðal annars rætt um notkun getnaðarvarna. Í því er líka fólgið að báðir aðilar virða skoðanir hvors annars. Að auki felst heilbrigt kynlíf í því að hafa stjórn á barneignum ef viðkomandi hefur ekki hug á því að eignast barn, og að koma í veg fyrir smit af völdum kynsjúkdóma. Heilbrigt kynlíf er líklegt til að stuðla að jákvæðum tilfinningum einstaklingsins og vellíðan hans.

Í spurningunni eru notuð orðin "að stunda kynlíf." Þessi hugtök eru í daglegu tali iðulega notuð yfir þann þátt kynlífsins er varðar kynmökin. Hugtakið kynlíf (sexuality) hefur hins vegar mjög víða merkingu. Það nær til alls þess sem felst í að vera kynvera. Það á við um þær tilfinningar sem einstaklingurinn hefur, hvernig hann sýnir öðrum þessar tilfinningar, hvernig hann nálgast annan einstakling og gefur af sjálfum sér sem kynvera. Miðað við þessa skilgreiningu eru kynmökin aðeins einn þáttur kynlífsins.

Maðurinn hefur þörf fyrir tilfinningalega og líkamlega nálægð við annan einstakling frá blautu barnsbeini. Einstaklingurinn er að þroskast sem kynvera frá barnæsku og til æviloka. Kynlífsþroski (sexual development) er í eðli sínu mismunandi eftir æviskeiðum.

Á unglingsárunum vakna oftast tilfinningar til annars aðila. Unglingurinn verður hrifinn af öðrum einstaklingi og þá vakna tilfinningar sem hann hefur ekki fundið fyrir áður. Þetta eru eðlilegar tilfinningar sem mikilvægt er að finna góðan farveg fyrir. Unglingurinn þarf að átta sig á því hvenær hann er tilbúinn til þess að deila sínum nánustu tilfinningum með öðrum einstaklingi. Hann þarf að mynda góð tengsl við þann aðila svo hann þurfi ekki að eiga það á hættu að vera niðurlægður daginn eftir, vera óttasleginn gagnvart hugsanlegri þungun eða hafa áhyggjur af því að smitast af völdum kynsjúkdóma.

Samkvæmt kenningu Erik H. Eriksons þá er fullorðinn einstaklingur að takast á við það að mynda náin kynni og er þetta stig nefnt Nánd í stað einangrunar (intimacy versus isolation). Hinn fullorðni byggir á fyrri reynslu og nær oftast að mynda langvarandi samband við annan einstakling; samband sem getur skapað góðar aðstæður til að lifa heilbrigðu kynlífi. William Masters, Virginia Johnson og Robert Kolodny greina frá því hversu sérstakur hver og einn er varðandi tilfinningar sínar og viðhorf til kynlífs. Eins sé reynsla hvers og eins ólík þar sem við byggjum á ólíkum þekkingar- og reynsluheimi.

Það sem hér hefur verið rakið leiðir til þeirrar niðurstöðu sem lýst er í upphafi svarsins.

Nokkrar heimildir:

Masters, W., Johnson, V.E., og Kolodny, R.C. (1982). Human Sexuality. Boston: Little Brown and Company.

Erikson, E.H. (1963) Childhood and society (2. útg.). London: WW Norton & Company.

National Guidelines Task Force (1991) Guidelines for comprehensive sexuality Education. New York: Sex Information and Education Council of the U.S. (SIECUS).

World Health Organization (1978). Concepts of sexual health. Report on a working group. Copenhagen: World Health Organization.

...