Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?

Sóley S. Bender

Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvörun hjá þroskaðri konu en að snípörvun sem leiddi til fullnægingar væri hins vegar merki um kynsvörun óþroskaðrar unglingsstúlku (Rossi, 1994). Nefnir Rossi að í kvennafræðum sé snípörvun til fullnægingar haldið á lofti og litið á hana sem leið til kvenfrelsis en örvun legganga til fullnægingar sé merki um yfirráð karla yfir konum (Rossi, 1994). Hins vegar er það staðreynd að snípurinn á alltaf þátt í fullnægingu konunnar, beint eða óbeint.

Þegar kona fær ekki fullnægingu með örvun legganga þarf að skoða margvíslega þætti sem tengjast kynferðislegri örvun og fullnægingu. Sjúkdómar, lyf, erfið kynlífsreynsla, óánægja með líkamann, reiði, áhyggjur, álag og einbeitingarskortur eru þættir sem geta haft áhrif á kynlíf fólks (Wiederman og Hurst, 1998; Elliott og O´Donohue, 1997). Skoða ætti slíka þætti og leita leiða með úrlausn þeirra áður en farið er út í að skoða kynlífið sem einangrað fyrirbæri. Gott kynlíf er afrakstur almennrar vellíðunar. Góð kynlífsreynsla byggist á því að njóta kynlífs en ekki að líta á fullnæginguna sem eina takmarkið. Það getur dregið úr kynlífsánægjunni að einblína á það að fá fullnægingu. Ef einstaklingurinn nýtur ekki kynörvunarinnar eru minni líkur á því að hann njóti kynmakanna.

Ýmsar ráðleggingar hafa verið gefnar til að auka líkur á fullnægingu og byggjast slíkar ráðleggingar á góðri kynlífssögu einstaklingsins og parsins. Eitt af því sem þarf að skoða þegar slík kynlífssaga er tekin er fyrri reynsla af fullnægingu. Hefur viðkomandi fengið fullnægingu áður? Hvaða leið var þá farin? Hvað reyndist vel og hvað ekki? Það er engin ein leið til að ná fullnægingu. Kona sem hefur fengið fullnægingu með snípörvun getur átt auðveldara með að fá fullnægingu í gegnum leggöng en kona sem aldrei hefur fengið fullnægingu. Skoða þarf einnig hvaða leiðir eru farnar til örvunar. Stundum þarf að leita annarra leiða til örvunar en gert hefur verið.

Mikilvægt er að pör geti rætt saman um hvaða snerting gefur góðar tilfinningar (Byers og Demmons, 1999). Sumum getur til dæmis reynst vel að nota hjálpartæki ástarlífsins. Ef í ljós kemur að parið hefur notað eina stellingu má skoða þann möguleika að prófa aðrar stellingar. Ef konan er ofan á getur snípörvun orðið meiri og hún nær að stjórna kynmökunum betur. Mörg önnur ráð hafa verið gefin varðandi fullnæginguna og fer það eftir einstaklingum hvað á við hverju sinni. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum. Þannig verður hver og einn að finna það sem á við hann með hjálp kynlífsráðgjafa eða meðferðaraðila.

Á vefsíðunni SexualHealth.com má finna nánari ráðleggingar um leiðir til að auka líkur á fullnægingu. Þar telur Cynthia Lief Ruberg ráðgjafi upp 20 ráð til að ná fullnægingu. Fjallar hún þar um leiðir sem varða andlega og tilfinningalega vellíðan og líkamlega þætti.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er fullnæging?

Tilvitnanir:

Byers, E.S. og Demmons, S. (1999). Sexual satisfaction and sexual self-disclosure within dating relationships. The Journal of Sex Research, 36(2), 180-189.

Elliott, A.N. og O´Donohue, W.T. (1997). The effects of anxiety and distraction on sexual arousal in a nonclinical sample of heterosexual women. Archives of Sexual Behavior, 26(6), 607-624.

Rossi, A. (1994). Sexuality across the life course. Chicago: The University of Chicago Press.

Wiederman, M.W. og Hurst, S.R. (1998). Body size, physical attractiveness and body image among young adult women: Relationships to sexual experience and sexual esteeem. The Journal of Sex Research, 35(3), 272-281.

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

29.9.2000

Spyrjandi

Birna Sæmunds

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=953.

Sóley S. Bender. (2000, 29. september). Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=953

Sóley S. Bender. „Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?
Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvörun hjá þroskaðri konu en að snípörvun sem leiddi til fullnægingar væri hins vegar merki um kynsvörun óþroskaðrar unglingsstúlku (Rossi, 1994). Nefnir Rossi að í kvennafræðum sé snípörvun til fullnægingar haldið á lofti og litið á hana sem leið til kvenfrelsis en örvun legganga til fullnægingar sé merki um yfirráð karla yfir konum (Rossi, 1994). Hins vegar er það staðreynd að snípurinn á alltaf þátt í fullnægingu konunnar, beint eða óbeint.

Þegar kona fær ekki fullnægingu með örvun legganga þarf að skoða margvíslega þætti sem tengjast kynferðislegri örvun og fullnægingu. Sjúkdómar, lyf, erfið kynlífsreynsla, óánægja með líkamann, reiði, áhyggjur, álag og einbeitingarskortur eru þættir sem geta haft áhrif á kynlíf fólks (Wiederman og Hurst, 1998; Elliott og O´Donohue, 1997). Skoða ætti slíka þætti og leita leiða með úrlausn þeirra áður en farið er út í að skoða kynlífið sem einangrað fyrirbæri. Gott kynlíf er afrakstur almennrar vellíðunar. Góð kynlífsreynsla byggist á því að njóta kynlífs en ekki að líta á fullnæginguna sem eina takmarkið. Það getur dregið úr kynlífsánægjunni að einblína á það að fá fullnægingu. Ef einstaklingurinn nýtur ekki kynörvunarinnar eru minni líkur á því að hann njóti kynmakanna.

Ýmsar ráðleggingar hafa verið gefnar til að auka líkur á fullnægingu og byggjast slíkar ráðleggingar á góðri kynlífssögu einstaklingsins og parsins. Eitt af því sem þarf að skoða þegar slík kynlífssaga er tekin er fyrri reynsla af fullnægingu. Hefur viðkomandi fengið fullnægingu áður? Hvaða leið var þá farin? Hvað reyndist vel og hvað ekki? Það er engin ein leið til að ná fullnægingu. Kona sem hefur fengið fullnægingu með snípörvun getur átt auðveldara með að fá fullnægingu í gegnum leggöng en kona sem aldrei hefur fengið fullnægingu. Skoða þarf einnig hvaða leiðir eru farnar til örvunar. Stundum þarf að leita annarra leiða til örvunar en gert hefur verið.

Mikilvægt er að pör geti rætt saman um hvaða snerting gefur góðar tilfinningar (Byers og Demmons, 1999). Sumum getur til dæmis reynst vel að nota hjálpartæki ástarlífsins. Ef í ljós kemur að parið hefur notað eina stellingu má skoða þann möguleika að prófa aðrar stellingar. Ef konan er ofan á getur snípörvun orðið meiri og hún nær að stjórna kynmökunum betur. Mörg önnur ráð hafa verið gefin varðandi fullnæginguna og fer það eftir einstaklingum hvað á við hverju sinni. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum. Þannig verður hver og einn að finna það sem á við hann með hjálp kynlífsráðgjafa eða meðferðaraðila.

Á vefsíðunni SexualHealth.com má finna nánari ráðleggingar um leiðir til að auka líkur á fullnægingu. Þar telur Cynthia Lief Ruberg ráðgjafi upp 20 ráð til að ná fullnægingu. Fjallar hún þar um leiðir sem varða andlega og tilfinningalega vellíðan og líkamlega þætti.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er fullnæging?

Tilvitnanir:

Byers, E.S. og Demmons, S. (1999). Sexual satisfaction and sexual self-disclosure within dating relationships. The Journal of Sex Research, 36(2), 180-189.

Elliott, A.N. og O´Donohue, W.T. (1997). The effects of anxiety and distraction on sexual arousal in a nonclinical sample of heterosexual women. Archives of Sexual Behavior, 26(6), 607-624.

Rossi, A. (1994). Sexuality across the life course. Chicago: The University of Chicago Press.

Wiederman, M.W. og Hurst, S.R. (1998). Body size, physical attractiveness and body image among young adult women: Relationships to sexual experience and sexual esteeem. The Journal of Sex Research, 35(3), 272-281....