Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers er meyjarhaft?

Sóley S. Bender

Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir.

Í ritinu Kynferðislífið (1946) segir svo um meyjarhaftið: „Umhverfis leggangaopið liggur hjá óspjallaðri mey, jómfrú, þunn himna, meyjarhaftið eða meydómurinn“. Í ritinu er fjallað um ýmsar tegundir meyjarhafts, það er hálfmánalaga, kögrað, rauflaga, tvígata og sáldlaga.

Himnan er bæði með æðar og taugar og getur fylgt sársauki og blæðing þegar hún rifnar. Hún getur verið misstór og það fer allt eftir stærð himnunnar hvort og hversu mikill sársauki eða blæðing verða við rof hennar.

Haftið getur í sumum tilfellum verið það lítið að það veiti enga fyrirstöðu við samfarir. Það getur einnig rifnað við margvíslega áreynslu. Því getur verið hæpið að líta svo á að meyjarhaftið sé óyggjandi sönnun fyrir óspjölluðum meydómi.

Heimildir:
  • Fabricius-Møller, J. (1946). Kynferðislífið, sex háskólafyrirlestrar. (Árni Pjetursson, þýddi). Reykjavík: Þorleifur Gunnarsson.
  • Masters, W.H., Johnson, V.E. og Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.

Mynd: University of Delaware - The Delaware Art Museum On-Line

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

23.12.2002

Spyrjandi

Anna Kristjánsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Til hvers er meyjarhaft?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2002, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2975.

Sóley S. Bender. (2002, 23. desember). Til hvers er meyjarhaft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2975

Sóley S. Bender. „Til hvers er meyjarhaft?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2002. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers er meyjarhaft?
Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir.

Í ritinu Kynferðislífið (1946) segir svo um meyjarhaftið: „Umhverfis leggangaopið liggur hjá óspjallaðri mey, jómfrú, þunn himna, meyjarhaftið eða meydómurinn“. Í ritinu er fjallað um ýmsar tegundir meyjarhafts, það er hálfmánalaga, kögrað, rauflaga, tvígata og sáldlaga.

Himnan er bæði með æðar og taugar og getur fylgt sársauki og blæðing þegar hún rifnar. Hún getur verið misstór og það fer allt eftir stærð himnunnar hvort og hversu mikill sársauki eða blæðing verða við rof hennar.

Haftið getur í sumum tilfellum verið það lítið að það veiti enga fyrirstöðu við samfarir. Það getur einnig rifnað við margvíslega áreynslu. Því getur verið hæpið að líta svo á að meyjarhaftið sé óyggjandi sönnun fyrir óspjölluðum meydómi.

Heimildir:
  • Fabricius-Møller, J. (1946). Kynferðislífið, sex háskólafyrirlestrar. (Árni Pjetursson, þýddi). Reykjavík: Þorleifur Gunnarsson.
  • Masters, W.H., Johnson, V.E. og Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.

Mynd: University of Delaware - The Delaware Art Museum On-Line...