Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?

Ólafur Páll Jónsson

Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindalegar kenningar, til dæmis lögmál Newtons. Það er aðeins í stærðfræði sem hugtakið "sönnun" hefur þá merkingu sem margir vilja eigna öllum vísindum.

Þótt vísindalegar athuganir geta ekki sannað kenningar þá geta þær stutt kenningar, hvort sem þær tilheyra trúarbrögðum eða vísindagreinum. Um það leyti sem Newton setti fram kenningar sínar voru gerðar gífurlega margar athuganir á hreyfingu efnislegra hluta. Þessar athuganir féllu svo vel að kenningunum að menn freistuðust til að segja að þær væru sannaðar.

En svo fór að syrta í álinn. Athuganir á braut Merkúríusar stönguðust á við kenningar Newtons og þegar Einstein setti fram afstæðiskenningu sína var ljóst að kenningum Newtons bar að hafna sem algildri lýsingu á veruleikanum. Þær standa þó enn fyrir sínu sem lýsing á afmörkuðum hluta veruleikans.

En skyldi vera hægt að afsanna trúarbrögð með aðferðum vísindanna? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Vísindalegar kenningar má augljóslega afsanna. Í öllum greinum vísindanna hafa menn haldið fram kenningum sem síðan hafa verið hraktar með aðferðum vísindanna, og í raun má segja að tilgangur vísindamanna með því að gera tilraunir sé að athuga hvort hægt sé að afsanna kenningar. En er hægt að gera tilraunir eða athuganir sem afsanna trúarbrögð?

Einn vandi við að afsanna kenningar trúarbragða er að slíkar kenningar þarf að túlka; það má skilja þær á ólíka vegu. Stundum er litið svo á að þróunarkenning Darwins stangist á við sköpunarsöguna í fyrstu bók Móses og á sínum tíma töldu sumir að sólmiðjukenning Kópernikusar stangaðist á við kenningar eða fullyrðingar Biblíunnar. En hvort vísindin og trúarbrögðin stangast á fer eftir því hvernig við túlkum kenningar trúarbragðanna, hvernig við skiljum bækur eins og Biblíuna eða Kóraninn, eða hvaða annað trúarrit sem er.

En jafnvel þótt við leggjum túlkunarvandann til hliðar hafa trúarbrögð annað einkenni sem brynjar þau gegn vísindunum. Þær kenningar sem kalla má kjarna trúarbragðanna eru kenningar um gildismat fremur en staðreyndir og um tilveru handan þessa heims fremur en þá tilveru sem við höfum reynslu af. Þetta eru kenningar um hvað sé rétt og rangt og hvað taki við eftir dauðann. Og vísindalegar kenningar hafa næsta lítið um þessi efni að segja; það er til að mynda ekki hægt að gera tilraunir eða athuganir sem geta hrakið slíkar kenningar. Það er því lítill möguleiki á að hrekja trúarbrögð með aðferðum vísindanna.

En getur þá ekkert stangast á við kenningar trúarbragðanna? Í gegnum aldirnar hafa heimspekingar og kristnir guðfræðingar rökrætt vanda sem kallaður hefur verið bölsvandinn. Til að lýsa þessum vanda skulum við gefa okkur eftirfarandi tilgátur.
  1. Guð er almáttugur og algóður.

  2. Algóð vera reynir eftir fremsta megni að útrýma böli.

  3. Almáttug vera getur útrýmt öllu ástæðulausu böli.

  4. Það er ástæðulaust böl í heiminum.
Fyrsta tilgátan er ein af grundvallarsetningum kristinnar trúar. Önnur og þriðja tilgátan virðast vera augljós sannindi um hvaða algóðu og almáttugu veru sem er. Fjórða tilgátan virðist vera augljós reynslusannindi; við þurfum ekki annað en að fylgjast með fréttum til að sannfæra okkur um þetta. En þessar fjórar tilgátur eru ósamrýmanlegar; að minnsta kosti ein þeirra hlýtur að vera ósönn. Ég ætla ekki að ræða bölsvandann frekar, en nefni hann einungis vegna þess að sú staðhæfing að það sé ástæðulaust böl í heiminum virðist, við fyrstu sýn að minnsta kosti, stangast á við kristna trú.

En gætum þá að því í lokin að sú staðhæfing að það sé ástæðulaust böl í heiminum er ekki vísindaleg staðhæfing heldur siðferðileg.

Frekara lesefni

Atili Harðarson, "Bölsvandinn", Afarkostir, Háskólaútgáfan 1995.



Mynd: HB

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

15.10.2001

Spyrjandi

Andri Þórarinsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?“ Vísindavefurinn, 15. október 2001. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1907.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 15. október). Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1907

Ólafur Páll Jónsson. „Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2001. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1907>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?
Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindalegar kenningar, til dæmis lögmál Newtons. Það er aðeins í stærðfræði sem hugtakið "sönnun" hefur þá merkingu sem margir vilja eigna öllum vísindum.

Þótt vísindalegar athuganir geta ekki sannað kenningar þá geta þær stutt kenningar, hvort sem þær tilheyra trúarbrögðum eða vísindagreinum. Um það leyti sem Newton setti fram kenningar sínar voru gerðar gífurlega margar athuganir á hreyfingu efnislegra hluta. Þessar athuganir féllu svo vel að kenningunum að menn freistuðust til að segja að þær væru sannaðar.

En svo fór að syrta í álinn. Athuganir á braut Merkúríusar stönguðust á við kenningar Newtons og þegar Einstein setti fram afstæðiskenningu sína var ljóst að kenningum Newtons bar að hafna sem algildri lýsingu á veruleikanum. Þær standa þó enn fyrir sínu sem lýsing á afmörkuðum hluta veruleikans.

En skyldi vera hægt að afsanna trúarbrögð með aðferðum vísindanna? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Vísindalegar kenningar má augljóslega afsanna. Í öllum greinum vísindanna hafa menn haldið fram kenningum sem síðan hafa verið hraktar með aðferðum vísindanna, og í raun má segja að tilgangur vísindamanna með því að gera tilraunir sé að athuga hvort hægt sé að afsanna kenningar. En er hægt að gera tilraunir eða athuganir sem afsanna trúarbrögð?

Einn vandi við að afsanna kenningar trúarbragða er að slíkar kenningar þarf að túlka; það má skilja þær á ólíka vegu. Stundum er litið svo á að þróunarkenning Darwins stangist á við sköpunarsöguna í fyrstu bók Móses og á sínum tíma töldu sumir að sólmiðjukenning Kópernikusar stangaðist á við kenningar eða fullyrðingar Biblíunnar. En hvort vísindin og trúarbrögðin stangast á fer eftir því hvernig við túlkum kenningar trúarbragðanna, hvernig við skiljum bækur eins og Biblíuna eða Kóraninn, eða hvaða annað trúarrit sem er.

En jafnvel þótt við leggjum túlkunarvandann til hliðar hafa trúarbrögð annað einkenni sem brynjar þau gegn vísindunum. Þær kenningar sem kalla má kjarna trúarbragðanna eru kenningar um gildismat fremur en staðreyndir og um tilveru handan þessa heims fremur en þá tilveru sem við höfum reynslu af. Þetta eru kenningar um hvað sé rétt og rangt og hvað taki við eftir dauðann. Og vísindalegar kenningar hafa næsta lítið um þessi efni að segja; það er til að mynda ekki hægt að gera tilraunir eða athuganir sem geta hrakið slíkar kenningar. Það er því lítill möguleiki á að hrekja trúarbrögð með aðferðum vísindanna.

En getur þá ekkert stangast á við kenningar trúarbragðanna? Í gegnum aldirnar hafa heimspekingar og kristnir guðfræðingar rökrætt vanda sem kallaður hefur verið bölsvandinn. Til að lýsa þessum vanda skulum við gefa okkur eftirfarandi tilgátur.
  1. Guð er almáttugur og algóður.

  2. Algóð vera reynir eftir fremsta megni að útrýma böli.

  3. Almáttug vera getur útrýmt öllu ástæðulausu böli.

  4. Það er ástæðulaust böl í heiminum.
Fyrsta tilgátan er ein af grundvallarsetningum kristinnar trúar. Önnur og þriðja tilgátan virðast vera augljós sannindi um hvaða algóðu og almáttugu veru sem er. Fjórða tilgátan virðist vera augljós reynslusannindi; við þurfum ekki annað en að fylgjast með fréttum til að sannfæra okkur um þetta. En þessar fjórar tilgátur eru ósamrýmanlegar; að minnsta kosti ein þeirra hlýtur að vera ósönn. Ég ætla ekki að ræða bölsvandann frekar, en nefni hann einungis vegna þess að sú staðhæfing að það sé ástæðulaust böl í heiminum virðist, við fyrstu sýn að minnsta kosti, stangast á við kristna trú.

En gætum þá að því í lokin að sú staðhæfing að það sé ástæðulaust böl í heiminum er ekki vísindaleg staðhæfing heldur siðferðileg.

Frekara lesefni

Atili Harðarson, "Bölsvandinn", Afarkostir, Háskólaútgáfan 1995.



Mynd: HB...