Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?

EÖÞ

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Alan L. Bean sem lentu þar í leiðangri Apollo 12.

Árið 1971 voru einnig farnar tvær ferðir til tunglsins, Appollo 14 og 15. Í fyrri ferðinni gengu þeir Alan B. Shephard yngri og Edgar D. Mitchell á tunglinu, en David R. Scott og James B. Irwin í þeirri síðari.

Mönnuðum tunglferðum lauk svo, að minnsta kosti í bili, árið 1972 með tveimur ferðum. Í leiðangri Appollo 16 komust John W. Young og Charles M. Duke yngri til tunglsins og síðustu mennirnir til að ganga á tunglinu hingað til voru þeir Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt, geimfarar Appollo 17.

Hér fyrir neðan gefur að líta myndir af þeim merku mönnum sem gengið hafa á tunglinu, ásamt þriðja manni hvers leiðangurs sem lenti á tunglinu, en hann gegndi að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki þó að hann stigi ekki fæti á tunglið.


Apollo 11:







Apollo 12:







Apollo 14:







Apollo 15:







Apollo 16:







Apollo 17:







Heimildir og fleiri myndir frá tunglferðunum:

Myndir frá Apollo 11 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 12 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 14 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 15 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 16 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 17 á vegum NASA.


Skoðið einnig skyld svör:

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Hvernig varð tunglið til?

Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.11.2001

Spyrjandi

Eva Birgisdóttir, fædd 1989

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1958.

EÖÞ. (2001, 19. nóvember). Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1958

EÖÞ. „Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Alan L. Bean sem lentu þar í leiðangri Apollo 12.

Árið 1971 voru einnig farnar tvær ferðir til tunglsins, Appollo 14 og 15. Í fyrri ferðinni gengu þeir Alan B. Shephard yngri og Edgar D. Mitchell á tunglinu, en David R. Scott og James B. Irwin í þeirri síðari.

Mönnuðum tunglferðum lauk svo, að minnsta kosti í bili, árið 1972 með tveimur ferðum. Í leiðangri Appollo 16 komust John W. Young og Charles M. Duke yngri til tunglsins og síðustu mennirnir til að ganga á tunglinu hingað til voru þeir Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt, geimfarar Appollo 17.

Hér fyrir neðan gefur að líta myndir af þeim merku mönnum sem gengið hafa á tunglinu, ásamt þriðja manni hvers leiðangurs sem lenti á tunglinu, en hann gegndi að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki þó að hann stigi ekki fæti á tunglið.


Apollo 11:







Apollo 12:







Apollo 14:







Apollo 15:







Apollo 16:







Apollo 17:







Heimildir og fleiri myndir frá tunglferðunum:

Myndir frá Apollo 11 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 12 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 14 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 15 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 16 á vegum NASA.

Myndir frá Apollo 17 á vegum NASA.


Skoðið einnig skyld svör:

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Hvernig varð tunglið til?

Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?...