 Ákvörðun lengdarbauga er öllu erfiðari og krefst klukkna sem ganga ekki aðeins með mikilli nákvæmni við venjulegar aðstæður heldur þola líka ölduhreyfingar og annað volk á hafi úti. Það er þó allt önnur saga sem vonandi verður sögð hér á vefnum áður en langt um líður.
Fjarlægð Pólstjörnunnar frá norðurpól himins er sífellt að minnka um þessar mundir vegna pólveltunnar. Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan verður innan við hálfa gráðu frá norðurpól himins um árið 2100. Pólvelta jarðarinnar er ennfremur skýring á því að fyrir 5000 árum var pólstjarnan Thuban í Draco og eftir 12.000 ár verður Vega orðin pólstjarna.
Í sjónauka sem hefur að minnsta kosti 6 cm ljósop má greina að pólstjarnan sé tvístirni. Birtustig fylgistjörnunnar er 8,2 og fjarlægðin milli þeirra í sjónauka er 18,4 bogasekúndur. Fylgistjörnuna uppgötvaði breski stjörnufræðingurinn Sir William Herschel árið 1780, ári áður en hann uppgötvaði Úranus. Stjörnurnar ferðast vissulega saman um geiminn en þær eru langt frá hvor annarri og er snúningstíminn ef til vill nokkur þúsund ár.
Ákvörðun lengdarbauga er öllu erfiðari og krefst klukkna sem ganga ekki aðeins með mikilli nákvæmni við venjulegar aðstæður heldur þola líka ölduhreyfingar og annað volk á hafi úti. Það er þó allt önnur saga sem vonandi verður sögð hér á vefnum áður en langt um líður.
Fjarlægð Pólstjörnunnar frá norðurpól himins er sífellt að minnka um þessar mundir vegna pólveltunnar. Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan verður innan við hálfa gráðu frá norðurpól himins um árið 2100. Pólvelta jarðarinnar er ennfremur skýring á því að fyrir 5000 árum var pólstjarnan Thuban í Draco og eftir 12.000 ár verður Vega orðin pólstjarna.
Í sjónauka sem hefur að minnsta kosti 6 cm ljósop má greina að pólstjarnan sé tvístirni. Birtustig fylgistjörnunnar er 8,2 og fjarlægðin milli þeirra í sjónauka er 18,4 bogasekúndur. Fylgistjörnuna uppgötvaði breski stjörnufræðingurinn Sir William Herschel árið 1780, ári áður en hann uppgötvaði Úranus. Stjörnurnar ferðast vissulega saman um geiminn en þær eru langt frá hvor annarri og er snúningstíminn ef til vill nokkur þúsund ár.
- Moore, Patrick. Brilliant Stars. Ted Smart, London, 1996
- Ridpath, Ian. A Dictionary of Astronomy. Oxford Paperback Reference, Oxford University Press, New York, 1997.
- Umfjöllun um pólstjörnuna á vefsetri Scientific American.
- Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Hvenær fannst Úranus? eftir Sævar Helga Bragason.
- Hvað eru sefítar? eftir Sævar Helga Bragason.
Mynd af William Herschel: High Altitude Observatory
