Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri?

Sævar Helgi Bragason

Hér er einnig svarað spurningu Friðjóns Guðjohnsen: Er möguleiki að sjá gervihnetti með berum augum frá jörðu?
Svarið er tvímælalaust já; við getum vel séð gervihnetti og þurfum ekki kíki til. Samkvæmt tölum frá NASA fyrir árið 2000 voru um 2700 starfhæf gervitungl á braut um jörðu og þar fyrir utan eru þúsundir annarra, ónýtra gervitungla á braut umhverfis jörðu.

Ef við förum út á heiðskírri nóttu, eins fjarri borgarljósunum og hægt er, og horfum í dálitla stund til himins komum við án efa auga á gervihnött áður en langt um líður. Það eina sem þarf til er dálítil þolinmæði, en hún vex um leið og maður fer að virða fyrir sér fegurð næturhiminsins.

Það er eftirminnilegt að sjá í fyrsta skipti gervitungl sem ferðast milli stjarna himinsins. Gervitunglið lítur út eins og hver önnur stjarna, en eini munurinn er að það hreyfist mjög hratt yfir himininn, ef til vill á um 25.000 km hraða á klukkustund. Þessi hraði þýðir að tunglið er fljótt að fara þvert yfir himininn miðað við tiltekinn athugunarstað á jörðu niðri. Sum gervitunglanna eru veðurtungl en önnur fjarskiptatungl.

Stöku sinnum sér maður Iridíum-fjarskiptatunglin sem blossa upp og dofna aftur á nokkrum sekúndum. Margir hafa jafnvel ruglað slíkum blossum við fljúgandi furðuhluti, en það er vitaskuld ekkert til í því. Glampinn frá þessum gervitunglum er greinilegur því að hann getur orðið hundrað sinnum bjartari en björtustu stjörnur himinsins og getur jafnvel sést að degi til!

Stórt gervitungl á borð við Alþjóðlegu geimstöðina sést hins vegar nánast aldrei frá Íslandi, nema á einhverjum ákveðnum tíma og þá í stutta stund í senn. Hubble-sjónaukinn sést heldur aldrei frá Íslandi þar sem braut hans liggur nokkurn veginn yfir miðbaug.

Á vefsíðunni Heavens Above má finna gervitunglaspá fyrir ýmsar gerðir gervitungla, hvenær þau sjást og hvar.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd: SpaceDaily - Your Portal To Space

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

30.5.2002

Spyrjandi

Heiðdís Haukdal Reynisdóttir,
f. 1990

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri? “ Vísindavefurinn, 30. maí 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2442.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 30. maí). Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2442

Sævar Helgi Bragason. „Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri? “ Vísindavefurinn. 30. maí. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2442>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri?

Hér er einnig svarað spurningu Friðjóns Guðjohnsen: Er möguleiki að sjá gervihnetti með berum augum frá jörðu?
Svarið er tvímælalaust já; við getum vel séð gervihnetti og þurfum ekki kíki til. Samkvæmt tölum frá NASA fyrir árið 2000 voru um 2700 starfhæf gervitungl á braut um jörðu og þar fyrir utan eru þúsundir annarra, ónýtra gervitungla á braut umhverfis jörðu.

Ef við förum út á heiðskírri nóttu, eins fjarri borgarljósunum og hægt er, og horfum í dálitla stund til himins komum við án efa auga á gervihnött áður en langt um líður. Það eina sem þarf til er dálítil þolinmæði, en hún vex um leið og maður fer að virða fyrir sér fegurð næturhiminsins.

Það er eftirminnilegt að sjá í fyrsta skipti gervitungl sem ferðast milli stjarna himinsins. Gervitunglið lítur út eins og hver önnur stjarna, en eini munurinn er að það hreyfist mjög hratt yfir himininn, ef til vill á um 25.000 km hraða á klukkustund. Þessi hraði þýðir að tunglið er fljótt að fara þvert yfir himininn miðað við tiltekinn athugunarstað á jörðu niðri. Sum gervitunglanna eru veðurtungl en önnur fjarskiptatungl.

Stöku sinnum sér maður Iridíum-fjarskiptatunglin sem blossa upp og dofna aftur á nokkrum sekúndum. Margir hafa jafnvel ruglað slíkum blossum við fljúgandi furðuhluti, en það er vitaskuld ekkert til í því. Glampinn frá þessum gervitunglum er greinilegur því að hann getur orðið hundrað sinnum bjartari en björtustu stjörnur himinsins og getur jafnvel sést að degi til!

Stórt gervitungl á borð við Alþjóðlegu geimstöðina sést hins vegar nánast aldrei frá Íslandi, nema á einhverjum ákveðnum tíma og þá í stutta stund í senn. Hubble-sjónaukinn sést heldur aldrei frá Íslandi þar sem braut hans liggur nokkurn veginn yfir miðbaug.

Á vefsíðunni Heavens Above má finna gervitunglaspá fyrir ýmsar gerðir gervitungla, hvenær þau sjást og hvar.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd: SpaceDaily - Your Portal To Space...