Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi.
Einnig er vitað um orma sem senda óumbeðin skilaboð eða ruslpóst frá tölvum í farsíma. Timofonica-ormurinn á rætur að rekja til Spánar og var fyrsti ormurinn til að gera þetta. Honum virðist hafa verið ætlað að klekkja á stærsta spænska símafyrirtækinu, Telefonica. Ormurinn sendir sjálfan sig á öll netföng í Microsoft Outlook-forritinu og sendir um leið skilaboð í spænska farsíma.
Heimild og mynd
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.