Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er ættartré mannsins?

Jón Már Halldórsson

Spurningin er í heild sinni svona:
Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens?

Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt:

Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Classis, e. Class) Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur (Ordo, e. Order) Prímatar (Primata)
Ætt (Familia, e. Family) Mannætt (Hominidae)
Ættkvísl (Genus) Homo
Tegund (Species) sapiens
Deilitegund (Subspecies)sapiens

Homo sapiens sapiens, maðurinn, tilheyrir því dýraríkinu (ríki), seildýrum (fylking) og spendýrum (flokkur). Til ættbálks mannsins, prímata, teljast um 200 tegundir apa með sameiginleg líffærafræðileg einkenni. Sjá má ættartré mannsins innan prímataættbálksins hér:



Skýringar við mynd:

1 Strepsirhines þýðir á latínu „blautt nef“ og er það áberandi útlitseinkenni þessara apa. Þess má geta að hundar hafa einnig þessi nefeinkenni.

2 Haplorhines þýðir „þurrt og loðið nef“ líkt og við mannfólkið höfum. Reyndar fer lítið fyrir hárum hjá mannfólkinu nema innan í nösum og efst á nefinu.

3 Vofuapar eru næturapar sem lifa í Austur-Indíum og tilheyra aðeins einni ættkvísl, Tarsus. Þeir eru náfölir og með gríðastór augu, aðlöguð að næturlíferni þeirra.

4 Cercopithecoidea greinist í tvo hópa, laufætur og alætur. Þessir apar eru fjölbreyttir í útliti og útbreiddir, til þeirra teljast meðal annarra bavíanar.

Sameiginleg líffærafræðileg einkenni allra prímata eru meðal annars þessi:
  • Liðugir handleggir sem gera prímötum kleift að grípa, til dæmis utan um trjágreinar.
  • Þrílitasjónskyn.
  • Á hauskúpunni er svokölluð augnbrú (e. post-orbital) við ofanverðar augnatóftirnar sem verndar þau meðal annars fyrir höggum.
  • Þróun frábærrar sjónskynjunar á kostnað lyktarskyns sem er frekar dræmt hjá prímötum miðað við flest önnur spendýr.
  • Hlutfallslega stór augu og heili. Heilabörkurinn er afar þróaður hjá prímötum og nær þessi þróun lengst í manninum.
  • Trýni prímata hefur minnkað í þróuninni.
  • Kvendýrin ala afkvæmi upp en afar sjaldgæft er að þau eignist tvö eða fleiri í einu.

Tegundir sem tilheyra yfirflokknum Anthropoidea hafa sameiginleg einkenni á borð við frekari þróun vissra svæða í heilanum og talsverða námshæfileika sem ná lengst hjá manninum. Annað sameiginlegt atferliseinkenni er að tegundir þessa yfirflokks eru virkastar yfir hádaginn og sofa á næturnar. Yfirættin Hominoidea hefur ennfremur greinilegri sameiginleg útlitseinkenni eins og mögulega upprétta líkamsstöðu, rófan er horfin, og handleggir og axlir hafa þróast til að klifra og hanga í trjám.

Menn tilheyra loks ættinni Hominidae og eru þeir einu núlifandi dýrin sem tilheyra þessari ætt en nokkrar tegundir hennar hafa dáið út, meðal annarra Australopithecus (suðurapinn). Nokkur atriði greina manninn frá öðrum meðlimum yfirættarinnar Hominoidea, svo sem það að þeir ganga á tveimur fótum og hafa afar stóran heila. Heili mannsins er 1.300 til 1.400 g á þyngd, þrefalt þyngri en heili simpansa sem er í kringum 420 g. Í krafti greindarinnar hefur maðurinn náð lengst í notkun á verkfærum, en þessi hæfileiki er einnig til staðar hjá öðrum öpum ættarinnar Hominoidea að einhverju leyti.



Á þessu skyldleikatré sést að tegundir af ættkvíslinni Pan, sem eru simpansar (Pan troglodytes) og bonobo-apar (Pan paniscus), eru skyldastir okkur mannfólkinu af núlifandi tegundum. Það segir okkur að sameiginlegur forfaðir hafi verið á ferli, sennilega í Afríku, fyrir um 6-8 milljónum árum að því er vísindamenn telja nú.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, Anna Lovísa, Ari Ásgeirsson, Svavar Þrastarson, Gísli Gíslason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er ættartré mannsins?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3011.

Jón Már Halldórsson. (2003, 16. janúar). Hvernig er ættartré mannsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3011

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er ættartré mannsins?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er ættartré mannsins?
Spurningin er í heild sinni svona:

Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens?

Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt:

Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Classis, e. Class) Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur (Ordo, e. Order) Prímatar (Primata)
Ætt (Familia, e. Family) Mannætt (Hominidae)
Ættkvísl (Genus) Homo
Tegund (Species) sapiens
Deilitegund (Subspecies)sapiens

Homo sapiens sapiens, maðurinn, tilheyrir því dýraríkinu (ríki), seildýrum (fylking) og spendýrum (flokkur). Til ættbálks mannsins, prímata, teljast um 200 tegundir apa með sameiginleg líffærafræðileg einkenni. Sjá má ættartré mannsins innan prímataættbálksins hér:



Skýringar við mynd:

1 Strepsirhines þýðir á latínu „blautt nef“ og er það áberandi útlitseinkenni þessara apa. Þess má geta að hundar hafa einnig þessi nefeinkenni.

2 Haplorhines þýðir „þurrt og loðið nef“ líkt og við mannfólkið höfum. Reyndar fer lítið fyrir hárum hjá mannfólkinu nema innan í nösum og efst á nefinu.

3 Vofuapar eru næturapar sem lifa í Austur-Indíum og tilheyra aðeins einni ættkvísl, Tarsus. Þeir eru náfölir og með gríðastór augu, aðlöguð að næturlíferni þeirra.

4 Cercopithecoidea greinist í tvo hópa, laufætur og alætur. Þessir apar eru fjölbreyttir í útliti og útbreiddir, til þeirra teljast meðal annarra bavíanar.

Sameiginleg líffærafræðileg einkenni allra prímata eru meðal annars þessi:
  • Liðugir handleggir sem gera prímötum kleift að grípa, til dæmis utan um trjágreinar.
  • Þrílitasjónskyn.
  • Á hauskúpunni er svokölluð augnbrú (e. post-orbital) við ofanverðar augnatóftirnar sem verndar þau meðal annars fyrir höggum.
  • Þróun frábærrar sjónskynjunar á kostnað lyktarskyns sem er frekar dræmt hjá prímötum miðað við flest önnur spendýr.
  • Hlutfallslega stór augu og heili. Heilabörkurinn er afar þróaður hjá prímötum og nær þessi þróun lengst í manninum.
  • Trýni prímata hefur minnkað í þróuninni.
  • Kvendýrin ala afkvæmi upp en afar sjaldgæft er að þau eignist tvö eða fleiri í einu.

Tegundir sem tilheyra yfirflokknum Anthropoidea hafa sameiginleg einkenni á borð við frekari þróun vissra svæða í heilanum og talsverða námshæfileika sem ná lengst hjá manninum. Annað sameiginlegt atferliseinkenni er að tegundir þessa yfirflokks eru virkastar yfir hádaginn og sofa á næturnar. Yfirættin Hominoidea hefur ennfremur greinilegri sameiginleg útlitseinkenni eins og mögulega upprétta líkamsstöðu, rófan er horfin, og handleggir og axlir hafa þróast til að klifra og hanga í trjám.

Menn tilheyra loks ættinni Hominidae og eru þeir einu núlifandi dýrin sem tilheyra þessari ætt en nokkrar tegundir hennar hafa dáið út, meðal annarra Australopithecus (suðurapinn). Nokkur atriði greina manninn frá öðrum meðlimum yfirættarinnar Hominoidea, svo sem það að þeir ganga á tveimur fótum og hafa afar stóran heila. Heili mannsins er 1.300 til 1.400 g á þyngd, þrefalt þyngri en heili simpansa sem er í kringum 420 g. Í krafti greindarinnar hefur maðurinn náð lengst í notkun á verkfærum, en þessi hæfileiki er einnig til staðar hjá öðrum öpum ættarinnar Hominoidea að einhverju leyti.



Á þessu skyldleikatré sést að tegundir af ættkvíslinni Pan, sem eru simpansar (Pan troglodytes) og bonobo-apar (Pan paniscus), eru skyldastir okkur mannfólkinu af núlifandi tegundum. Það segir okkur að sameiginlegur forfaðir hafi verið á ferli, sennilega í Afríku, fyrir um 6-8 milljónum árum að því er vísindamenn telja nú.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...